Varnir við flugstöðina skoðaðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 20:15 Varnir við flugstöðina í Keflavík verða endurskoðaðar í kjölfar þess að bifreið var ekið inn í anddyri komusalarins í gær. Skýrsla var tekin af ökumanninum í dag en lögreglustjóri segir mikla mildi að ekkert manntjón hafi orðið. Eftirför lögreglunnar á Suðurnesjum lauk í komusal Flugstöðvar Eiríkssonar um klukkan sex í gærkvöldi. Lögregla mætti manninum á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjara en við gatnamót Aðalgötu og Reykjanesbrautar steig maðurinn út úr bíl sínum og kýldi lögreglumann. Þá reif hann konu út úr bifreið hennar og ók bílnum síðan á flugstöðina. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir yfirheyrslu yfir manninum lokið. „Við erum að fara yfir þá lögfræðilegu þætti sem varða málið og skoða hvað er skynsamlegast að gera," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri. Ólafur segir lögregluna þurfa að fara yfir ýmsa öryggisþætti vegna atviksins og verður það skoðað af fullum þunga. „Það er mikið mildi að ekki urðu meiðsli eða manntjón af. Eins og allir átta sig á eftir fréttir undanfarinna vikna að þá geta bílar verið skaðlegir þrátt fyrir að þetta séu ágætis tæki til að komast á milli staða," segir Ólafur. Isavia hefur þegar sett saman hóp sem mun skoða málið í samstarfi við lögreglu. „Það er mjög erfitt að koma algjörlega í veg fyrir að svona geti gerst. En við munum skoða þetta og fara yfir hvað sé hægt að gera til þess að hægja á umferð eða hindra að þetta geti gerst svona hratt," segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Miklar breytingar á flugstöðinni standa nú yfir og verður þetta sérstaklega haft í huga við hönnun nýbygginga. „Við erum búin að setja það í ferli að þetta verður haft til skoðunar og erum komin með það í gang varðandi nýbyggingar. En núna finnst okkur tilefni til að skoða betur þær byggingar sem þegar eru til staðar og fara vel yfir þetta," segir Guðni. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Varnir við flugstöðina í Keflavík verða endurskoðaðar í kjölfar þess að bifreið var ekið inn í anddyri komusalarins í gær. Skýrsla var tekin af ökumanninum í dag en lögreglustjóri segir mikla mildi að ekkert manntjón hafi orðið. Eftirför lögreglunnar á Suðurnesjum lauk í komusal Flugstöðvar Eiríkssonar um klukkan sex í gærkvöldi. Lögregla mætti manninum á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjara en við gatnamót Aðalgötu og Reykjanesbrautar steig maðurinn út úr bíl sínum og kýldi lögreglumann. Þá reif hann konu út úr bifreið hennar og ók bílnum síðan á flugstöðina. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir yfirheyrslu yfir manninum lokið. „Við erum að fara yfir þá lögfræðilegu þætti sem varða málið og skoða hvað er skynsamlegast að gera," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri. Ólafur segir lögregluna þurfa að fara yfir ýmsa öryggisþætti vegna atviksins og verður það skoðað af fullum þunga. „Það er mikið mildi að ekki urðu meiðsli eða manntjón af. Eins og allir átta sig á eftir fréttir undanfarinna vikna að þá geta bílar verið skaðlegir þrátt fyrir að þetta séu ágætis tæki til að komast á milli staða," segir Ólafur. Isavia hefur þegar sett saman hóp sem mun skoða málið í samstarfi við lögreglu. „Það er mjög erfitt að koma algjörlega í veg fyrir að svona geti gerst. En við munum skoða þetta og fara yfir hvað sé hægt að gera til þess að hægja á umferð eða hindra að þetta geti gerst svona hratt," segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Miklar breytingar á flugstöðinni standa nú yfir og verður þetta sérstaklega haft í huga við hönnun nýbygginga. „Við erum búin að setja það í ferli að þetta verður haft til skoðunar og erum komin með það í gang varðandi nýbyggingar. En núna finnst okkur tilefni til að skoða betur þær byggingar sem þegar eru til staðar og fara vel yfir þetta," segir Guðni.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira