United Silicon segir ásakanir um eiturefnalosun tilhæfulausar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. janúar 2017 18:45 Fyrirtækið segir fullyrðingar um eiturefnalosun "tilhæfulausar með öllu“ Vísir/Skjáskot United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun Stundarinnar um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. Fyrirtækið segir fullyrðingar Stundarinnar „tilhæfulausar með öllu“ og að ekki sé ljóst hvaða tilgangi það þjónar að „halda slíkum ósannindum fram.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá United Silicon.Sjá einnig: Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi „Hið rétta er að myndbandið sýnir atvik þegar verið var að losa stíflu í reykhreinsivirki sem leiddi til að kísilryk barst út um opna lúgu. Vegna þess hversu mikið ryk barst út í andrúmsloftið var þessi vinna stöðvuð eftir skamma stund og öðrum aðferðum beitt sem ekki leiddu til ryklosunar. Það ryk sem sést á myndbandinu er ekki eitrað eða hættulegt heldur verðmæt afurð og mikilvæg söluvara United Silicon sem safnað er í reykhreinsivirki, pakkað í sekki og selt meðal annars til sementsvinnslu erlendis,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að þrjár mengunarmælistöðvar séu staðsettar við kísilverið samkvæmt ábendingum Umhverfisstofnunar og að mælingarnar séu allar birtar á vefnum andvari.is. „Þessar mælingar sýna skýrt, að frá upphafi framleiðslu í nóvember, hefur mengun aldrei farið upp fyrir lögsett viðmiðunarmörk.“Yfirlýsing United Silicon í heild sinni:United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun á vefnum Stundin.is í morgun. Þar er birt myndband frá því um miðjan desember sl. sem sagt er að sýni losun á eiturefnum. Hið rétta er að myndbandið sýnir atvik þegar verið var að losa stíflu í reykhreinsivirki sem leiddi til að kísilryk barst út um opna lúgu. Vegna þess hversu mikið ryk barst út í andrúmsloftið var þessi vinna stöðvuð eftir skamma stund og öðrum aðferðum beitt sem ekki leiddu til ryklosunar. Það ryk sem sést á myndbandinu er ekki eitrað eða hættulegt heldur verðmæt afurð og mikilvæg söluvara United Silicon sem safnað er í reykhreinsivirki, pakkað í sekki og selt meðal annars til sementsvinnslu erlendis. Myndband sem tekið er um kl 14:30 í gær sýnir einnig kísilryk sem þyrlaðist upp þegar verið var að losa sambærilega stíflu, en án þess að nota blásara. Unnið er að úrbótum til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Fullyrðingar Stundarinnar um að undanfarið hafi „hættuleg eiturefni“ verið losuð út í andrúmsloftið úr reykhreinsivirki verksmiðjunnar í skjóli nætur eru tilhæfulausar með öllu og ekki ljóst hvaða tilgangi það þjónar að halda slíkum ósannindum fram. Rétt er að benda á að United Silicon er með 3 mengunarmælistöðvar, staðsettar samkvæmt ábendingum Umhverfisstofnunar og eru mælingar þeirra allar birtar á vefsíðunni andvari.is. Þessar mælingar sýna skýrt, að frá upphafi framleiðslu í nóvember, hefur mengun aldrei farið upp fyrir lögsett viðmiðunarmörk. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira
United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun Stundarinnar um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. Fyrirtækið segir fullyrðingar Stundarinnar „tilhæfulausar með öllu“ og að ekki sé ljóst hvaða tilgangi það þjónar að „halda slíkum ósannindum fram.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá United Silicon.Sjá einnig: Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi „Hið rétta er að myndbandið sýnir atvik þegar verið var að losa stíflu í reykhreinsivirki sem leiddi til að kísilryk barst út um opna lúgu. Vegna þess hversu mikið ryk barst út í andrúmsloftið var þessi vinna stöðvuð eftir skamma stund og öðrum aðferðum beitt sem ekki leiddu til ryklosunar. Það ryk sem sést á myndbandinu er ekki eitrað eða hættulegt heldur verðmæt afurð og mikilvæg söluvara United Silicon sem safnað er í reykhreinsivirki, pakkað í sekki og selt meðal annars til sementsvinnslu erlendis,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að þrjár mengunarmælistöðvar séu staðsettar við kísilverið samkvæmt ábendingum Umhverfisstofnunar og að mælingarnar séu allar birtar á vefnum andvari.is. „Þessar mælingar sýna skýrt, að frá upphafi framleiðslu í nóvember, hefur mengun aldrei farið upp fyrir lögsett viðmiðunarmörk.“Yfirlýsing United Silicon í heild sinni:United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun á vefnum Stundin.is í morgun. Þar er birt myndband frá því um miðjan desember sl. sem sagt er að sýni losun á eiturefnum. Hið rétta er að myndbandið sýnir atvik þegar verið var að losa stíflu í reykhreinsivirki sem leiddi til að kísilryk barst út um opna lúgu. Vegna þess hversu mikið ryk barst út í andrúmsloftið var þessi vinna stöðvuð eftir skamma stund og öðrum aðferðum beitt sem ekki leiddu til ryklosunar. Það ryk sem sést á myndbandinu er ekki eitrað eða hættulegt heldur verðmæt afurð og mikilvæg söluvara United Silicon sem safnað er í reykhreinsivirki, pakkað í sekki og selt meðal annars til sementsvinnslu erlendis. Myndband sem tekið er um kl 14:30 í gær sýnir einnig kísilryk sem þyrlaðist upp þegar verið var að losa sambærilega stíflu, en án þess að nota blásara. Unnið er að úrbótum til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Fullyrðingar Stundarinnar um að undanfarið hafi „hættuleg eiturefni“ verið losuð út í andrúmsloftið úr reykhreinsivirki verksmiðjunnar í skjóli nætur eru tilhæfulausar með öllu og ekki ljóst hvaða tilgangi það þjónar að halda slíkum ósannindum fram. Rétt er að benda á að United Silicon er með 3 mengunarmælistöðvar, staðsettar samkvæmt ábendingum Umhverfisstofnunar og eru mælingar þeirra allar birtar á vefsíðunni andvari.is. Þessar mælingar sýna skýrt, að frá upphafi framleiðslu í nóvember, hefur mengun aldrei farið upp fyrir lögsett viðmiðunarmörk.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira