Björt Ólafsdóttir: Vinstrisinnaðir miðlar tóku hart á Bjartri framtíð Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. desember 2017 11:06 Björt féll af þingi í kosningunum eftir að flokkur hennar sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn í haust. Vísir/Stefán Fjölmiðlar með „vinstri slagsíðu“ eins og Stundin og Kjarninn áttu þátt í að kjósendur Bjartrar framtíðar yfirgáfu flokkinn fyrir Samfykinguna og Vinstri græn, að sögn Bjartar Ólafsdóttur, nýs formanns Bjatrar framtíðar. Hún segir að eftir á að hyggja hafi flokksmenn greitt atkvæði of snemma um stjórnarslit í haust. Í forsíðuviðtali við Fréttablaðið sakar Björt Vinstri græn jafnframt um hræsni nú þegar flokkurinn hefur myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Björt framtíð sætti töluverðri gagnrýni í fyrra þegar flokkurinn fór í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. „Ég tengi alveg við það sem Katrín er að gera. Það sem hún er að segja. Við Óttarr sögðum nákvæmlega það sama fyrir ári, þegar við stóðum í þessum sporum. Við höfðum líka mann í forgrunni sem, líkt og Katrín, allir vita að er góður maður sem gengur gott eitt til og vildi taka ábyrgð. En miðað við það sem þingflokkur Vinstri grænna leyfði sér að segja þá, fólk eins og Svandís Svavarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Katrín Jakobsdóttir, finnst mér magnað að sjá þau ganga inn í þetta samstarf núna.” Hræsnina telur Björt fólgin í að nú telji þetta fólk eitthvað allt uppi á tenginum en þegar Björt framtíð stóð í sömu sporum í fyrra. „Það er það sem manni finnst hvað mest þreytandi varðandi stjórnmálin. Það er eitt í dag en annað á morgun og svo er fólk bara vont ef það er að herma þessi orð upp á það.“Borin út af þeim sem kusu Samylfkingu og Vinstri grænBjört framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í september eftir að í ljós kom að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins höfðu vitað af því að faðir Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, hefði mælt með uppreist æru barnaníðings. Björt segir þingflokk Bjartrar framtíðar eiginlega hafa verið borinn út strax. Hún kennir fjölmiðlum að hluta til um það. „Kannski ekki af okkar kjósendum, heldur af þeim kjósendum sem nú studdu til að mynda Samfylkingu og Vinstri græn. Og þar spilaði margt inn í, eins og þeir miðlar sem hafa þessa vinstri-slagsíðu, miðlar á borð við Stundina og Kjarnann – þeir tóku hart á okkur,“ segir Björt, en segist ekki hafa kveinkað sér undan því.Gjá myndaðist á milli flokkanna í ríkisstjórnUm stjórnarslitin segir Björt að í baksýnisspeglinum sjái hún að kosningin innan flokks hennar um hvort slíta ætti stjórnarsamstarfinu hafi verið of snemma. Betra hefði verið að bíða aðeins. „Ég vissi samt sem áður og Óttarr líka, að um leið og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tilkynnti að hún og Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, hefðu vitað um þessa uppáskrift föður Bjarna um uppreist æru dæmds kynferðisafbrotamanns í margar vikur og ekki séð ástæðu til að upplýsa okkur hin strax – hvað þá almenning– þá myndaðist gjá,“ útskýrir Björt og segir alla þá sem vilja geta séð hversu mikil leyndarhyggja einkenndi stjórnsýsluna í kringum málið. Hún segir stjórnsýsluna alltaf eiga að upplýsa um öll gögn. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur hafnað því alfarið að leyndarhyggja hafi ríkt um mál tengd uppreist æru. Björt segir málflutninginn sem dómsmálaráðherra hafi haft uppi, um að nauðsynlegt hafi verið að fá úrskurð úrskurðarnefndar til þess að upplýsa um hver hefði ritað upp á uppreist æru fyrir dæmda kynferðisbrotamenn, sé út úr korti. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Fjölmiðlar með „vinstri slagsíðu“ eins og Stundin og Kjarninn áttu þátt í að kjósendur Bjartrar framtíðar yfirgáfu flokkinn fyrir Samfykinguna og Vinstri græn, að sögn Bjartar Ólafsdóttur, nýs formanns Bjatrar framtíðar. Hún segir að eftir á að hyggja hafi flokksmenn greitt atkvæði of snemma um stjórnarslit í haust. Í forsíðuviðtali við Fréttablaðið sakar Björt Vinstri græn jafnframt um hræsni nú þegar flokkurinn hefur myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Björt framtíð sætti töluverðri gagnrýni í fyrra þegar flokkurinn fór í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. „Ég tengi alveg við það sem Katrín er að gera. Það sem hún er að segja. Við Óttarr sögðum nákvæmlega það sama fyrir ári, þegar við stóðum í þessum sporum. Við höfðum líka mann í forgrunni sem, líkt og Katrín, allir vita að er góður maður sem gengur gott eitt til og vildi taka ábyrgð. En miðað við það sem þingflokkur Vinstri grænna leyfði sér að segja þá, fólk eins og Svandís Svavarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Katrín Jakobsdóttir, finnst mér magnað að sjá þau ganga inn í þetta samstarf núna.” Hræsnina telur Björt fólgin í að nú telji þetta fólk eitthvað allt uppi á tenginum en þegar Björt framtíð stóð í sömu sporum í fyrra. „Það er það sem manni finnst hvað mest þreytandi varðandi stjórnmálin. Það er eitt í dag en annað á morgun og svo er fólk bara vont ef það er að herma þessi orð upp á það.“Borin út af þeim sem kusu Samylfkingu og Vinstri grænBjört framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í september eftir að í ljós kom að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins höfðu vitað af því að faðir Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, hefði mælt með uppreist æru barnaníðings. Björt segir þingflokk Bjartrar framtíðar eiginlega hafa verið borinn út strax. Hún kennir fjölmiðlum að hluta til um það. „Kannski ekki af okkar kjósendum, heldur af þeim kjósendum sem nú studdu til að mynda Samfylkingu og Vinstri græn. Og þar spilaði margt inn í, eins og þeir miðlar sem hafa þessa vinstri-slagsíðu, miðlar á borð við Stundina og Kjarnann – þeir tóku hart á okkur,“ segir Björt, en segist ekki hafa kveinkað sér undan því.Gjá myndaðist á milli flokkanna í ríkisstjórnUm stjórnarslitin segir Björt að í baksýnisspeglinum sjái hún að kosningin innan flokks hennar um hvort slíta ætti stjórnarsamstarfinu hafi verið of snemma. Betra hefði verið að bíða aðeins. „Ég vissi samt sem áður og Óttarr líka, að um leið og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tilkynnti að hún og Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, hefðu vitað um þessa uppáskrift föður Bjarna um uppreist æru dæmds kynferðisafbrotamanns í margar vikur og ekki séð ástæðu til að upplýsa okkur hin strax – hvað þá almenning– þá myndaðist gjá,“ útskýrir Björt og segir alla þá sem vilja geta séð hversu mikil leyndarhyggja einkenndi stjórnsýsluna í kringum málið. Hún segir stjórnsýsluna alltaf eiga að upplýsa um öll gögn. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur hafnað því alfarið að leyndarhyggja hafi ríkt um mál tengd uppreist æru. Björt segir málflutninginn sem dómsmálaráðherra hafi haft uppi, um að nauðsynlegt hafi verið að fá úrskurð úrskurðarnefndar til þess að upplýsa um hver hefði ritað upp á uppreist æru fyrir dæmda kynferðisbrotamenn, sé út úr korti.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira