Fótbolti

Miðjumaður spilar heilan leik í markinu: Forráðamenn deildarinnar eiga að skammast sín

Tómas Þór Þórðarson skrifar
John Hughes er brjálaður.
John Hughes er brjálaður. vísir/getty
Skoska úrvalsdeildin á að skammast sín fyrir að neyða Raith Rovers til að nota miðjumanninn Ryan Stevenson í markið heilan leik. Þetta er mat knattspyrnustjóra Raith Rovers, John Huges. BBC greinir frá.

Rovers var ekki með heilan markvörð fyrir leik liðsins gegn Ayr United í skosku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en beiðni liðsins um að fresta leiknum af þeirri ástæðu var hafnað.

Ayr vann leikinn, 1-0, og knattspyrnustjóranum Hughes var ekki skemmt í leikslok: „Það er bara verið að gera grín að deildinni, er það ekki? Forráðamenn hennar verða að líta rækilega í eigin barm,“ sagði Hughes.

Raith Rovers er búið að vera í miklum meiðslavandræðum með markverði sína og hefur spilað án varamarkvarðar síðustu þremur leikjum. Síðasti markvörðurinn til að meiðast heltist úr lestinni um síðustu helgi.

„Ég vona að forráðamenn deildarinnar skammist sín. Helmingurinn af þessum mönnum sem taka ákvarðanir í þessari deild eru menn sem spiluðu aldrei fótbolta og gætu ekki sparkað teppi af hausnum á sér. Þetta er vandamálið. Menn vita ekkert um hvað þeir eru að tala,“ sagði Hughes.

„Kannski var það lán í óláni fyrir skoskan fótbolta að við tókum þetta á okkur núna. Þetta má ekki gerast aftur á Skotlandi,“ sagði John Hughes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×