Varnir við flugstöðina skoðaðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 20:15 Varnir við flugstöðina í Keflavík verða endurskoðaðar í kjölfar þess að bifreið var ekið inn í anddyri komusalarins í gær. Skýrsla var tekin af ökumanninum í dag en lögreglustjóri segir mikla mildi að ekkert manntjón hafi orðið. Eftirför lögreglunnar á Suðurnesjum lauk í komusal Flugstöðvar Eiríkssonar um klukkan sex í gærkvöldi. Lögregla mætti manninum á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjara en við gatnamót Aðalgötu og Reykjanesbrautar steig maðurinn út úr bíl sínum og kýldi lögreglumann. Þá reif hann konu út úr bifreið hennar og ók bílnum síðan á flugstöðina. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir yfirheyrslu yfir manninum lokið. „Við erum að fara yfir þá lögfræðilegu þætti sem varða málið og skoða hvað er skynsamlegast að gera," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri. Ólafur segir lögregluna þurfa að fara yfir ýmsa öryggisþætti vegna atviksins og verður það skoðað af fullum þunga. „Það er mikið mildi að ekki urðu meiðsli eða manntjón af. Eins og allir átta sig á eftir fréttir undanfarinna vikna að þá geta bílar verið skaðlegir þrátt fyrir að þetta séu ágætis tæki til að komast á milli staða," segir Ólafur. Isavia hefur þegar sett saman hóp sem mun skoða málið í samstarfi við lögreglu. „Það er mjög erfitt að koma algjörlega í veg fyrir að svona geti gerst. En við munum skoða þetta og fara yfir hvað sé hægt að gera til þess að hægja á umferð eða hindra að þetta geti gerst svona hratt," segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Miklar breytingar á flugstöðinni standa nú yfir og verður þetta sérstaklega haft í huga við hönnun nýbygginga. „Við erum búin að setja það í ferli að þetta verður haft til skoðunar og erum komin með það í gang varðandi nýbyggingar. En núna finnst okkur tilefni til að skoða betur þær byggingar sem þegar eru til staðar og fara vel yfir þetta," segir Guðni. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
Varnir við flugstöðina í Keflavík verða endurskoðaðar í kjölfar þess að bifreið var ekið inn í anddyri komusalarins í gær. Skýrsla var tekin af ökumanninum í dag en lögreglustjóri segir mikla mildi að ekkert manntjón hafi orðið. Eftirför lögreglunnar á Suðurnesjum lauk í komusal Flugstöðvar Eiríkssonar um klukkan sex í gærkvöldi. Lögregla mætti manninum á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjara en við gatnamót Aðalgötu og Reykjanesbrautar steig maðurinn út úr bíl sínum og kýldi lögreglumann. Þá reif hann konu út úr bifreið hennar og ók bílnum síðan á flugstöðina. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir yfirheyrslu yfir manninum lokið. „Við erum að fara yfir þá lögfræðilegu þætti sem varða málið og skoða hvað er skynsamlegast að gera," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri. Ólafur segir lögregluna þurfa að fara yfir ýmsa öryggisþætti vegna atviksins og verður það skoðað af fullum þunga. „Það er mikið mildi að ekki urðu meiðsli eða manntjón af. Eins og allir átta sig á eftir fréttir undanfarinna vikna að þá geta bílar verið skaðlegir þrátt fyrir að þetta séu ágætis tæki til að komast á milli staða," segir Ólafur. Isavia hefur þegar sett saman hóp sem mun skoða málið í samstarfi við lögreglu. „Það er mjög erfitt að koma algjörlega í veg fyrir að svona geti gerst. En við munum skoða þetta og fara yfir hvað sé hægt að gera til þess að hægja á umferð eða hindra að þetta geti gerst svona hratt," segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Miklar breytingar á flugstöðinni standa nú yfir og verður þetta sérstaklega haft í huga við hönnun nýbygginga. „Við erum búin að setja það í ferli að þetta verður haft til skoðunar og erum komin með það í gang varðandi nýbyggingar. En núna finnst okkur tilefni til að skoða betur þær byggingar sem þegar eru til staðar og fara vel yfir þetta," segir Guðni.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira