Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Barnaníð innan kaþólsku kirkjunnar hefur verið hitamál í Ástralíu svo árum skiptir. George Pell kardinála var mótmælt í fyrra fyrir að hylma yfir með barnaníðingum. Voru hann og páfi hvattir til að opinbera brotin. Nordicphotos/AFP Um sextíu þúsund þolendur barnaníðs í Ástralíu gætu átt rétt á skaðabótum og fjögur þúsund stofnanir ástralsks samfélags hafa verið sakaðar um að hylma yfir slíkt ofbeldi. Þetta eru niðurstöður fimm ára rannsóknar ástralskrar rannsóknarnefndar sem birtar voru í gær. Elstu málin ná aftur til miðrar síðustu aldar. Einna verst þykir ástandið hafa verið innan kaþólsku kirkjunnar. „Tugir þúsunda barna hafa verið misnotuð kynferðislega innan margra ástralskra stofnana. Við munum aldrei komast að því hver rétt tala er. Hér er ekki um nokkra „svarta sauði“ að ræða. Eitthvað alvarlegt er að stærstu stofnunum samfélagsins,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Við rannsóknina heyrði nefndin í tugum þúsunda einstaklinga, þar af rúmlega átta þúsund þolendum sem sögðu frá því ofbeldi sem þau voru beitt. Þá bárust um 1.300 bréf frá þolendum. Nefndin hefur frá því rannsóknin hófst bent lögreglu á samtals 2.559 mál og hafa verið gefnar út 230 ákærur í kjölfarið. Einna verst þykja brot háttsettra meðlima trúarfélaga. Þannig hefur áður verið greint frá því að um sjö prósent kaþólskra presta hafi verið sakaðir um að misnota rúmlega 4.440 börn. Barnaníð er einnig sagt hafa þrifist innan ensku biskupakirkjunnar þar í landi en nefndinni bárust 1.100 frásagnir af barnaníði presta úr þeim söfnuði. Þá komst nefndin aukinheldur að því að Vottar Jehóva hefðu ekki tilkynnt lögreglu um þau rúmlega þúsund brot sem framin hefðu verið innan kirkjunnar. Nefndin hefur beint um fjögur hundruð tilmælum til ýmissa samfélagsstofnana. Í skýrslunni er meðal annars mælt með því að kaþólskir prestar sæti refsingu, tilkynni þeir ekki um brot annarra presta. Þá biðlar nefndin til Páfagarðs um að breyta lögum kirkjunnar á þann veg að prestum sé heimilt að tilkynna lögreglu um brot sem aðrir prestar játuðu á sig við skriftir. Einnig var Páfagarður beðinn um að endurskoða skírlífisreglur. Þótt ekki sé beint orsakasamhengi á milli skírlífis og barnaníðs stuðli það, ásamt öðrum áhættuþáttum, að aukinni tíðni brota. Denis Hart, erkibiskup kaþólikka í Ástralíu og forseti ástralska biskuparáðsins, baðst afsökunar í gær. „Þetta er skammarleg fortíð og þöggunarmenning hennar og sjálfsbjargarviðleitni leiddi til óþarfra þjáninga fjöldamargra fórnarlamba og fjölskyldna þeirra,“ sagði erkibiskupinn. Hann neitaði því hins vegar að breyta ætti lögum kirkjunnar er varða skriftir. „Sambandið sem Guð hefur innsiglað á milli prestsins og þess sem biður um syndaaflausn má aldrei skaða,“ sagði Hart. Hins vegar væri undir páfa komið að endurskoða skírlífisreglur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Um sextíu þúsund þolendur barnaníðs í Ástralíu gætu átt rétt á skaðabótum og fjögur þúsund stofnanir ástralsks samfélags hafa verið sakaðar um að hylma yfir slíkt ofbeldi. Þetta eru niðurstöður fimm ára rannsóknar ástralskrar rannsóknarnefndar sem birtar voru í gær. Elstu málin ná aftur til miðrar síðustu aldar. Einna verst þykir ástandið hafa verið innan kaþólsku kirkjunnar. „Tugir þúsunda barna hafa verið misnotuð kynferðislega innan margra ástralskra stofnana. Við munum aldrei komast að því hver rétt tala er. Hér er ekki um nokkra „svarta sauði“ að ræða. Eitthvað alvarlegt er að stærstu stofnunum samfélagsins,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Við rannsóknina heyrði nefndin í tugum þúsunda einstaklinga, þar af rúmlega átta þúsund þolendum sem sögðu frá því ofbeldi sem þau voru beitt. Þá bárust um 1.300 bréf frá þolendum. Nefndin hefur frá því rannsóknin hófst bent lögreglu á samtals 2.559 mál og hafa verið gefnar út 230 ákærur í kjölfarið. Einna verst þykja brot háttsettra meðlima trúarfélaga. Þannig hefur áður verið greint frá því að um sjö prósent kaþólskra presta hafi verið sakaðir um að misnota rúmlega 4.440 börn. Barnaníð er einnig sagt hafa þrifist innan ensku biskupakirkjunnar þar í landi en nefndinni bárust 1.100 frásagnir af barnaníði presta úr þeim söfnuði. Þá komst nefndin aukinheldur að því að Vottar Jehóva hefðu ekki tilkynnt lögreglu um þau rúmlega þúsund brot sem framin hefðu verið innan kirkjunnar. Nefndin hefur beint um fjögur hundruð tilmælum til ýmissa samfélagsstofnana. Í skýrslunni er meðal annars mælt með því að kaþólskir prestar sæti refsingu, tilkynni þeir ekki um brot annarra presta. Þá biðlar nefndin til Páfagarðs um að breyta lögum kirkjunnar á þann veg að prestum sé heimilt að tilkynna lögreglu um brot sem aðrir prestar játuðu á sig við skriftir. Einnig var Páfagarður beðinn um að endurskoða skírlífisreglur. Þótt ekki sé beint orsakasamhengi á milli skírlífis og barnaníðs stuðli það, ásamt öðrum áhættuþáttum, að aukinni tíðni brota. Denis Hart, erkibiskup kaþólikka í Ástralíu og forseti ástralska biskuparáðsins, baðst afsökunar í gær. „Þetta er skammarleg fortíð og þöggunarmenning hennar og sjálfsbjargarviðleitni leiddi til óþarfra þjáninga fjöldamargra fórnarlamba og fjölskyldna þeirra,“ sagði erkibiskupinn. Hann neitaði því hins vegar að breyta ætti lögum kirkjunnar er varða skriftir. „Sambandið sem Guð hefur innsiglað á milli prestsins og þess sem biður um syndaaflausn má aldrei skaða,“ sagði Hart. Hins vegar væri undir páfa komið að endurskoða skírlífisreglur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira