Ísland valið fegursti tökustaðurinn: „Svona verðlaun eru okkur mikils virði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. desember 2017 13:50 Einar Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu tók við verðlaununum. Íslandsstofa Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival, sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans. Hátíðin er haldin á Indlandi. Einar Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu tók við verðlaununum. Einar leiðir verkefnið Film in Iceland sem kynnir Ísland sem tökustað erlendis. „Ég held að fólk geri sér kannski ekki grein fyrir því hvað kvikmyndaiðnaðurinn í Indlandi er stór. Þar eru árlega gerðar meira en 1500 kvikmyndir og seldir fleiri miðar en nokkurs staðar í heiminum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu hafa sex kvikmyndir frá Indlandi verið teknar upp hér á landi á undanförnum árum. Sú stærsta er kvikmyndin Dilwale, með indversku stórstjörnunni Shah Rukh Khan sem tekin var hér upp árið 2015. Myndband við lagið Gerua úr kvikmyndinni Dilwale hefur verið skoðað í kringum 200 milljón sinnum á Youtube. Tökurnar fóru fram á Suðurlandinu og er Ísland þar í aðalhlutverki. Framleiðslukostnaður þess var um ein milljón dollara.Vaxandi áhugi Einar segir því eftir miklu að slæðast fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki á Indlandi. „Svona verðlaun eru okkur mikils virði því þau vekja athygli. Það skemmir heldur ekki fyrir að fá hingað stjörnu á borð við Shah Rukh Khan.“ Khan hefur fengið viðurnefnið Konungur Bollywood og er talið að hann sé einn ríkasti leikari í heimi. „Alls eru rúmlega 40 milljónir manns að fylgjast með honum á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter, sem er umtalsvert meira en Íslandsvinir á borð við Tom Cruise og Ben Stiller geta státað, en hvor um sig er með rúmlega sjö milljónir fylgjenda,“ segir í tilkynningu frá Íslandsstofu. Íslandsstofa hefur staðið fyrir kynningu á Íslandi sem tökustað undanfarin ár í samstarfi við Sendiráð Íslands. Einar segir að áhugi á Íslandi sem tökustað sé vaxandi á Indlandi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bollywood stiklan komin út: Enn ein landkynningin fyrir Ísland Bollywood stjarnan Shahrukh Khan var hér á landi í sumar við tökur á nýjustu mynd hans Dilwale. 11. nóvember 2015 15:30 Íslenskt Bollywood-myndband vekur stormandi lukku Myndbandið var að öllu leyti tekið upp á Íslandi og skartar einni skærustu stjörnu Bollywood. 19. nóvember 2015 14:47 Ríkasti leikari Indlands fékk lánað mótorhjól Kópavogsbúa "Hann var bara rosa kúl.“ Hjólið var notað í tökur á væntanlegri Bollywood-mynd. 29. ágúst 2015 22:49 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Sjá meira
Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival, sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans. Hátíðin er haldin á Indlandi. Einar Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu tók við verðlaununum. Einar leiðir verkefnið Film in Iceland sem kynnir Ísland sem tökustað erlendis. „Ég held að fólk geri sér kannski ekki grein fyrir því hvað kvikmyndaiðnaðurinn í Indlandi er stór. Þar eru árlega gerðar meira en 1500 kvikmyndir og seldir fleiri miðar en nokkurs staðar í heiminum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu hafa sex kvikmyndir frá Indlandi verið teknar upp hér á landi á undanförnum árum. Sú stærsta er kvikmyndin Dilwale, með indversku stórstjörnunni Shah Rukh Khan sem tekin var hér upp árið 2015. Myndband við lagið Gerua úr kvikmyndinni Dilwale hefur verið skoðað í kringum 200 milljón sinnum á Youtube. Tökurnar fóru fram á Suðurlandinu og er Ísland þar í aðalhlutverki. Framleiðslukostnaður þess var um ein milljón dollara.Vaxandi áhugi Einar segir því eftir miklu að slæðast fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki á Indlandi. „Svona verðlaun eru okkur mikils virði því þau vekja athygli. Það skemmir heldur ekki fyrir að fá hingað stjörnu á borð við Shah Rukh Khan.“ Khan hefur fengið viðurnefnið Konungur Bollywood og er talið að hann sé einn ríkasti leikari í heimi. „Alls eru rúmlega 40 milljónir manns að fylgjast með honum á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter, sem er umtalsvert meira en Íslandsvinir á borð við Tom Cruise og Ben Stiller geta státað, en hvor um sig er með rúmlega sjö milljónir fylgjenda,“ segir í tilkynningu frá Íslandsstofu. Íslandsstofa hefur staðið fyrir kynningu á Íslandi sem tökustað undanfarin ár í samstarfi við Sendiráð Íslands. Einar segir að áhugi á Íslandi sem tökustað sé vaxandi á Indlandi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bollywood stiklan komin út: Enn ein landkynningin fyrir Ísland Bollywood stjarnan Shahrukh Khan var hér á landi í sumar við tökur á nýjustu mynd hans Dilwale. 11. nóvember 2015 15:30 Íslenskt Bollywood-myndband vekur stormandi lukku Myndbandið var að öllu leyti tekið upp á Íslandi og skartar einni skærustu stjörnu Bollywood. 19. nóvember 2015 14:47 Ríkasti leikari Indlands fékk lánað mótorhjól Kópavogsbúa "Hann var bara rosa kúl.“ Hjólið var notað í tökur á væntanlegri Bollywood-mynd. 29. ágúst 2015 22:49 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Sjá meira
Bollywood stiklan komin út: Enn ein landkynningin fyrir Ísland Bollywood stjarnan Shahrukh Khan var hér á landi í sumar við tökur á nýjustu mynd hans Dilwale. 11. nóvember 2015 15:30
Íslenskt Bollywood-myndband vekur stormandi lukku Myndbandið var að öllu leyti tekið upp á Íslandi og skartar einni skærustu stjörnu Bollywood. 19. nóvember 2015 14:47
Ríkasti leikari Indlands fékk lánað mótorhjól Kópavogsbúa "Hann var bara rosa kúl.“ Hjólið var notað í tökur á væntanlegri Bollywood-mynd. 29. ágúst 2015 22:49