Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 1. mars 2017 19:00 Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. Málflutningur fór fram í Hæstarétti í dag en saksóknari fer fram á 12 ára fangelsi yfir mönnunum. Annþór Karlsson og Börkur Birgisson voru sýknaðir í Héraðsdómi Suðurlands í mars í fyrra af ákæru um að hafa veitt fanga áverka á Litla-Hrauni árið 2012 sem leiddu til dauða hans. Dómurinn taldi ekki loku fyrir það skotið að aðrir en ákærðu hefðu haft möguleika á því að veita fanganum þá áverka sem drógu hann til dauða og þá væri ekki hægt að útiloka að fall í klefanum hefði orsakað áverka á líkama hans. Málflutningur í málinu fór fram í Hæstarétti í dag. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, eyddi stærstum hluta af sinni ræðu í að útiloka aðrar dánarorsakir hins látna en þá að ákærðu hefðu gengið í skrokk á honum. Hann sagði fyrrgreindan vafa Héraðsdóms í málinu vera fráleitan. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Þar kæmi tvennt til greina – fall á klósett eða stól. Sú skoðun hefði leitt í ljós að útilokað væri að það hefði orsakað áverkana. Orsökin hefði verið högg á kvið – annað hvort með hnefa eða hné og þar kæmu engir aðrir til greina en ákærðu. Þá fór hann fram á tólf ára fangelsi yfir þeim. Verjendur þeirra fóru fram á að dómur Héraðsdóms um sýknu yrði staðfestur. Báðir töldu þeir ýmislegt koma til greina sem dánarorsök, til að mynda lyfjanotkun og hjartagalla. Innri áverkar hefðu verið vegna endurlífgunartilrauna sem stóð yfir í um 50 mínútur. Þeir sögðu engin merki um átök eða ofbeldi. Þá ítrekuðu þeir að ekkert mar hefði verið á líkama hins látna. Verjandi Annþórs sagði málatilbúnað ákæruvaldsins byggðan á vangaveltum og engu öðru en verjandi Barkar sagði háskalegt að reisa sakfellingu á gögnum málsins. Dómur Hæstaréttar verður kveðinn upp á næstu vikum. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. Málflutningur fór fram í Hæstarétti í dag en saksóknari fer fram á 12 ára fangelsi yfir mönnunum. Annþór Karlsson og Börkur Birgisson voru sýknaðir í Héraðsdómi Suðurlands í mars í fyrra af ákæru um að hafa veitt fanga áverka á Litla-Hrauni árið 2012 sem leiddu til dauða hans. Dómurinn taldi ekki loku fyrir það skotið að aðrir en ákærðu hefðu haft möguleika á því að veita fanganum þá áverka sem drógu hann til dauða og þá væri ekki hægt að útiloka að fall í klefanum hefði orsakað áverka á líkama hans. Málflutningur í málinu fór fram í Hæstarétti í dag. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, eyddi stærstum hluta af sinni ræðu í að útiloka aðrar dánarorsakir hins látna en þá að ákærðu hefðu gengið í skrokk á honum. Hann sagði fyrrgreindan vafa Héraðsdóms í málinu vera fráleitan. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Þar kæmi tvennt til greina – fall á klósett eða stól. Sú skoðun hefði leitt í ljós að útilokað væri að það hefði orsakað áverkana. Orsökin hefði verið högg á kvið – annað hvort með hnefa eða hné og þar kæmu engir aðrir til greina en ákærðu. Þá fór hann fram á tólf ára fangelsi yfir þeim. Verjendur þeirra fóru fram á að dómur Héraðsdóms um sýknu yrði staðfestur. Báðir töldu þeir ýmislegt koma til greina sem dánarorsök, til að mynda lyfjanotkun og hjartagalla. Innri áverkar hefðu verið vegna endurlífgunartilrauna sem stóð yfir í um 50 mínútur. Þeir sögðu engin merki um átök eða ofbeldi. Þá ítrekuðu þeir að ekkert mar hefði verið á líkama hins látna. Verjandi Annþórs sagði málatilbúnað ákæruvaldsins byggðan á vangaveltum og engu öðru en verjandi Barkar sagði háskalegt að reisa sakfellingu á gögnum málsins. Dómur Hæstaréttar verður kveðinn upp á næstu vikum.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði