John McCain með krabbamein í heila Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júlí 2017 06:23 Dóttir McCain segir hann taka fregnunum af yfirvegun. Vísir/Getty Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain hefur verið greindur með krabbamein í heila. Æxlið uppgötvaðist þegar McCain var í aðgerð til að fjarlægja blóðkökk sem var fyrir ofan vinstra auga hans. McCain, sem er 80 ára að aldri, dvelur nú heima hjá sér og jafnar sig eftir aðgerðina, samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu hans. „Læknar hans segja að hann sé að jafna sig ótrúlega vel og að almennt sé heilsa hans mjög góð,“ segir í tilkynningunni. „Meðferðarmöguleikar eru meðal annars lyfjameðferð og geislameðferð.“ McCain var hermaður í stríðinu í Víetnam og var stríðsfangi í meira en fimm ár. Hann hefur verið öldungadeildarþingmaður fyrir Arizona ríki frá árinu 1987. Hann bauð sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna árið 2008 fyrir hönd Repúblikanaflokksins en tapaði fyrir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Obama sendi sínum gamla andstæðing batakveðjur á Twitter í gær. John McCain is an American hero & one of the bravest fighters I've ever known. Cancer doesn't know what it's up against. Give it hell, John.— Barack Obama (@BarackObama) July 20, 2017 Sú tegund krabbameins sem McCain var greindur með, glioblastoma, er mjög ágeng. Líkurnar á slíku meini aukast með aldrinum og herjar frekar á karlmenn en kvenmenn. Meghan McCain, dóttir þingmannsins, segir að fréttirnar hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Það kemur ykkur ekki á óvart að í þessu öllu saman er faðir minn sá sem er rólegur og fullur sjálfstrausts,“ skrifaði hún á Twitter síðu sína. „Hann mætir þessari áskorun líkt og hverri annari. Krabbamein mun kannski hafa ýmis áhrif á hann en það mun ekki láta hann gefast upp. Það hefur aldrei neitt gert.“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi McCain einnig batakveðjur.Melania and I send our thoughts and prayers to Senator McCain, Cindy, and their entire family. Get well soon. https://t.co/fONWVlmYyz— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 20, 2017 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain hefur verið greindur með krabbamein í heila. Æxlið uppgötvaðist þegar McCain var í aðgerð til að fjarlægja blóðkökk sem var fyrir ofan vinstra auga hans. McCain, sem er 80 ára að aldri, dvelur nú heima hjá sér og jafnar sig eftir aðgerðina, samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu hans. „Læknar hans segja að hann sé að jafna sig ótrúlega vel og að almennt sé heilsa hans mjög góð,“ segir í tilkynningunni. „Meðferðarmöguleikar eru meðal annars lyfjameðferð og geislameðferð.“ McCain var hermaður í stríðinu í Víetnam og var stríðsfangi í meira en fimm ár. Hann hefur verið öldungadeildarþingmaður fyrir Arizona ríki frá árinu 1987. Hann bauð sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna árið 2008 fyrir hönd Repúblikanaflokksins en tapaði fyrir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Obama sendi sínum gamla andstæðing batakveðjur á Twitter í gær. John McCain is an American hero & one of the bravest fighters I've ever known. Cancer doesn't know what it's up against. Give it hell, John.— Barack Obama (@BarackObama) July 20, 2017 Sú tegund krabbameins sem McCain var greindur með, glioblastoma, er mjög ágeng. Líkurnar á slíku meini aukast með aldrinum og herjar frekar á karlmenn en kvenmenn. Meghan McCain, dóttir þingmannsins, segir að fréttirnar hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Það kemur ykkur ekki á óvart að í þessu öllu saman er faðir minn sá sem er rólegur og fullur sjálfstrausts,“ skrifaði hún á Twitter síðu sína. „Hann mætir þessari áskorun líkt og hverri annari. Krabbamein mun kannski hafa ýmis áhrif á hann en það mun ekki láta hann gefast upp. Það hefur aldrei neitt gert.“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi McCain einnig batakveðjur.Melania and I send our thoughts and prayers to Senator McCain, Cindy, and their entire family. Get well soon. https://t.co/fONWVlmYyz— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 20, 2017
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira