Ásmundur: Lítilmannleg umræða í boði Pírata sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. mars 2017 15:54 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði ummæli Píratans fyrir neðan allar hellur. Vísir/Vilhelm „Það er fyrir neðan allar hellur að á þessum ræðustól skuli aðrar eins ávirðingar bornar á menn að ég get ekki þagað yfir því. Mér finnst þetta svo lítilmannlegt. Þetta er lítilmótleg umræða – og hún er í boði Pírata,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag. Ásmundur vísaði til orða Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem sakaði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um lygar í ræðustól Alþingis. Björn Leví sagði ráðherrann hafa logið því í ræðustól í október í fyrra að skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum væri í vinnslu – þegar skýrslan hafi í raun og veru verið tilbúin. Umrædd skýrsla hefur verið afar umdeild og hefur stjórnarandstaðan ítrekað sakað Bjarna um að hafa setið á skýrslunni fram yfir kosningar. „Í þessu tilviki er hins vegar ráðherra tiltölulega vanhæfur vegna tengsla sinna við aflandsfélög og öll þessi tímalína og öll þessi ummæli benda einfaldlega til þess að ráðherra hafi logið af yfirlögðu ráði,“ sagði Björn Leví. Ásmundur furðaði sig á því að forseti þingsins hafi ekki gert athugasemdir við orðbragð þingmannsins. Slík umræðuhefð sé ekki við hæfi á Alþingi. „Píratar ætluðu að koma á þing til þess að breyta umræðuhefðinni. Þeir ætluðu að laga starfið í þinginu. Þeir voru á móti því hvernig þingmenn hefðu talað hérna. Við sem fórum í þingmannaskólann árið 2013, okkur var sagt að laga umræðuhefðina. Við höfum staðið við það – nema þið Píratarnir sem berið svona á fólk,“ sagði Ásmundur. Bjarni Benediktsson hefur vísað ásökunum stjórnarandstöðunnar um að hafa setið á skýrslunni fram yfir kosningar alfarið á bug. Um er að ræða skýrslu sem unnin var af starfshópi á vegum fjármálaráðuneytisins, en hópurinn skilaði skýrslunni af sér í október síðastliðnum. Skýrslan var svo birt í síðasta mánuði, um þremur mánuðum eftir að starfshópurinn skilaði henni af sér. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
„Það er fyrir neðan allar hellur að á þessum ræðustól skuli aðrar eins ávirðingar bornar á menn að ég get ekki þagað yfir því. Mér finnst þetta svo lítilmannlegt. Þetta er lítilmótleg umræða – og hún er í boði Pírata,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag. Ásmundur vísaði til orða Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem sakaði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um lygar í ræðustól Alþingis. Björn Leví sagði ráðherrann hafa logið því í ræðustól í október í fyrra að skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum væri í vinnslu – þegar skýrslan hafi í raun og veru verið tilbúin. Umrædd skýrsla hefur verið afar umdeild og hefur stjórnarandstaðan ítrekað sakað Bjarna um að hafa setið á skýrslunni fram yfir kosningar. „Í þessu tilviki er hins vegar ráðherra tiltölulega vanhæfur vegna tengsla sinna við aflandsfélög og öll þessi tímalína og öll þessi ummæli benda einfaldlega til þess að ráðherra hafi logið af yfirlögðu ráði,“ sagði Björn Leví. Ásmundur furðaði sig á því að forseti þingsins hafi ekki gert athugasemdir við orðbragð þingmannsins. Slík umræðuhefð sé ekki við hæfi á Alþingi. „Píratar ætluðu að koma á þing til þess að breyta umræðuhefðinni. Þeir ætluðu að laga starfið í þinginu. Þeir voru á móti því hvernig þingmenn hefðu talað hérna. Við sem fórum í þingmannaskólann árið 2013, okkur var sagt að laga umræðuhefðina. Við höfum staðið við það – nema þið Píratarnir sem berið svona á fólk,“ sagði Ásmundur. Bjarni Benediktsson hefur vísað ásökunum stjórnarandstöðunnar um að hafa setið á skýrslunni fram yfir kosningar alfarið á bug. Um er að ræða skýrslu sem unnin var af starfshópi á vegum fjármálaráðuneytisins, en hópurinn skilaði skýrslunni af sér í október síðastliðnum. Skýrslan var svo birt í síðasta mánuði, um þremur mánuðum eftir að starfshópurinn skilaði henni af sér.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira