Efnahagsleg hagsæld verði að skila sér inn í velferðarkerfið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2017 22:22 Katrín Jakobsdóttir vill að almenningur njóti góðs af góðærinu. Vísir/Ernir Eyjólfsson „Það eru raunverulegar áhyggjur af því að við séum ekki að nýta það góðæri sem okkur er sagt að hér sé í landinu til þess í raun og veru að rétta okkur við, til þess að rétta við þessa innviði samfélagsins sem eru það sem gera þetta samfélag.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Flokkurinn hefur átt góðu gengi að fagna í skoðanakönnunum upp á síðkastið. Í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið kom í ljós að Vinstri græn njóta stuðnings 28,2% kjósenda og þannig langstærsti flokkurinn. Katrín segist bæði finna ákall um stefnubreytingu í stjórnmálum og að Vinstri græn komi að forystu í samfélaginu. Hún segir flokkinn vera tilbúinn til að takast á við það verkefni. „Við finnum það að sú stefna sem við töluðum fyrir fyrir síðustu kosningar og tölum enn fyrir, það er að segja þessi efnahagslega hagsæld sem við sjáum, sem allir mælikvarðar sína, hún verður að skila sér í auknum mæli til fólksins í landinu. Hún verður að skila sér inn í heilbrigðiskerfið, skólana og velferðarsamfélagið,“ segir Katrín. Hún segir auk þess að almenningur kalli eftir breyttum stjórnunarháttum. „Ég hef auðvitað bent á það að ríkisstjórnin sem nú er að fara frá sem sat með minnsta mögulega meirihluta en lagði sig ekki fram við það, að mínu viti, að reyna að skapa breiða samstöðu um mál og ég heyri það mjög mikið á fólki að það segir: „Við viljum ekki endilega kollsteypur í hvert sinn sem kosið er, við viljum að fólk leggi það á sig að ná meiri samstöðu um mál,“ og það er líka okkar leiðarljós inn í þessar kosningar,“ segir Katrín. Katrín lætur engan í vafa um stefnu Vinstri grænna í skattamálum. „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning í landinu en við teljum að það sé hægt að hliðra til í skattkerfinu þannig að það verði réttlátara og sanngjarnara en við segjum líka að við viljum efna til samtals stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfinguna og samtaka atvinnulífsins um þessa framtíðarsýn fyrir skattkerfið í landinu.“Hægt að horfa á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Sjá meira
„Það eru raunverulegar áhyggjur af því að við séum ekki að nýta það góðæri sem okkur er sagt að hér sé í landinu til þess í raun og veru að rétta okkur við, til þess að rétta við þessa innviði samfélagsins sem eru það sem gera þetta samfélag.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Flokkurinn hefur átt góðu gengi að fagna í skoðanakönnunum upp á síðkastið. Í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið kom í ljós að Vinstri græn njóta stuðnings 28,2% kjósenda og þannig langstærsti flokkurinn. Katrín segist bæði finna ákall um stefnubreytingu í stjórnmálum og að Vinstri græn komi að forystu í samfélaginu. Hún segir flokkinn vera tilbúinn til að takast á við það verkefni. „Við finnum það að sú stefna sem við töluðum fyrir fyrir síðustu kosningar og tölum enn fyrir, það er að segja þessi efnahagslega hagsæld sem við sjáum, sem allir mælikvarðar sína, hún verður að skila sér í auknum mæli til fólksins í landinu. Hún verður að skila sér inn í heilbrigðiskerfið, skólana og velferðarsamfélagið,“ segir Katrín. Hún segir auk þess að almenningur kalli eftir breyttum stjórnunarháttum. „Ég hef auðvitað bent á það að ríkisstjórnin sem nú er að fara frá sem sat með minnsta mögulega meirihluta en lagði sig ekki fram við það, að mínu viti, að reyna að skapa breiða samstöðu um mál og ég heyri það mjög mikið á fólki að það segir: „Við viljum ekki endilega kollsteypur í hvert sinn sem kosið er, við viljum að fólk leggi það á sig að ná meiri samstöðu um mál,“ og það er líka okkar leiðarljós inn í þessar kosningar,“ segir Katrín. Katrín lætur engan í vafa um stefnu Vinstri grænna í skattamálum. „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning í landinu en við teljum að það sé hægt að hliðra til í skattkerfinu þannig að það verði réttlátara og sanngjarnara en við segjum líka að við viljum efna til samtals stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfinguna og samtaka atvinnulífsins um þessa framtíðarsýn fyrir skattkerfið í landinu.“Hægt að horfa á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Sjá meira