Kafbátur NATO í Reykjavíkurhöfn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júní 2017 13:28 Hér má sjá kafbátinn í Reykjavíkurhöfn en myndinni var deilt á Twitter-síðu tónlistarhússins Hörpu. TWITTER Kafbátaeftirlitsæfing Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefst í dag og stendur til 6. júlí næstkomandi. Æfingin fer fram við Íslandsstrendur að þessu sinni og kom kafbátur á vegum bandalagsins kom því inn til Reykjavíkurhafnar í dag. Báturinn er frá norska hernum en annar kafbátur frá Þýskalandi mun einnig koma til hafnar. Alls taka fimm kafbátar þátt í æfingunni sem fer fram úti á hafi sunnan við Vestmannaeyjar og fara hinir kafbátarnir þrír beint til æfingarinnar. Auk kafbátanna tveggja sem koma inn til hafnar munu sex herskip koma inn í Sundahöfn og vera þar yfir helgina samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.Sex herskip sem taka þátt í æfingunni koma inn til Sundahafnar og verða þar yfir helgina. Hér eru skip úti á Faxaflóa í dag.Níu ríki NATO taka þátt Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þessi æfing, sem kallast Dynamic Mongoose, hafi farið fram árlega frá árinu 2012 en hingað til alltaf við strendur Noregs. „Níu ríki Atlantshafsbandalagsins, Bandaríkin, Noregur, Frakkland, Þýskaland, Bretland, Danmörk, Kanada, Pólland og Holland. taka þátt í æfingunni og leggja til fimm kafbáta, níu freigátur og eitt rannsóknarskip, auk 6-8 kafbátaleitarflugvéla og þyrla. Ríflega tvö þúsund manns mun taka þátt í æfingunni,“ segir í tilkynningunni. Ísland leggur til aðstöðu á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar auk þess sem Landhelgisgæslan tekur þátt í æfingunni, meðal annars með stjórnstöð á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. „Varðskipið Týr, flugvél gæslunnar og þyrlur munu taka þátt í þeim hluta æfingarinnar sem tengjast hefðbundnum verkefnum stofnunarinnar. Stjórn æfingarinnar verður flutt frá flotastjórn Atlantshafsbandalagsins í Northwood í Bretlandi til öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli og verður það í fyrsta sinn sem þess konar æfingu er ekki stjórnað frá Northwood,“ segir í tilkynningu.Fjallað verður nánar um æfinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Kafbátaeftirlitsæfing Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefst í dag og stendur til 6. júlí næstkomandi. Æfingin fer fram við Íslandsstrendur að þessu sinni og kom kafbátur á vegum bandalagsins kom því inn til Reykjavíkurhafnar í dag. Báturinn er frá norska hernum en annar kafbátur frá Þýskalandi mun einnig koma til hafnar. Alls taka fimm kafbátar þátt í æfingunni sem fer fram úti á hafi sunnan við Vestmannaeyjar og fara hinir kafbátarnir þrír beint til æfingarinnar. Auk kafbátanna tveggja sem koma inn til hafnar munu sex herskip koma inn í Sundahöfn og vera þar yfir helgina samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.Sex herskip sem taka þátt í æfingunni koma inn til Sundahafnar og verða þar yfir helgina. Hér eru skip úti á Faxaflóa í dag.Níu ríki NATO taka þátt Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þessi æfing, sem kallast Dynamic Mongoose, hafi farið fram árlega frá árinu 2012 en hingað til alltaf við strendur Noregs. „Níu ríki Atlantshafsbandalagsins, Bandaríkin, Noregur, Frakkland, Þýskaland, Bretland, Danmörk, Kanada, Pólland og Holland. taka þátt í æfingunni og leggja til fimm kafbáta, níu freigátur og eitt rannsóknarskip, auk 6-8 kafbátaleitarflugvéla og þyrla. Ríflega tvö þúsund manns mun taka þátt í æfingunni,“ segir í tilkynningunni. Ísland leggur til aðstöðu á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar auk þess sem Landhelgisgæslan tekur þátt í æfingunni, meðal annars með stjórnstöð á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. „Varðskipið Týr, flugvél gæslunnar og þyrlur munu taka þátt í þeim hluta æfingarinnar sem tengjast hefðbundnum verkefnum stofnunarinnar. Stjórn æfingarinnar verður flutt frá flotastjórn Atlantshafsbandalagsins í Northwood í Bretlandi til öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli og verður það í fyrsta sinn sem þess konar æfingu er ekki stjórnað frá Northwood,“ segir í tilkynningu.Fjallað verður nánar um æfinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira