Óli Jóh hjólar í Pepsi-mörkin: „Það er eins og menn séu í Football Manager upp í slotinu þarna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2017 22:00 Ólafur var miskátur í leikslok. vísir/eyþór Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna var ánægður með sína menn eftir góðan sigur Vals á Víkingi Ólafsvík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. Hann var þó mjög gagnrýninn á umfjöllun Pepsi-markanna um Valsliðið í sérstökum upphitunarþætti fyrir mótið. Valsmenn léku á löngu köflum fantafínan fótbolta og hefðu með smá heppni getað útbúið markasúpu á Hlíðarenda. Leikmenn liðsins óðu hreinlega í færum en inn vildi boltinn ekki fyrr en Dion Acoff braut ísinn á 65. mínútu. „Við fengum nú ansi mörg færi í þessum leik en svo loksins datt það inn fyrir okkur. Ég er ánægður með það að vinna leikinn og halda markinu hreinu,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi eftir leik. Víkingar bættu reyndar í eftir að hafa fengið markið á sig og fengu ágætis færi til þess að jafna en Valsmenn gerðu út um leikinn á 79. mínútu þegar varamaðurinn Nikolaj Hasen skoraði seinna mark leiksins. Ólafur var mjög feginn því að seinna markið skyldi loksins detta. „Það var mikill léttir. Ósjálfrátt fórum við til baka en í upphafi móts erum við hræddir um að missa forskotið þannig að það var ánægjulegt að fá annað markið.“ Hörður Magnússon stýrir Pepsi-mörkunum eins og undanfarin ár.vísir/ernirTelur umfjöllun Pepsi-markanna ófaglega Hljóðið breyttist þó í Ólafi þegar hann var spurður út í hvort að búast mætti við því að Valur fengi nýja leikmenn til liðs við sig áður en leikmannaglugginn lokar. Sagði Ólafur að engir nýjir leikmenn væru á leiðinni og gagnrýndi hann umfjöllun sérstaks upphitunarþáttar Pepsi-markanna um Valsliðið áður en mótið hófst. Þar ræddu Hörður Magnússon, stjórnandi þáttarins, ásamt Óskari Erni Þorvaldssyni og Hjörvari Hafliðasyni Valsliðið en meðal þess sem þar bar á góma var að leikmaður á borð við danska framherjann Patrick Pedersen, sem spilaði við góðan orðstýr hjá Val árið 2015, myndi gera mikið fyrir Valsliðið. Ólafur horfði á þáttinn og var ekki sáttur. „Ég hafði ekkert að gera, var að drepa dauðan tíma og þá horfði ég á þetta. Þeir töluðu um Valsliðið að ef þessi kæmi og þessi kæmi þá yrðu þeir frábærir. Hvurslags umfjöllun er þetta? Talið bara um þá sem eru fyrir,“ sagði Ólafur og svaraði því játandi hvort að honum fyndist þeir leikmenn sem fyrir væru nógu góðir til að ná markmiðum tímabilsins. „Mér fannst þessi umfjöllun ófagleg. Það er eins og menn séu í Football Manager upp í slotinu þarna,“ sagði Ólafur að lokum en Football Manager er tölvuleikur þar sem spilarar setja sig í hlutverk knattspyrnustjóra. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur Ó. 2-0 | Valur byrjar með látum Valur vann góðan heimsigur á Víking Ó. í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. 30. apríl 2017 22:00 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna var ánægður með sína menn eftir góðan sigur Vals á Víkingi Ólafsvík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. Hann var þó mjög gagnrýninn á umfjöllun Pepsi-markanna um Valsliðið í sérstökum upphitunarþætti fyrir mótið. Valsmenn léku á löngu köflum fantafínan fótbolta og hefðu með smá heppni getað útbúið markasúpu á Hlíðarenda. Leikmenn liðsins óðu hreinlega í færum en inn vildi boltinn ekki fyrr en Dion Acoff braut ísinn á 65. mínútu. „Við fengum nú ansi mörg færi í þessum leik en svo loksins datt það inn fyrir okkur. Ég er ánægður með það að vinna leikinn og halda markinu hreinu,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi eftir leik. Víkingar bættu reyndar í eftir að hafa fengið markið á sig og fengu ágætis færi til þess að jafna en Valsmenn gerðu út um leikinn á 79. mínútu þegar varamaðurinn Nikolaj Hasen skoraði seinna mark leiksins. Ólafur var mjög feginn því að seinna markið skyldi loksins detta. „Það var mikill léttir. Ósjálfrátt fórum við til baka en í upphafi móts erum við hræddir um að missa forskotið þannig að það var ánægjulegt að fá annað markið.“ Hörður Magnússon stýrir Pepsi-mörkunum eins og undanfarin ár.vísir/ernirTelur umfjöllun Pepsi-markanna ófaglega Hljóðið breyttist þó í Ólafi þegar hann var spurður út í hvort að búast mætti við því að Valur fengi nýja leikmenn til liðs við sig áður en leikmannaglugginn lokar. Sagði Ólafur að engir nýjir leikmenn væru á leiðinni og gagnrýndi hann umfjöllun sérstaks upphitunarþáttar Pepsi-markanna um Valsliðið áður en mótið hófst. Þar ræddu Hörður Magnússon, stjórnandi þáttarins, ásamt Óskari Erni Þorvaldssyni og Hjörvari Hafliðasyni Valsliðið en meðal þess sem þar bar á góma var að leikmaður á borð við danska framherjann Patrick Pedersen, sem spilaði við góðan orðstýr hjá Val árið 2015, myndi gera mikið fyrir Valsliðið. Ólafur horfði á þáttinn og var ekki sáttur. „Ég hafði ekkert að gera, var að drepa dauðan tíma og þá horfði ég á þetta. Þeir töluðu um Valsliðið að ef þessi kæmi og þessi kæmi þá yrðu þeir frábærir. Hvurslags umfjöllun er þetta? Talið bara um þá sem eru fyrir,“ sagði Ólafur og svaraði því játandi hvort að honum fyndist þeir leikmenn sem fyrir væru nógu góðir til að ná markmiðum tímabilsins. „Mér fannst þessi umfjöllun ófagleg. Það er eins og menn séu í Football Manager upp í slotinu þarna,“ sagði Ólafur að lokum en Football Manager er tölvuleikur þar sem spilarar setja sig í hlutverk knattspyrnustjóra.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur Ó. 2-0 | Valur byrjar með látum Valur vann góðan heimsigur á Víking Ó. í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. 30. apríl 2017 22:00 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur Ó. 2-0 | Valur byrjar með látum Valur vann góðan heimsigur á Víking Ó. í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. 30. apríl 2017 22:00