John McCain með krabbamein í heila Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júlí 2017 06:23 Dóttir McCain segir hann taka fregnunum af yfirvegun. Vísir/Getty Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain hefur verið greindur með krabbamein í heila. Æxlið uppgötvaðist þegar McCain var í aðgerð til að fjarlægja blóðkökk sem var fyrir ofan vinstra auga hans. McCain, sem er 80 ára að aldri, dvelur nú heima hjá sér og jafnar sig eftir aðgerðina, samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu hans. „Læknar hans segja að hann sé að jafna sig ótrúlega vel og að almennt sé heilsa hans mjög góð,“ segir í tilkynningunni. „Meðferðarmöguleikar eru meðal annars lyfjameðferð og geislameðferð.“ McCain var hermaður í stríðinu í Víetnam og var stríðsfangi í meira en fimm ár. Hann hefur verið öldungadeildarþingmaður fyrir Arizona ríki frá árinu 1987. Hann bauð sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna árið 2008 fyrir hönd Repúblikanaflokksins en tapaði fyrir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Obama sendi sínum gamla andstæðing batakveðjur á Twitter í gær. John McCain is an American hero & one of the bravest fighters I've ever known. Cancer doesn't know what it's up against. Give it hell, John.— Barack Obama (@BarackObama) July 20, 2017 Sú tegund krabbameins sem McCain var greindur með, glioblastoma, er mjög ágeng. Líkurnar á slíku meini aukast með aldrinum og herjar frekar á karlmenn en kvenmenn. Meghan McCain, dóttir þingmannsins, segir að fréttirnar hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Það kemur ykkur ekki á óvart að í þessu öllu saman er faðir minn sá sem er rólegur og fullur sjálfstrausts,“ skrifaði hún á Twitter síðu sína. „Hann mætir þessari áskorun líkt og hverri annari. Krabbamein mun kannski hafa ýmis áhrif á hann en það mun ekki láta hann gefast upp. Það hefur aldrei neitt gert.“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi McCain einnig batakveðjur.Melania and I send our thoughts and prayers to Senator McCain, Cindy, and their entire family. Get well soon. https://t.co/fONWVlmYyz— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 20, 2017 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain hefur verið greindur með krabbamein í heila. Æxlið uppgötvaðist þegar McCain var í aðgerð til að fjarlægja blóðkökk sem var fyrir ofan vinstra auga hans. McCain, sem er 80 ára að aldri, dvelur nú heima hjá sér og jafnar sig eftir aðgerðina, samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu hans. „Læknar hans segja að hann sé að jafna sig ótrúlega vel og að almennt sé heilsa hans mjög góð,“ segir í tilkynningunni. „Meðferðarmöguleikar eru meðal annars lyfjameðferð og geislameðferð.“ McCain var hermaður í stríðinu í Víetnam og var stríðsfangi í meira en fimm ár. Hann hefur verið öldungadeildarþingmaður fyrir Arizona ríki frá árinu 1987. Hann bauð sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna árið 2008 fyrir hönd Repúblikanaflokksins en tapaði fyrir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Obama sendi sínum gamla andstæðing batakveðjur á Twitter í gær. John McCain is an American hero & one of the bravest fighters I've ever known. Cancer doesn't know what it's up against. Give it hell, John.— Barack Obama (@BarackObama) July 20, 2017 Sú tegund krabbameins sem McCain var greindur með, glioblastoma, er mjög ágeng. Líkurnar á slíku meini aukast með aldrinum og herjar frekar á karlmenn en kvenmenn. Meghan McCain, dóttir þingmannsins, segir að fréttirnar hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Það kemur ykkur ekki á óvart að í þessu öllu saman er faðir minn sá sem er rólegur og fullur sjálfstrausts,“ skrifaði hún á Twitter síðu sína. „Hann mætir þessari áskorun líkt og hverri annari. Krabbamein mun kannski hafa ýmis áhrif á hann en það mun ekki láta hann gefast upp. Það hefur aldrei neitt gert.“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi McCain einnig batakveðjur.Melania and I send our thoughts and prayers to Senator McCain, Cindy, and their entire family. Get well soon. https://t.co/fONWVlmYyz— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 20, 2017
Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira