Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 1. mars 2017 19:00 Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. Málflutningur fór fram í Hæstarétti í dag en saksóknari fer fram á 12 ára fangelsi yfir mönnunum. Annþór Karlsson og Börkur Birgisson voru sýknaðir í Héraðsdómi Suðurlands í mars í fyrra af ákæru um að hafa veitt fanga áverka á Litla-Hrauni árið 2012 sem leiddu til dauða hans. Dómurinn taldi ekki loku fyrir það skotið að aðrir en ákærðu hefðu haft möguleika á því að veita fanganum þá áverka sem drógu hann til dauða og þá væri ekki hægt að útiloka að fall í klefanum hefði orsakað áverka á líkama hans. Málflutningur í málinu fór fram í Hæstarétti í dag. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, eyddi stærstum hluta af sinni ræðu í að útiloka aðrar dánarorsakir hins látna en þá að ákærðu hefðu gengið í skrokk á honum. Hann sagði fyrrgreindan vafa Héraðsdóms í málinu vera fráleitan. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Þar kæmi tvennt til greina – fall á klósett eða stól. Sú skoðun hefði leitt í ljós að útilokað væri að það hefði orsakað áverkana. Orsökin hefði verið högg á kvið – annað hvort með hnefa eða hné og þar kæmu engir aðrir til greina en ákærðu. Þá fór hann fram á tólf ára fangelsi yfir þeim. Verjendur þeirra fóru fram á að dómur Héraðsdóms um sýknu yrði staðfestur. Báðir töldu þeir ýmislegt koma til greina sem dánarorsök, til að mynda lyfjanotkun og hjartagalla. Innri áverkar hefðu verið vegna endurlífgunartilrauna sem stóð yfir í um 50 mínútur. Þeir sögðu engin merki um átök eða ofbeldi. Þá ítrekuðu þeir að ekkert mar hefði verið á líkama hins látna. Verjandi Annþórs sagði málatilbúnað ákæruvaldsins byggðan á vangaveltum og engu öðru en verjandi Barkar sagði háskalegt að reisa sakfellingu á gögnum málsins. Dómur Hæstaréttar verður kveðinn upp á næstu vikum. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. Málflutningur fór fram í Hæstarétti í dag en saksóknari fer fram á 12 ára fangelsi yfir mönnunum. Annþór Karlsson og Börkur Birgisson voru sýknaðir í Héraðsdómi Suðurlands í mars í fyrra af ákæru um að hafa veitt fanga áverka á Litla-Hrauni árið 2012 sem leiddu til dauða hans. Dómurinn taldi ekki loku fyrir það skotið að aðrir en ákærðu hefðu haft möguleika á því að veita fanganum þá áverka sem drógu hann til dauða og þá væri ekki hægt að útiloka að fall í klefanum hefði orsakað áverka á líkama hans. Málflutningur í málinu fór fram í Hæstarétti í dag. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, eyddi stærstum hluta af sinni ræðu í að útiloka aðrar dánarorsakir hins látna en þá að ákærðu hefðu gengið í skrokk á honum. Hann sagði fyrrgreindan vafa Héraðsdóms í málinu vera fráleitan. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Þar kæmi tvennt til greina – fall á klósett eða stól. Sú skoðun hefði leitt í ljós að útilokað væri að það hefði orsakað áverkana. Orsökin hefði verið högg á kvið – annað hvort með hnefa eða hné og þar kæmu engir aðrir til greina en ákærðu. Þá fór hann fram á tólf ára fangelsi yfir þeim. Verjendur þeirra fóru fram á að dómur Héraðsdóms um sýknu yrði staðfestur. Báðir töldu þeir ýmislegt koma til greina sem dánarorsök, til að mynda lyfjanotkun og hjartagalla. Innri áverkar hefðu verið vegna endurlífgunartilrauna sem stóð yfir í um 50 mínútur. Þeir sögðu engin merki um átök eða ofbeldi. Þá ítrekuðu þeir að ekkert mar hefði verið á líkama hins látna. Verjandi Annþórs sagði málatilbúnað ákæruvaldsins byggðan á vangaveltum og engu öðru en verjandi Barkar sagði háskalegt að reisa sakfellingu á gögnum málsins. Dómur Hæstaréttar verður kveðinn upp á næstu vikum.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira