Netanyahu kallar eftir náðun ísraelska hermannsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. janúar 2017 23:35 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/AFP Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hefur kallað eftir því að ísraelski hermaðurinn verði náðaður en hann var fundinn sekur um manndráp fyrir að skjóta særðan mann í höfuðið. BBC greinir frá.Hermaðurinn, hinn 20 ára gamli Elor Azaria var í dag sakfelldur af herrétti en hann skaut hinn palestínska Abdel Fattah al-Sharif í höfuðið sem hafði fimmtán mínútum áður reynt að stinga annan ísraelskan hermann. Útskýringar Azaria voru ekki taldar halda vatni. Viðbrögð við dómnum hafa verið blendin í Ísrael og sundrað þjóðinni, en mótmælagöngur hafa verið haldnar til stuðnings hermanninum á meðan æðstu ráðamenn innan ísraelska hersins sverja hegðun hans af sér og segja hana ekki endurspegla gildi hersins. Netanyahu hefur nú tjáð sig um dóminn og segist hann styðja þá tillögu að Azaria verði náðaður. „Þetta er erfiður og sársaukafullur dagur fyrir okkur öll og fyrst og fremst fyrir Azaria og fjölskylduna hans, hermenn og foreldra hermanna okkar, þar á meðal mig“ sagði hann. Aðrir aðilar ríkisstjórnarinnar þar í landi hafa tjáð sig og verið á sömu línu og Netanyahu en stjórnarandstæðingar telja hins vegar að dómnum ætti að vera framfylgt. Varnarmálaráðherra Ísrael hafði áður tjáð sig um niðurstöðu dómsins og sagt að hún væri ,,erfið'' og að hann væri henni ósammála þrátt fyrir að hann teldi að hana þyrfti að virða. Enn á eftir að ákvarða hvernig hermaðurinn tekur út refsingu sína. Tengdar fréttir Ísraelskur hermaður sekur um manndráp Skaut særðan palestínskan mann, sem hafði reynt að stinga hermann, í höfuðið. 4. janúar 2017 11:07 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hefur kallað eftir því að ísraelski hermaðurinn verði náðaður en hann var fundinn sekur um manndráp fyrir að skjóta særðan mann í höfuðið. BBC greinir frá.Hermaðurinn, hinn 20 ára gamli Elor Azaria var í dag sakfelldur af herrétti en hann skaut hinn palestínska Abdel Fattah al-Sharif í höfuðið sem hafði fimmtán mínútum áður reynt að stinga annan ísraelskan hermann. Útskýringar Azaria voru ekki taldar halda vatni. Viðbrögð við dómnum hafa verið blendin í Ísrael og sundrað þjóðinni, en mótmælagöngur hafa verið haldnar til stuðnings hermanninum á meðan æðstu ráðamenn innan ísraelska hersins sverja hegðun hans af sér og segja hana ekki endurspegla gildi hersins. Netanyahu hefur nú tjáð sig um dóminn og segist hann styðja þá tillögu að Azaria verði náðaður. „Þetta er erfiður og sársaukafullur dagur fyrir okkur öll og fyrst og fremst fyrir Azaria og fjölskylduna hans, hermenn og foreldra hermanna okkar, þar á meðal mig“ sagði hann. Aðrir aðilar ríkisstjórnarinnar þar í landi hafa tjáð sig og verið á sömu línu og Netanyahu en stjórnarandstæðingar telja hins vegar að dómnum ætti að vera framfylgt. Varnarmálaráðherra Ísrael hafði áður tjáð sig um niðurstöðu dómsins og sagt að hún væri ,,erfið'' og að hann væri henni ósammála þrátt fyrir að hann teldi að hana þyrfti að virða. Enn á eftir að ákvarða hvernig hermaðurinn tekur út refsingu sína.
Tengdar fréttir Ísraelskur hermaður sekur um manndráp Skaut særðan palestínskan mann, sem hafði reynt að stinga hermann, í höfuðið. 4. janúar 2017 11:07 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Ísraelskur hermaður sekur um manndráp Skaut særðan palestínskan mann, sem hafði reynt að stinga hermann, í höfuðið. 4. janúar 2017 11:07