Ísraelskur hermaður sekur um manndráp Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2017 11:07 Elor Azaria með fjölskyldu sinni í dómsal í dag, áður en hann var dæmdur. Vísir/AFP Ísraelskur hermaður hefur verið fundinn sekur um manndráp (e. manslaughter) fyrir að skjóta særðan mann í höfuðið. Herdómstóll sakfelldi hinn 20 ára gamla Elor Azaria í dag, en hann skaut palestínskan mann sem hafði reynt að stinga ísraelskan hermann. Palestínumaðurinn, Abdel Fattah al-Sharif, hafði reynt að stinga annan ísraelskan hermann í borginni Hebron og var særður. Fimmtán mínútum síðar, þar sem Sharif lá á jörðinni skaut Azaria hann í höfuðið. Einn dómaranna þriggja sagði ljóst að útskýring Azaria að ógn hefði enn stafað af Sharif og að hann væri mögulega með sprengjubelti, héldi ekki vatni. Azaria hafði einnig haldið því fram að Sharif hefði þegar verið látinn þegar hann skaut hann. Dómarinn sagði að Azaria hefði ekki skotið manninn í sjálfsvörn og benti á vitnisburði yfirmanns Azaria og sjúkraflutningamanns. Þeir sögðu Azaria hafa sagt að Sharif ætti „skilið að deyja“ skömmu áður. Dómararnir höfnuðu einnig þeim málflutningi verjenda Azaria að Sharif hefði verið að teygja sig í hnífinn sem hann hafði verið með, þar sem mynbönd af vettvangi sýndu að hnífurinn hafði verið færður þangað sem Sharif næði ekki til hans. Dómarinn, sem heitir Maya Heller, sagði þá staðreynd að maðurinn á jörðinni hafi verið hryðjuverkamaður og að hann hafi reynt að taka líf ísraelskra hermanna, ekki réttlæta aðgerðir Azaria. Refsing Azaria hefur ekki verið ákveðin.Ráðherra er ósammála Hundruð mótmælenda mótmæltu fyrir utan herstöðina í Tel Aviv, þar sem réttarhöldin fóru fram. Réttarhöldin hafa valdið miklum deilum í Ísrael en fjölmargir telja þau óréttlát. Varnarmálaráðherra Ísrael segir niðurstöðuna vera „erfiða“ og að hann sé ósammála úrskurðinum. Avigdor Lieberman kallaði þó eftir því að niðurstaðan yrði virt.Myndbandið hér að neðan gæti vakið óhug lesenda, en það sýnir skotárásina. Myndbandið er frá In the Now, undirmiðli RT fréttastofunnar. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Ísraelskur hermaður hefur verið fundinn sekur um manndráp (e. manslaughter) fyrir að skjóta særðan mann í höfuðið. Herdómstóll sakfelldi hinn 20 ára gamla Elor Azaria í dag, en hann skaut palestínskan mann sem hafði reynt að stinga ísraelskan hermann. Palestínumaðurinn, Abdel Fattah al-Sharif, hafði reynt að stinga annan ísraelskan hermann í borginni Hebron og var særður. Fimmtán mínútum síðar, þar sem Sharif lá á jörðinni skaut Azaria hann í höfuðið. Einn dómaranna þriggja sagði ljóst að útskýring Azaria að ógn hefði enn stafað af Sharif og að hann væri mögulega með sprengjubelti, héldi ekki vatni. Azaria hafði einnig haldið því fram að Sharif hefði þegar verið látinn þegar hann skaut hann. Dómarinn sagði að Azaria hefði ekki skotið manninn í sjálfsvörn og benti á vitnisburði yfirmanns Azaria og sjúkraflutningamanns. Þeir sögðu Azaria hafa sagt að Sharif ætti „skilið að deyja“ skömmu áður. Dómararnir höfnuðu einnig þeim málflutningi verjenda Azaria að Sharif hefði verið að teygja sig í hnífinn sem hann hafði verið með, þar sem mynbönd af vettvangi sýndu að hnífurinn hafði verið færður þangað sem Sharif næði ekki til hans. Dómarinn, sem heitir Maya Heller, sagði þá staðreynd að maðurinn á jörðinni hafi verið hryðjuverkamaður og að hann hafi reynt að taka líf ísraelskra hermanna, ekki réttlæta aðgerðir Azaria. Refsing Azaria hefur ekki verið ákveðin.Ráðherra er ósammála Hundruð mótmælenda mótmæltu fyrir utan herstöðina í Tel Aviv, þar sem réttarhöldin fóru fram. Réttarhöldin hafa valdið miklum deilum í Ísrael en fjölmargir telja þau óréttlát. Varnarmálaráðherra Ísrael segir niðurstöðuna vera „erfiða“ og að hann sé ósammála úrskurðinum. Avigdor Lieberman kallaði þó eftir því að niðurstaðan yrði virt.Myndbandið hér að neðan gæti vakið óhug lesenda, en það sýnir skotárásina. Myndbandið er frá In the Now, undirmiðli RT fréttastofunnar.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira