Steindi sá bara svart eftir 17 km: „Sjónin fór eitthvað að flökta“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 19:00 Steindi og félagar fögnuðu ákaft þegar í mark var komið. Vísir/eyþór „Þetta var hrikalega erfitt, ég ætla bara að vera hreinskilinn með það,“ sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hálfmaraþon Steinda í Reykjavíkurmaraþoninu vakti mikla athygli um helgina en hann hljóp 21,1 kílómeter án þess að hafa undirbúið sig mikið fyrir það. Steindi viðurkennir að hann hafi ekki mikið hlaupið áður en þrjóskan hafi hjálpað mikið til. „Ég æfi ekki, ég þarf nú að fara að gera það, það er nú eitthvað sem ég þarf að fara að taka mig á í. Það lengsta sem ég hafði hlaupið fyrir þetta voru sjö kílómetrar.“Brá rosalega Hann hljóp hálfmaraþonið með þremur slökkviliðsmönnum en allir söfnuðu þeir fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. „Ég held að það sé þeim að þakka að ég náði þessu, þeir voru helvíti harðir og ráku á eftir mér allan tímann.“ Það voru tvö augnablik í hlaupinu sem voru Steinda einstaklega erfið. „Mér brá rosalega mikið þegar ég sá þriggja kílómetra skiltið af því að ég hélt að ég væri búinn að hlaupa í sjö, átta, allavega. Þá var ég farinn að stífna aðeins upp í kálfanum á vinstra fæti,“ segir Steindi sem lét krampann ekki stoppa sig og hljóp áfram. Á sautjánda kílómeter fór hlaupið svo að verða verulega erfitt fyrir Steinda. „Ég man eftir því að sjónin fór eitthvað að flökta,“ útskýrir Steindi. Hann sá bara allt svart í nokkrar sekúndur og brá svolítið við það.Gæti orðið árlegt Steindi haltrar enn eftir hlaupið og viðurkennir að hann finni vel fyrir því að hafa hlaupið á laugardaginn. „Ég er allur eiginlega bara í hakki ef ég á að vera hreinskilin. Ég er með harðsperrur úti um allt náttúrulega.“ Hann er samt tilbúinn til þess að hlaupa aftur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir gott málefni „Ég fór að hugsa að það væri kannski gaman að taka einhver ný málefni og hafa þetta svona árlegt.“Viðtalið í Reykjavík Síðdegis má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Ætlar að láta jarða sig með medalíuna Steindi hljóp 21 kílómetra á tveimur klukkustundum, þrjátíu mínútum og fjörutíu sekúndum. 19. ágúst 2017 12:51 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
„Þetta var hrikalega erfitt, ég ætla bara að vera hreinskilinn með það,“ sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hálfmaraþon Steinda í Reykjavíkurmaraþoninu vakti mikla athygli um helgina en hann hljóp 21,1 kílómeter án þess að hafa undirbúið sig mikið fyrir það. Steindi viðurkennir að hann hafi ekki mikið hlaupið áður en þrjóskan hafi hjálpað mikið til. „Ég æfi ekki, ég þarf nú að fara að gera það, það er nú eitthvað sem ég þarf að fara að taka mig á í. Það lengsta sem ég hafði hlaupið fyrir þetta voru sjö kílómetrar.“Brá rosalega Hann hljóp hálfmaraþonið með þremur slökkviliðsmönnum en allir söfnuðu þeir fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. „Ég held að það sé þeim að þakka að ég náði þessu, þeir voru helvíti harðir og ráku á eftir mér allan tímann.“ Það voru tvö augnablik í hlaupinu sem voru Steinda einstaklega erfið. „Mér brá rosalega mikið þegar ég sá þriggja kílómetra skiltið af því að ég hélt að ég væri búinn að hlaupa í sjö, átta, allavega. Þá var ég farinn að stífna aðeins upp í kálfanum á vinstra fæti,“ segir Steindi sem lét krampann ekki stoppa sig og hljóp áfram. Á sautjánda kílómeter fór hlaupið svo að verða verulega erfitt fyrir Steinda. „Ég man eftir því að sjónin fór eitthvað að flökta,“ útskýrir Steindi. Hann sá bara allt svart í nokkrar sekúndur og brá svolítið við það.Gæti orðið árlegt Steindi haltrar enn eftir hlaupið og viðurkennir að hann finni vel fyrir því að hafa hlaupið á laugardaginn. „Ég er allur eiginlega bara í hakki ef ég á að vera hreinskilin. Ég er með harðsperrur úti um allt náttúrulega.“ Hann er samt tilbúinn til þess að hlaupa aftur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir gott málefni „Ég fór að hugsa að það væri kannski gaman að taka einhver ný málefni og hafa þetta svona árlegt.“Viðtalið í Reykjavík Síðdegis má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Ætlar að láta jarða sig með medalíuna Steindi hljóp 21 kílómetra á tveimur klukkustundum, þrjátíu mínútum og fjörutíu sekúndum. 19. ágúst 2017 12:51 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Ætlar að láta jarða sig með medalíuna Steindi hljóp 21 kílómetra á tveimur klukkustundum, þrjátíu mínútum og fjörutíu sekúndum. 19. ágúst 2017 12:51