Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. september 2017 20:00 Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti Í lögum er einungis gerð krafa um að umsækjandi um uppreista æru hafi hegðað sér vel í tvö eða fimm ár að lokinni refsingu, allt eftir því hvort undantekningarákvæði eigi við. Það er síðan í leiðbeiningum dómsmálaráðuneytisins sem krafist er tveggja meðmælabréfa til að votta um þessa hegðun. Ráðuneytið virðist ekki staðfesta bréfin með neinum hætti þar sem meðmælendur dæmdra afbrotamanna hafa ýmist neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi eða sagt að þeim hafi verið breytt. Lektor í refsirétti segir reglurnar óskýrar en telur meðmælabréf af einhverju tagi nægja til að uppfylla kröfurnar. Upphaflegur tilgangur bréfsins skipti engu máli. „Það er ekki mælt fyrir um það hvernig vottorðin eigi að vera úr garði gerð eða tekið fram í þessum reglum að vottorðin þurfi sérstaklega að snúa að umsókninni. Þetta er eitthvað sem er hægt að skýra miklu betur og í rauninni er hálf undarlegt að þessi staða sé komin upp," segir Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.Lögreglumaður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum árið 2003 skilaði sjö bréfum með umsókn sinni. Tvö þeirra voru rituð áður en hann var dæmdur. Tvö voru ódagsett.Í gögnunum sem ráðuneytið lét af hendi í kjölfar niðurstöðu úrskurðanefndar um upplýsingamál sést að meðmælabréfin sem fylgja umsóknum um uppreist æru eru ýmiss konar. Í máli lögreglumanns sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2003 voru tvö bréf dagsett árið 2002. Ári áður en dómur féll. Tvö voru ódagsett en þrjú voru frá árinu 2009 þegar hann sótti um uppreist æru. Jón Þór segir að gömul bréf gætu leitt til endurupptöku á ákvörðun en þar sem öðrum var jafnframt skilað ættu þau ekki að hafa áhrif. Í máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2004, hafa tveir af þremur umsagnaraðilum neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi. Einn þeirra segir bréfinu hafa verið breytt eftir undirritun. Jón Þór telur það geta varðað endurupptöku auk þess að vera refsivert. „Ef bréfinu hefur verið breytt eða er tilbúningur frá upphafi er bara um að ræða skjalafals, auk þess sem önnur ákvæði hegningarlaga gætu komið til skoðunar. Þá hlýtur það að liggja beint við að það yrði að skoða hvort ekki ætti að endurupptaka það mál," segir Jón Þór. Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti Í lögum er einungis gerð krafa um að umsækjandi um uppreista æru hafi hegðað sér vel í tvö eða fimm ár að lokinni refsingu, allt eftir því hvort undantekningarákvæði eigi við. Það er síðan í leiðbeiningum dómsmálaráðuneytisins sem krafist er tveggja meðmælabréfa til að votta um þessa hegðun. Ráðuneytið virðist ekki staðfesta bréfin með neinum hætti þar sem meðmælendur dæmdra afbrotamanna hafa ýmist neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi eða sagt að þeim hafi verið breytt. Lektor í refsirétti segir reglurnar óskýrar en telur meðmælabréf af einhverju tagi nægja til að uppfylla kröfurnar. Upphaflegur tilgangur bréfsins skipti engu máli. „Það er ekki mælt fyrir um það hvernig vottorðin eigi að vera úr garði gerð eða tekið fram í þessum reglum að vottorðin þurfi sérstaklega að snúa að umsókninni. Þetta er eitthvað sem er hægt að skýra miklu betur og í rauninni er hálf undarlegt að þessi staða sé komin upp," segir Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.Lögreglumaður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum árið 2003 skilaði sjö bréfum með umsókn sinni. Tvö þeirra voru rituð áður en hann var dæmdur. Tvö voru ódagsett.Í gögnunum sem ráðuneytið lét af hendi í kjölfar niðurstöðu úrskurðanefndar um upplýsingamál sést að meðmælabréfin sem fylgja umsóknum um uppreist æru eru ýmiss konar. Í máli lögreglumanns sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2003 voru tvö bréf dagsett árið 2002. Ári áður en dómur féll. Tvö voru ódagsett en þrjú voru frá árinu 2009 þegar hann sótti um uppreist æru. Jón Þór segir að gömul bréf gætu leitt til endurupptöku á ákvörðun en þar sem öðrum var jafnframt skilað ættu þau ekki að hafa áhrif. Í máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2004, hafa tveir af þremur umsagnaraðilum neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi. Einn þeirra segir bréfinu hafa verið breytt eftir undirritun. Jón Þór telur það geta varðað endurupptöku auk þess að vera refsivert. „Ef bréfinu hefur verið breytt eða er tilbúningur frá upphafi er bara um að ræða skjalafals, auk þess sem önnur ákvæði hegningarlaga gætu komið til skoðunar. Þá hlýtur það að liggja beint við að það yrði að skoða hvort ekki ætti að endurupptaka það mál," segir Jón Þór.
Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira