Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júní 2017 22:00 Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar á vegum Arctic Fish þar sem megnið af vatninu sem rennur í gegn verður endurnýtt. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigurð Pétursson, framkvæmdastjóra Arctic Fish á Vestfjörðum. Arctic Fish, sem áður hét Dýrfiskur, er að leggja yfir þrjá milljarða króna í seiðaeldisstöð sem verður sú stærsta á landinu og sú fyrsta sinnar tegundar. Nýbreytnin felst í því að þetta verður svokölluð endurnýtingarstöð þar sem um 85 prósent af vatninu verður endurnýtt. „Ein svona stöð, þótt hún sé stór, er að taka inn í mesta lagi 15 lítra á sekúndu. En svo endurnýtir hún það. Það er bara eins og þú sért að láta renna í baðkarið hjá þér. Við endurnýtum það þannig að úr verður flæði sem er svipað og Elliðaárnar eða meira,” segir Sigurður.Seiðaeldisstöðin rís í botni Tálknafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Seiðaeldisstöðin verður grunnur laxeldis fyrirtæksins en hjá því starfa nú alls um sjötíu manns, þar af um þrjátíu við uppbygginguna á Tálknafirði. Aðalsjóeldi Arctic Fish er hins vegar í Dýrafirði. „Við erum búnir að vera lengi að vinna í stækkun. Bara í Dýrafirði, - af því að það er verið að tala stundum um að þetta sé að ganga allt of hratt, - þá fór ég með köku um daginn til MAST, af því að það eru fimm ár síðan við erum búnir að vera með áform þar um stækkun, sem ekki er komin í gegn samt sem áður,” sagði Sigurður. Hann kveðst hins vegar hafa skilning á því að menn vilji fara varlega. „Já, já. Maður verður náttúrlega að skilja það að hlutirnir þurfa að byggjast upp á ábyrgan hátt. Við skiljum það. En við myndum vilja sjá hlutina ganga hraðar.” Tengdar fréttir Laxeldið gæti framleitt meira en íslenskur landbúnaður Fimmtán þúsund tonn af eldislaxi framleidd á þessu ári. Útlendingar sýna eldi hér á landi áhuga. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það jákvætt. Norðmenn verji mestu í rannsóknir. 26. ágúst 2016 07:00 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Norway Royal Salmon kaupir hlut í Arctic Fish Norway Royal Salmon er eitt af leiðandi fiskeldisfyrirtækjum í Noregi. 24. ágúst 2016 10:33 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar á vegum Arctic Fish þar sem megnið af vatninu sem rennur í gegn verður endurnýtt. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigurð Pétursson, framkvæmdastjóra Arctic Fish á Vestfjörðum. Arctic Fish, sem áður hét Dýrfiskur, er að leggja yfir þrjá milljarða króna í seiðaeldisstöð sem verður sú stærsta á landinu og sú fyrsta sinnar tegundar. Nýbreytnin felst í því að þetta verður svokölluð endurnýtingarstöð þar sem um 85 prósent af vatninu verður endurnýtt. „Ein svona stöð, þótt hún sé stór, er að taka inn í mesta lagi 15 lítra á sekúndu. En svo endurnýtir hún það. Það er bara eins og þú sért að láta renna í baðkarið hjá þér. Við endurnýtum það þannig að úr verður flæði sem er svipað og Elliðaárnar eða meira,” segir Sigurður.Seiðaeldisstöðin rís í botni Tálknafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Seiðaeldisstöðin verður grunnur laxeldis fyrirtæksins en hjá því starfa nú alls um sjötíu manns, þar af um þrjátíu við uppbygginguna á Tálknafirði. Aðalsjóeldi Arctic Fish er hins vegar í Dýrafirði. „Við erum búnir að vera lengi að vinna í stækkun. Bara í Dýrafirði, - af því að það er verið að tala stundum um að þetta sé að ganga allt of hratt, - þá fór ég með köku um daginn til MAST, af því að það eru fimm ár síðan við erum búnir að vera með áform þar um stækkun, sem ekki er komin í gegn samt sem áður,” sagði Sigurður. Hann kveðst hins vegar hafa skilning á því að menn vilji fara varlega. „Já, já. Maður verður náttúrlega að skilja það að hlutirnir þurfa að byggjast upp á ábyrgan hátt. Við skiljum það. En við myndum vilja sjá hlutina ganga hraðar.”
Tengdar fréttir Laxeldið gæti framleitt meira en íslenskur landbúnaður Fimmtán þúsund tonn af eldislaxi framleidd á þessu ári. Útlendingar sýna eldi hér á landi áhuga. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það jákvætt. Norðmenn verji mestu í rannsóknir. 26. ágúst 2016 07:00 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Norway Royal Salmon kaupir hlut í Arctic Fish Norway Royal Salmon er eitt af leiðandi fiskeldisfyrirtækjum í Noregi. 24. ágúst 2016 10:33 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Laxeldið gæti framleitt meira en íslenskur landbúnaður Fimmtán þúsund tonn af eldislaxi framleidd á þessu ári. Útlendingar sýna eldi hér á landi áhuga. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það jákvætt. Norðmenn verji mestu í rannsóknir. 26. ágúst 2016 07:00
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Norway Royal Salmon kaupir hlut í Arctic Fish Norway Royal Salmon er eitt af leiðandi fiskeldisfyrirtækjum í Noregi. 24. ágúst 2016 10:33