„Er þessi stelpa um borð hjá okkur?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 09:49 Nukaraaq Larsen gengur inn í dómsal í dag. vísir/anton brink Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þinghald hófst klukkan níu og þá kom fyrir dóminn Nukaraaq Larsen sem er skipverji á Polar Nanoq og var því vinnufélagi Thomasar á þeim tíma þegar Birna Brjánsdóttir hvarf þann 14. janúar síðastliðinn.Fylgjast má með beinni textalýsingu Vísis úr réttarsal hér. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu að bana en hann neitar sök. Hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag og fylgdist svo með því sem fram fór í dómsal en hann er ekki mættur í salinn í dag. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi málsins, byrjaði á að spyrja Nukaraaq út í það hvort hann hefði rætt eitthvað við annan vinnufélaga sinn, Nikolaj Olsen, eftir að Polar Nanoq fór úr höfn í Hafnarfirði. Nikolaj hafði um tíma stöðu sakbornings í málinu en hann gaf skýrslu fyrir dómi í gær. Vissu að einhverjir um borð væru grunaðir Nukaraaq sagði að hann vissi að Nikolaj hefði drukkið á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Þeir hefðu rætt það en ekki mikið frekar um það sem gerðist. Nukaraaq kvaðst hins vegar hafa áttað sig á því að eitthvað hefði gerst þegar skipinu var snúið við. Þegar fregnir af hvarfi Birnu bárust sagðist hann svo hafa gantast í Nikolaj. „Svo gantast ég við hann „Er þessi stelpa um borð hjá okkur?“ og hann sagði nei. Þegar skipinu var snúið við vissum við að einhverjir um borð væru grunaðir. Við fáum að vita að lögreglan kæmi til okkar og myndi vilja ræða við okkur en Nikolaj sagði að hann hefði enga ástæðu til að hafa áhyggjur,“ sagði Nukaraaq. Hann lýsti því svo að Nikolaj hefði sagst hafa verið ansi fullur þessa nótt. Hann hafi sofnað í rauða Kia Rio-bílnum og egar hann vaknaði í bílnum og leit til baka minntist hann þess að hafa séð tvær konur í aftursætinu. „Hann sagði að hann hefði komið einn í skipið og farið upp í rúm,“ sagði Nukaraaq. Aðspurður kvaðst hann ekkert hafa rætt við Thomas. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, spurði Nukaraaq hvort hann hefði tekið eftir einhverjum áverkum á höndum Nikolaj. Nukaraaq kvaðst ekki muna eftir því og sagðist ekki hafa verið að reyna að taka eftir neinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Enginn Thomas Møller í dómsal Tuttugu vitni koma fyrir dóminn í dag. 22. ágúst 2017 09:30 Spurnum sækjanda ósvarað Aðalmeðferð í sakamáli gegn grænlenskum sjómanni, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hófst í gær. Heyra mátti saumnál detta meðan ákærði gaf skýrslu. Framburður hans tók óvænta stefnu. 22. ágúst 2017 06:00 Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þinghald hófst klukkan níu og þá kom fyrir dóminn Nukaraaq Larsen sem er skipverji á Polar Nanoq og var því vinnufélagi Thomasar á þeim tíma þegar Birna Brjánsdóttir hvarf þann 14. janúar síðastliðinn.Fylgjast má með beinni textalýsingu Vísis úr réttarsal hér. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu að bana en hann neitar sök. Hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag og fylgdist svo með því sem fram fór í dómsal en hann er ekki mættur í salinn í dag. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi málsins, byrjaði á að spyrja Nukaraaq út í það hvort hann hefði rætt eitthvað við annan vinnufélaga sinn, Nikolaj Olsen, eftir að Polar Nanoq fór úr höfn í Hafnarfirði. Nikolaj hafði um tíma stöðu sakbornings í málinu en hann gaf skýrslu fyrir dómi í gær. Vissu að einhverjir um borð væru grunaðir Nukaraaq sagði að hann vissi að Nikolaj hefði drukkið á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Þeir hefðu rætt það en ekki mikið frekar um það sem gerðist. Nukaraaq kvaðst hins vegar hafa áttað sig á því að eitthvað hefði gerst þegar skipinu var snúið við. Þegar fregnir af hvarfi Birnu bárust sagðist hann svo hafa gantast í Nikolaj. „Svo gantast ég við hann „Er þessi stelpa um borð hjá okkur?“ og hann sagði nei. Þegar skipinu var snúið við vissum við að einhverjir um borð væru grunaðir. Við fáum að vita að lögreglan kæmi til okkar og myndi vilja ræða við okkur en Nikolaj sagði að hann hefði enga ástæðu til að hafa áhyggjur,“ sagði Nukaraaq. Hann lýsti því svo að Nikolaj hefði sagst hafa verið ansi fullur þessa nótt. Hann hafi sofnað í rauða Kia Rio-bílnum og egar hann vaknaði í bílnum og leit til baka minntist hann þess að hafa séð tvær konur í aftursætinu. „Hann sagði að hann hefði komið einn í skipið og farið upp í rúm,“ sagði Nukaraaq. Aðspurður kvaðst hann ekkert hafa rætt við Thomas. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, spurði Nukaraaq hvort hann hefði tekið eftir einhverjum áverkum á höndum Nikolaj. Nukaraaq kvaðst ekki muna eftir því og sagðist ekki hafa verið að reyna að taka eftir neinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Enginn Thomas Møller í dómsal Tuttugu vitni koma fyrir dóminn í dag. 22. ágúst 2017 09:30 Spurnum sækjanda ósvarað Aðalmeðferð í sakamáli gegn grænlenskum sjómanni, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hófst í gær. Heyra mátti saumnál detta meðan ákærði gaf skýrslu. Framburður hans tók óvænta stefnu. 22. ágúst 2017 06:00 Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Spurnum sækjanda ósvarað Aðalmeðferð í sakamáli gegn grænlenskum sjómanni, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hófst í gær. Heyra mátti saumnál detta meðan ákærði gaf skýrslu. Framburður hans tók óvænta stefnu. 22. ágúst 2017 06:00
Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00