Vígahnöttur vakti athygli: Bjartari en Venus Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. september 2017 23:53 Eins og sjá má á þessum skjáskotum var vígahnötturinn bjartur og áberandi. Margir urðu vitni að vígahnetti á himninum á ellefta tímanum í kvöld án þess þó að vita að um vígahnött væri að ræða. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, birti aðsent myndband af þessu á Facebook á tólfta tímanum í kvöld. „Af myndböndunum að dæma hefur þetta verið vígahnöttur,“ segir Sævar Helgi í samtali við Vísi. „Vígahnettir eru loftsteinahröp sem geta orðið mjög björt og áberandi,“ útskýrir Sævar en hann varð sjálfur ekki vitni að þessu þar sem hann var sofnaður. Hann var vakinn eftir að fólk byrjaði að spyrjast fyrir um vígahnöttinn.Var sjálfur sofandi „Ég var nú farinn að sofa en maður fer ekki að sofa alveg strax á meðan eitthvað er að berast. Það er algjört klúður að hafa ekki verið úti sjálfur og vita allt um þetta.“ Við myndbandið skrifaði Sævar Helgi að steinninn hafi verið skærari en Venus og hafi svo sundrast áður en hann hvarf. Hann hafi því sennilega brunnið upp. „Stjarnan á myndinni er líklegast Kapella og hún sýnir að steinninn sást á norðausturhimni.” Sævar Helgi biður alla sem náðu myndum eða myndböndum af vígahnettinum að senda það á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins eða á netfangið stjornufraedi@stjornufraedi.is.Óskar eftir myndum og myndböndum „Við myndum gjarnan vilja sjá þetta til þess að geta fundið sem mest út um steininn, bæði stefnu og hraða og jafnvel þá stærð líka eða hvar hann hefur fallið.“ Sævar Helgi biður fólk jafnframt að senda upplýsingar um staðsetningu sína þegar það tók myndina eða myndbandið. Leifur Fannar Snorrason tók myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan en hann sendi Sævari Helga það og spurðist fyrir um þennan stein. Vísindi Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Margir urðu vitni að vígahnetti á himninum á ellefta tímanum í kvöld án þess þó að vita að um vígahnött væri að ræða. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, birti aðsent myndband af þessu á Facebook á tólfta tímanum í kvöld. „Af myndböndunum að dæma hefur þetta verið vígahnöttur,“ segir Sævar Helgi í samtali við Vísi. „Vígahnettir eru loftsteinahröp sem geta orðið mjög björt og áberandi,“ útskýrir Sævar en hann varð sjálfur ekki vitni að þessu þar sem hann var sofnaður. Hann var vakinn eftir að fólk byrjaði að spyrjast fyrir um vígahnöttinn.Var sjálfur sofandi „Ég var nú farinn að sofa en maður fer ekki að sofa alveg strax á meðan eitthvað er að berast. Það er algjört klúður að hafa ekki verið úti sjálfur og vita allt um þetta.“ Við myndbandið skrifaði Sævar Helgi að steinninn hafi verið skærari en Venus og hafi svo sundrast áður en hann hvarf. Hann hafi því sennilega brunnið upp. „Stjarnan á myndinni er líklegast Kapella og hún sýnir að steinninn sást á norðausturhimni.” Sævar Helgi biður alla sem náðu myndum eða myndböndum af vígahnettinum að senda það á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins eða á netfangið stjornufraedi@stjornufraedi.is.Óskar eftir myndum og myndböndum „Við myndum gjarnan vilja sjá þetta til þess að geta fundið sem mest út um steininn, bæði stefnu og hraða og jafnvel þá stærð líka eða hvar hann hefur fallið.“ Sævar Helgi biður fólk jafnframt að senda upplýsingar um staðsetningu sína þegar það tók myndina eða myndbandið. Leifur Fannar Snorrason tók myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan en hann sendi Sævari Helga það og spurðist fyrir um þennan stein.
Vísindi Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira