Innlent

Slökkvistarfi að ljúka á Ísafirði

Atli Ísleifsson skrifar
Húsnæðið var mannlaust þegar eldurinn kom upp.
Húsnæðið var mannlaust þegar eldurinn kom upp. Birgir Örn Breiðfjörð
Slökkvistarf við húsnæði skipaþjónustu Hraðfrystihússins Gunnvarar við Árnagötu 3 á Ísafirði er að ljúka en enn eru fáeinir slökkviliðsmenn eftir á svæðinu þar sem vinna að því að slökkva í glæðum og vakta svæðið til að koma í veg fyrir að eldur gjósi þar upp á ný.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Rannsóknardeild lögreglunnar mun í framhaldinu rannsaka vettvanginn í því skyni að komast að orsökum brunans. Henni til aðstoðar verða starfsmenn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem væntanlegir eru vestur í dag.

„Árnagötu og Kristjánsgötu hefur verið lokað og verða lokaðar þar til vettvangsrannsókn hefur farið fram. Fólk er beðið um að virða þær lokanir og sleppa öllum umgangi í og við vettvanginn meðan lokanir vara,“ segir í tilkynningunni.

Húsnæðið var mannlaust þegar eldurinn kom upp, en það var um 700 fermetrar að stærð. Húsið og allt sem inni í því var er brunnið til kaldra kola, að því er fram kom í tilkynningu frá framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins í nótt.

Uppfært 8:55:

Talsmaður slökkviliðsins á Ísafirði segir í samtali við Vísi að slökkviliðsmenn séu búnir að slökkva í síðustu glæðum og ljúki þeir störfum nú klukkan 9.


Tengdar fréttir

Eldsvoði á höfninni á Ísafirði

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á Ísafirði var kallað út rétt eftir klukkan 11 í kvöld vegna eldsvoða á Ísafjarðarhöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×