John McCain með krabbamein í heila Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júlí 2017 06:23 Dóttir McCain segir hann taka fregnunum af yfirvegun. Vísir/Getty Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain hefur verið greindur með krabbamein í heila. Æxlið uppgötvaðist þegar McCain var í aðgerð til að fjarlægja blóðkökk sem var fyrir ofan vinstra auga hans. McCain, sem er 80 ára að aldri, dvelur nú heima hjá sér og jafnar sig eftir aðgerðina, samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu hans. „Læknar hans segja að hann sé að jafna sig ótrúlega vel og að almennt sé heilsa hans mjög góð,“ segir í tilkynningunni. „Meðferðarmöguleikar eru meðal annars lyfjameðferð og geislameðferð.“ McCain var hermaður í stríðinu í Víetnam og var stríðsfangi í meira en fimm ár. Hann hefur verið öldungadeildarþingmaður fyrir Arizona ríki frá árinu 1987. Hann bauð sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna árið 2008 fyrir hönd Repúblikanaflokksins en tapaði fyrir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Obama sendi sínum gamla andstæðing batakveðjur á Twitter í gær. John McCain is an American hero & one of the bravest fighters I've ever known. Cancer doesn't know what it's up against. Give it hell, John.— Barack Obama (@BarackObama) July 20, 2017 Sú tegund krabbameins sem McCain var greindur með, glioblastoma, er mjög ágeng. Líkurnar á slíku meini aukast með aldrinum og herjar frekar á karlmenn en kvenmenn. Meghan McCain, dóttir þingmannsins, segir að fréttirnar hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Það kemur ykkur ekki á óvart að í þessu öllu saman er faðir minn sá sem er rólegur og fullur sjálfstrausts,“ skrifaði hún á Twitter síðu sína. „Hann mætir þessari áskorun líkt og hverri annari. Krabbamein mun kannski hafa ýmis áhrif á hann en það mun ekki láta hann gefast upp. Það hefur aldrei neitt gert.“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi McCain einnig batakveðjur.Melania and I send our thoughts and prayers to Senator McCain, Cindy, and their entire family. Get well soon. https://t.co/fONWVlmYyz— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 20, 2017 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain hefur verið greindur með krabbamein í heila. Æxlið uppgötvaðist þegar McCain var í aðgerð til að fjarlægja blóðkökk sem var fyrir ofan vinstra auga hans. McCain, sem er 80 ára að aldri, dvelur nú heima hjá sér og jafnar sig eftir aðgerðina, samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu hans. „Læknar hans segja að hann sé að jafna sig ótrúlega vel og að almennt sé heilsa hans mjög góð,“ segir í tilkynningunni. „Meðferðarmöguleikar eru meðal annars lyfjameðferð og geislameðferð.“ McCain var hermaður í stríðinu í Víetnam og var stríðsfangi í meira en fimm ár. Hann hefur verið öldungadeildarþingmaður fyrir Arizona ríki frá árinu 1987. Hann bauð sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna árið 2008 fyrir hönd Repúblikanaflokksins en tapaði fyrir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Obama sendi sínum gamla andstæðing batakveðjur á Twitter í gær. John McCain is an American hero & one of the bravest fighters I've ever known. Cancer doesn't know what it's up against. Give it hell, John.— Barack Obama (@BarackObama) July 20, 2017 Sú tegund krabbameins sem McCain var greindur með, glioblastoma, er mjög ágeng. Líkurnar á slíku meini aukast með aldrinum og herjar frekar á karlmenn en kvenmenn. Meghan McCain, dóttir þingmannsins, segir að fréttirnar hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Það kemur ykkur ekki á óvart að í þessu öllu saman er faðir minn sá sem er rólegur og fullur sjálfstrausts,“ skrifaði hún á Twitter síðu sína. „Hann mætir þessari áskorun líkt og hverri annari. Krabbamein mun kannski hafa ýmis áhrif á hann en það mun ekki láta hann gefast upp. Það hefur aldrei neitt gert.“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi McCain einnig batakveðjur.Melania and I send our thoughts and prayers to Senator McCain, Cindy, and their entire family. Get well soon. https://t.co/fONWVlmYyz— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 20, 2017
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira