Gengið vonum framar þrátt fyrir nefbrot í fyrsta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2017 06:00 Sverrir Ingi Ingason hefur farið afar vel af stað með Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni. Fréttablaðið/AFP Það er ekki hægt að biðja um öllu betri byrjun en Sverrir Ingi Ingason hefur átt hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu FK Rostov. Sverrir, sem gekk í raðir Rostov frá Granada fyrr í sumar, hefur leikið sex deildarleiki með Rostov, fjórir þeirra hafa unnist og tveir endað með jafntefli. Eini tapleikur Rostov kom þegar Sverrir var fjarri góðu gamni. „Þetta hefur byrjað vonum framar. Það var smá bras í fyrsta leik, ég nefbrotnaði og missti af leiknum eftir það. En ég hef spilað alla leiki eftir það og gengið hefur verið gott,“ sagði Sverrir í samtali við Fréttablaðið í gær. Rostov er í 3. sæti rússnesku deildarinnar eftir sjö umferðir. Árangur liðsins byggist fyrst og fremst á góðum varnarleik. Rostov hefur aðeins fengið þrjú mörk á sig og haldið fjórum sinnum hreinu. Ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk á tímabilinu en Rostov sem hefur þó aðeins skorað átta mörk, þar af komu fjögur í einum og sama leiknum. „Við höfum verið þéttir til baka og það er erfitt að skora hjá okkur. Það er mjög jákvætt,“ sagði Sverrir sem hefur verið í atvinnumennsku síðan 2014. Hann var eitt tímabil með Viking í Noregi, tvö ár hjá Lokeren í Belgíu og seinni hluta síðasta tímabils lék hann með Granada í spænsku úrvalsdeildinni. En hvernig er rússneska deildin samanborið við hinar deildirnar sem Sverrir hefur spilað í? „Hún er ekki neitt voðalega frábrugðin belgísku deildinni. Þetta er líkamleg og taktísk deild. Það er mikið af góðum liðum hérna en svo eru önnur sem eru nokkuð langt á eftir. Þannig að það er smá bil á milli bestu liðanna og hinna,“ sagði Sverrir. Rostov er sem áður sagði í 3. sæti deildarinnar. Rússland fær eitt aukasæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og því er til mikils að vinna að lenda í einu af þremur efstu sætum rússnesku deildarinnar í ár. „Það væri gaman að geta blandað sér í baráttuna um Evrópusæti. Það verður erfitt að ná einu af þremur efstu sætunum en við getum vonandi gert eins vel og við getum,“ sagði Sverrir sem er búinn að koma sér vel fyrir í hafnarborginni Rostov við Don. „Þetta hefur verið mjög gott hingað til. Það er voðalega auðvelt að koma inn í svona aðstæður. Það snýst allt um fótbolta hérna. Ef það gengur vel innan vallar er lífið auðvelt utan vallar. Borgin er fín og ég hef komið mér vel fyrir,“ sagði Sverrir. Þrátt fyrir að Sverrir hafi spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum árum hefur hann ekki enn náð að brjóta sér leið inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins. En eins og Jóhanna Sigurðardóttir veit hann að hans tími mun koma. „Eins og ég hef margoft sagt er ég mjög rólegur yfir minni stöðu í landsliðinu. Ég er enn þá ungur og veit að mitt tækifæri mun koma. Það er gott að það sé samkeppni í liðinu og hún bætir alla,“ sagði Sverrir. Rostov fær afar krefjandi verkefni í næstu umferð þegar Sverrir og félagar fara til Pétursborgar og mæta toppliði Zenit. „Það er stórleikur og gaman að takast á við þá. Zenit er að ég held með sterkasta leikmannahópinn í ár og mjög færan þjálfara í Roberto Mancini. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila sem fótboltamaður, þessir stóru leikir,“ sagði Sverrir að lokum. Fótbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu Sjá meira
Það er ekki hægt að biðja um öllu betri byrjun en Sverrir Ingi Ingason hefur átt hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu FK Rostov. Sverrir, sem gekk í raðir Rostov frá Granada fyrr í sumar, hefur leikið sex deildarleiki með Rostov, fjórir þeirra hafa unnist og tveir endað með jafntefli. Eini tapleikur Rostov kom þegar Sverrir var fjarri góðu gamni. „Þetta hefur byrjað vonum framar. Það var smá bras í fyrsta leik, ég nefbrotnaði og missti af leiknum eftir það. En ég hef spilað alla leiki eftir það og gengið hefur verið gott,“ sagði Sverrir í samtali við Fréttablaðið í gær. Rostov er í 3. sæti rússnesku deildarinnar eftir sjö umferðir. Árangur liðsins byggist fyrst og fremst á góðum varnarleik. Rostov hefur aðeins fengið þrjú mörk á sig og haldið fjórum sinnum hreinu. Ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk á tímabilinu en Rostov sem hefur þó aðeins skorað átta mörk, þar af komu fjögur í einum og sama leiknum. „Við höfum verið þéttir til baka og það er erfitt að skora hjá okkur. Það er mjög jákvætt,“ sagði Sverrir sem hefur verið í atvinnumennsku síðan 2014. Hann var eitt tímabil með Viking í Noregi, tvö ár hjá Lokeren í Belgíu og seinni hluta síðasta tímabils lék hann með Granada í spænsku úrvalsdeildinni. En hvernig er rússneska deildin samanborið við hinar deildirnar sem Sverrir hefur spilað í? „Hún er ekki neitt voðalega frábrugðin belgísku deildinni. Þetta er líkamleg og taktísk deild. Það er mikið af góðum liðum hérna en svo eru önnur sem eru nokkuð langt á eftir. Þannig að það er smá bil á milli bestu liðanna og hinna,“ sagði Sverrir. Rostov er sem áður sagði í 3. sæti deildarinnar. Rússland fær eitt aukasæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og því er til mikils að vinna að lenda í einu af þremur efstu sætum rússnesku deildarinnar í ár. „Það væri gaman að geta blandað sér í baráttuna um Evrópusæti. Það verður erfitt að ná einu af þremur efstu sætunum en við getum vonandi gert eins vel og við getum,“ sagði Sverrir sem er búinn að koma sér vel fyrir í hafnarborginni Rostov við Don. „Þetta hefur verið mjög gott hingað til. Það er voðalega auðvelt að koma inn í svona aðstæður. Það snýst allt um fótbolta hérna. Ef það gengur vel innan vallar er lífið auðvelt utan vallar. Borgin er fín og ég hef komið mér vel fyrir,“ sagði Sverrir. Þrátt fyrir að Sverrir hafi spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum árum hefur hann ekki enn náð að brjóta sér leið inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins. En eins og Jóhanna Sigurðardóttir veit hann að hans tími mun koma. „Eins og ég hef margoft sagt er ég mjög rólegur yfir minni stöðu í landsliðinu. Ég er enn þá ungur og veit að mitt tækifæri mun koma. Það er gott að það sé samkeppni í liðinu og hún bætir alla,“ sagði Sverrir. Rostov fær afar krefjandi verkefni í næstu umferð þegar Sverrir og félagar fara til Pétursborgar og mæta toppliði Zenit. „Það er stórleikur og gaman að takast á við þá. Zenit er að ég held með sterkasta leikmannahópinn í ár og mjög færan þjálfara í Roberto Mancini. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila sem fótboltamaður, þessir stóru leikir,“ sagði Sverrir að lokum.
Fótbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu Sjá meira