Fátækar fjölskyldur á Suðurnesjum: „Sumir halda náttfatajól því það eru ekki til spariföt“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2017 20:30 73 fjölskyldur af Suðurnesjum þáðu matar- og jólagjafir frá Velferðarsjóði Suðurnesja og Hjálparstarfi kirkjunnar til að geta haldið gleðiðleg jól. Úthlutunin fór fram á fimmtudag. Hver fjölskylda fær inneign í matvöruverslun og allir fá jólagjöf sem góðgerðarfélagið Litlu hjörtun hefur séð um að safna fyrir og kaupa. „Við erum rík í þessu samfélagi þegar svo margir hugsa um þá sem minna hafa og við gátum gefið góðar gjafir,“ segir Þórunn Þórisdóttir, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju og umsjónarmaður úthlutunarinnar. Þórunn segir alls konar fólk sækja aðstoð, láglaunafólk, verkafólk, öryrkja og þeir sem hafa orðið undir í lífinu af ýmsum ástæðum. „Þetta er að megninu til barnafjölskyldur, sumar mjög barnstórar með fimm til sex börn og fólk jafnvel í fullri vinnu en ná bara ekki endum saman.“ Fjöldinn er svipaður og síðustu ár þrátt fyrir betra atvinnuástand á Suðurnesjum. „Launin eru oft ansi lág. Fólk getur ekki lifað af launum í fullri vinnu en er samt að spara og standa sig vel.“ Þórunn segir fólk finna nýjar leiðir til að halda jól án þess að það kosti of mikið. „Sumir halda náttfatajól því það eru ekki til spariföt og ekki peningur fyrir sparifötum. Börnunum finnst það bara kósý. Fólk býr sér til sína umgjörð og sinn frið í hjarta,“ segir Þórunn. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
73 fjölskyldur af Suðurnesjum þáðu matar- og jólagjafir frá Velferðarsjóði Suðurnesja og Hjálparstarfi kirkjunnar til að geta haldið gleðiðleg jól. Úthlutunin fór fram á fimmtudag. Hver fjölskylda fær inneign í matvöruverslun og allir fá jólagjöf sem góðgerðarfélagið Litlu hjörtun hefur séð um að safna fyrir og kaupa. „Við erum rík í þessu samfélagi þegar svo margir hugsa um þá sem minna hafa og við gátum gefið góðar gjafir,“ segir Þórunn Þórisdóttir, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju og umsjónarmaður úthlutunarinnar. Þórunn segir alls konar fólk sækja aðstoð, láglaunafólk, verkafólk, öryrkja og þeir sem hafa orðið undir í lífinu af ýmsum ástæðum. „Þetta er að megninu til barnafjölskyldur, sumar mjög barnstórar með fimm til sex börn og fólk jafnvel í fullri vinnu en ná bara ekki endum saman.“ Fjöldinn er svipaður og síðustu ár þrátt fyrir betra atvinnuástand á Suðurnesjum. „Launin eru oft ansi lág. Fólk getur ekki lifað af launum í fullri vinnu en er samt að spara og standa sig vel.“ Þórunn segir fólk finna nýjar leiðir til að halda jól án þess að það kosti of mikið. „Sumir halda náttfatajól því það eru ekki til spariföt og ekki peningur fyrir sparifötum. Börnunum finnst það bara kósý. Fólk býr sér til sína umgjörð og sinn frið í hjarta,“ segir Þórunn.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira