Útlendingastofnun bætir Georgíu og Kósóvó við á lista yfir örugg ríki Atli Ísleifsson skrifar 20. júlí 2017 10:38 Alls bárust Útlendingastofnun fimm hundruð umsóknir um hæli á fyrri hluta þessa árs. Vísir/Stefán Útlendingastofnun hefur sett Georgíu og Kósóvó á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki, en talsverður fjöldi hælisleitenda hefur á síðustu misserum komið hingað til lands frá ríkjunum tveimur. Almennt er ríkisborgurum ríkja á lista yfir örugg ríki ekki veitt hæli hér á landi og þeim snúið aftur til síns upprunaríkis, líkt og fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar. Alls bárust Útlendingastofnun fimm hundruð umsóknir um hæli á fyrri hluta þessa árs. Flestar komu frá albönskum ríkisborgurum, eða 147, en næstflestar frá Georgíumönnum, eða 62. Þrettán umsóknir bárust frá einstaklingum frá Kósóvó. Fram kemur að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi kannað aðstæður í Georgíu í þaula í tengslum við hælisumsóknir fólks frá landinu og fyrir liggi að allar forsendur séu fyrir hendi til að skilgreina Georgíu sem öruggt ríki. Sömu sögu sé að segja um Kósóvó.Grundvallarmannréttindi almennt virtÁ heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að grundvallarmannréttindi séu almennt talin virt í ríkjum á lista yfir „örugg ríki“ og mál hælisleitenda með ríkisfang í þessum löndum fari að öllu jöfnu í forgangsmeðferð hjá Útlendingastofnun. „Yfirleitt er ríkisborgurum þessara ríkja sem sækja um hæli hér á landi ekki veitt hæli og þeim snúið aftur til síns upprunaríkis. Hvert mál er þó skoðað sérstaklega á eigin forsendum með tilliti til viðeigandi upplýsinga á hverjum tíma og það eitt að hælisleitandi sé frá ríki á listanum getur aldrei leitt til þess að Útlendingastofnun taki mál hans ekki til skoðunar eða synji umsókn hans án undangenginnar rannsóknar. Þegar það á við eru mál ríkisborgara landa á listanum tekin til almennrar efnismeðferðar og er listinn því aðeins til hliðsjónar,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar. Georgía Kósovó Tengdar fréttir Hælisumsóknum fjölgaði um 60 prósent milli ára Samanlagður fjöldi umsókna á fyrstu fimm mánuðum ársins var 370 sem eru tæplega 60 prósent fleiri umsóknir en bárust á sama tíma á síðasta ári. 15. júní 2017 12:52 Allt að 2000 muni sækja um alþjóðlega vernd Áttatíu prósent fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. 6. júlí 2017 11:23 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Útlendingastofnun hefur sett Georgíu og Kósóvó á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki, en talsverður fjöldi hælisleitenda hefur á síðustu misserum komið hingað til lands frá ríkjunum tveimur. Almennt er ríkisborgurum ríkja á lista yfir örugg ríki ekki veitt hæli hér á landi og þeim snúið aftur til síns upprunaríkis, líkt og fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar. Alls bárust Útlendingastofnun fimm hundruð umsóknir um hæli á fyrri hluta þessa árs. Flestar komu frá albönskum ríkisborgurum, eða 147, en næstflestar frá Georgíumönnum, eða 62. Þrettán umsóknir bárust frá einstaklingum frá Kósóvó. Fram kemur að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi kannað aðstæður í Georgíu í þaula í tengslum við hælisumsóknir fólks frá landinu og fyrir liggi að allar forsendur séu fyrir hendi til að skilgreina Georgíu sem öruggt ríki. Sömu sögu sé að segja um Kósóvó.Grundvallarmannréttindi almennt virtÁ heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að grundvallarmannréttindi séu almennt talin virt í ríkjum á lista yfir „örugg ríki“ og mál hælisleitenda með ríkisfang í þessum löndum fari að öllu jöfnu í forgangsmeðferð hjá Útlendingastofnun. „Yfirleitt er ríkisborgurum þessara ríkja sem sækja um hæli hér á landi ekki veitt hæli og þeim snúið aftur til síns upprunaríkis. Hvert mál er þó skoðað sérstaklega á eigin forsendum með tilliti til viðeigandi upplýsinga á hverjum tíma og það eitt að hælisleitandi sé frá ríki á listanum getur aldrei leitt til þess að Útlendingastofnun taki mál hans ekki til skoðunar eða synji umsókn hans án undangenginnar rannsóknar. Þegar það á við eru mál ríkisborgara landa á listanum tekin til almennrar efnismeðferðar og er listinn því aðeins til hliðsjónar,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar.
Georgía Kósovó Tengdar fréttir Hælisumsóknum fjölgaði um 60 prósent milli ára Samanlagður fjöldi umsókna á fyrstu fimm mánuðum ársins var 370 sem eru tæplega 60 prósent fleiri umsóknir en bárust á sama tíma á síðasta ári. 15. júní 2017 12:52 Allt að 2000 muni sækja um alþjóðlega vernd Áttatíu prósent fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. 6. júlí 2017 11:23 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Hælisumsóknum fjölgaði um 60 prósent milli ára Samanlagður fjöldi umsókna á fyrstu fimm mánuðum ársins var 370 sem eru tæplega 60 prósent fleiri umsóknir en bárust á sama tíma á síðasta ári. 15. júní 2017 12:52
Allt að 2000 muni sækja um alþjóðlega vernd Áttatíu prósent fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. 6. júlí 2017 11:23