Kafbátur NATO í Reykjavíkurhöfn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júní 2017 13:28 Hér má sjá kafbátinn í Reykjavíkurhöfn en myndinni var deilt á Twitter-síðu tónlistarhússins Hörpu. TWITTER Kafbátaeftirlitsæfing Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefst í dag og stendur til 6. júlí næstkomandi. Æfingin fer fram við Íslandsstrendur að þessu sinni og kom kafbátur á vegum bandalagsins kom því inn til Reykjavíkurhafnar í dag. Báturinn er frá norska hernum en annar kafbátur frá Þýskalandi mun einnig koma til hafnar. Alls taka fimm kafbátar þátt í æfingunni sem fer fram úti á hafi sunnan við Vestmannaeyjar og fara hinir kafbátarnir þrír beint til æfingarinnar. Auk kafbátanna tveggja sem koma inn til hafnar munu sex herskip koma inn í Sundahöfn og vera þar yfir helgina samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.Sex herskip sem taka þátt í æfingunni koma inn til Sundahafnar og verða þar yfir helgina. Hér eru skip úti á Faxaflóa í dag.Níu ríki NATO taka þátt Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þessi æfing, sem kallast Dynamic Mongoose, hafi farið fram árlega frá árinu 2012 en hingað til alltaf við strendur Noregs. „Níu ríki Atlantshafsbandalagsins, Bandaríkin, Noregur, Frakkland, Þýskaland, Bretland, Danmörk, Kanada, Pólland og Holland. taka þátt í æfingunni og leggja til fimm kafbáta, níu freigátur og eitt rannsóknarskip, auk 6-8 kafbátaleitarflugvéla og þyrla. Ríflega tvö þúsund manns mun taka þátt í æfingunni,“ segir í tilkynningunni. Ísland leggur til aðstöðu á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar auk þess sem Landhelgisgæslan tekur þátt í æfingunni, meðal annars með stjórnstöð á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. „Varðskipið Týr, flugvél gæslunnar og þyrlur munu taka þátt í þeim hluta æfingarinnar sem tengjast hefðbundnum verkefnum stofnunarinnar. Stjórn æfingarinnar verður flutt frá flotastjórn Atlantshafsbandalagsins í Northwood í Bretlandi til öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli og verður það í fyrsta sinn sem þess konar æfingu er ekki stjórnað frá Northwood,“ segir í tilkynningu.Fjallað verður nánar um æfinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Kafbátaeftirlitsæfing Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefst í dag og stendur til 6. júlí næstkomandi. Æfingin fer fram við Íslandsstrendur að þessu sinni og kom kafbátur á vegum bandalagsins kom því inn til Reykjavíkurhafnar í dag. Báturinn er frá norska hernum en annar kafbátur frá Þýskalandi mun einnig koma til hafnar. Alls taka fimm kafbátar þátt í æfingunni sem fer fram úti á hafi sunnan við Vestmannaeyjar og fara hinir kafbátarnir þrír beint til æfingarinnar. Auk kafbátanna tveggja sem koma inn til hafnar munu sex herskip koma inn í Sundahöfn og vera þar yfir helgina samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.Sex herskip sem taka þátt í æfingunni koma inn til Sundahafnar og verða þar yfir helgina. Hér eru skip úti á Faxaflóa í dag.Níu ríki NATO taka þátt Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þessi æfing, sem kallast Dynamic Mongoose, hafi farið fram árlega frá árinu 2012 en hingað til alltaf við strendur Noregs. „Níu ríki Atlantshafsbandalagsins, Bandaríkin, Noregur, Frakkland, Þýskaland, Bretland, Danmörk, Kanada, Pólland og Holland. taka þátt í æfingunni og leggja til fimm kafbáta, níu freigátur og eitt rannsóknarskip, auk 6-8 kafbátaleitarflugvéla og þyrla. Ríflega tvö þúsund manns mun taka þátt í æfingunni,“ segir í tilkynningunni. Ísland leggur til aðstöðu á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar auk þess sem Landhelgisgæslan tekur þátt í æfingunni, meðal annars með stjórnstöð á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. „Varðskipið Týr, flugvél gæslunnar og þyrlur munu taka þátt í þeim hluta æfingarinnar sem tengjast hefðbundnum verkefnum stofnunarinnar. Stjórn æfingarinnar verður flutt frá flotastjórn Atlantshafsbandalagsins í Northwood í Bretlandi til öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli og verður það í fyrsta sinn sem þess konar æfingu er ekki stjórnað frá Northwood,“ segir í tilkynningu.Fjallað verður nánar um æfinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira