Sara Björk: Þurfum að vera gráðugari Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. september 2017 20:39 Sara Björk skoraði sitt fyrsta mark síðan síðasta sumar í kvöld. vísir/eyþór Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var að vonum ánægð með frammistöðu liðsins í 8-0 sigri á Færeyjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Frakklandi 2019. „Við vinnum 8-0 og fáum 3 stig og erum þokkalega sáttar með okkar leik og okkar frammistöðu,“ sagði fyrirliðinn eftir leikinn. „Við vissum rosa lítið um liðið fyrir leikinn, en við bara þurftum að vera einbeittar og þolinmóðar. Við vissum að þær yrðu lágt á vellinum. Lykillinn að sigrinum var að vera rosalega þolinmóðar og spila boltanum hratt á milli okkar, og við gerðum það vel.“ Mikil markaþurrð hefur verið hjá landsliðinu undanfarið og var því gott að koma nokkrum mörkum inn í kvöld. Sara Björk sagði liðið hefði þó getað skorað fleiri mörk. „Við hefðum getað skorað fullt af fleiri mörkum. Þurfum að fara að nýta færin okkar aðeins betur.“ Aðspurð hvort það væri áhyggjuefni hversu lítið af færunum nýtist sagði Sara: „Nei, ég hef engar áhyggjur, við skoruðum átta mörk í dag. En við þurfum að vera aðeins gráðugari í teignum og gera betur.“ Sara Björk skoraði síðast fyrir landsliðið í leik gegn Makedóníu á Laugardalsvelli í júní 2016. Hún var glöð með það að hafa loksins náð að skora aftur. „Já, er ár síðan? Það var eiginlega allt of langt síðan. Tilfinningin var mjög góð. Vonandi fleiri á leiðinni,“ sagði fyrirliði íslenska landsliðsins að lokum. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 8-0 | Ferðalagið til Frakklands byrjar vel Ísland rúllaði yfir Færeyjar, 8-0, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019. 18. september 2017 20:30 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var að vonum ánægð með frammistöðu liðsins í 8-0 sigri á Færeyjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Frakklandi 2019. „Við vinnum 8-0 og fáum 3 stig og erum þokkalega sáttar með okkar leik og okkar frammistöðu,“ sagði fyrirliðinn eftir leikinn. „Við vissum rosa lítið um liðið fyrir leikinn, en við bara þurftum að vera einbeittar og þolinmóðar. Við vissum að þær yrðu lágt á vellinum. Lykillinn að sigrinum var að vera rosalega þolinmóðar og spila boltanum hratt á milli okkar, og við gerðum það vel.“ Mikil markaþurrð hefur verið hjá landsliðinu undanfarið og var því gott að koma nokkrum mörkum inn í kvöld. Sara Björk sagði liðið hefði þó getað skorað fleiri mörk. „Við hefðum getað skorað fullt af fleiri mörkum. Þurfum að fara að nýta færin okkar aðeins betur.“ Aðspurð hvort það væri áhyggjuefni hversu lítið af færunum nýtist sagði Sara: „Nei, ég hef engar áhyggjur, við skoruðum átta mörk í dag. En við þurfum að vera aðeins gráðugari í teignum og gera betur.“ Sara Björk skoraði síðast fyrir landsliðið í leik gegn Makedóníu á Laugardalsvelli í júní 2016. Hún var glöð með það að hafa loksins náð að skora aftur. „Já, er ár síðan? Það var eiginlega allt of langt síðan. Tilfinningin var mjög góð. Vonandi fleiri á leiðinni,“ sagði fyrirliði íslenska landsliðsins að lokum.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 8-0 | Ferðalagið til Frakklands byrjar vel Ísland rúllaði yfir Færeyjar, 8-0, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019. 18. september 2017 20:30 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 8-0 | Ferðalagið til Frakklands byrjar vel Ísland rúllaði yfir Færeyjar, 8-0, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019. 18. september 2017 20:30