Ísland valið fegursti tökustaðurinn: „Svona verðlaun eru okkur mikils virði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. desember 2017 13:50 Einar Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu tók við verðlaununum. Íslandsstofa Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival, sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans. Hátíðin er haldin á Indlandi. Einar Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu tók við verðlaununum. Einar leiðir verkefnið Film in Iceland sem kynnir Ísland sem tökustað erlendis. „Ég held að fólk geri sér kannski ekki grein fyrir því hvað kvikmyndaiðnaðurinn í Indlandi er stór. Þar eru árlega gerðar meira en 1500 kvikmyndir og seldir fleiri miðar en nokkurs staðar í heiminum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu hafa sex kvikmyndir frá Indlandi verið teknar upp hér á landi á undanförnum árum. Sú stærsta er kvikmyndin Dilwale, með indversku stórstjörnunni Shah Rukh Khan sem tekin var hér upp árið 2015. Myndband við lagið Gerua úr kvikmyndinni Dilwale hefur verið skoðað í kringum 200 milljón sinnum á Youtube. Tökurnar fóru fram á Suðurlandinu og er Ísland þar í aðalhlutverki. Framleiðslukostnaður þess var um ein milljón dollara.Vaxandi áhugi Einar segir því eftir miklu að slæðast fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki á Indlandi. „Svona verðlaun eru okkur mikils virði því þau vekja athygli. Það skemmir heldur ekki fyrir að fá hingað stjörnu á borð við Shah Rukh Khan.“ Khan hefur fengið viðurnefnið Konungur Bollywood og er talið að hann sé einn ríkasti leikari í heimi. „Alls eru rúmlega 40 milljónir manns að fylgjast með honum á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter, sem er umtalsvert meira en Íslandsvinir á borð við Tom Cruise og Ben Stiller geta státað, en hvor um sig er með rúmlega sjö milljónir fylgjenda,“ segir í tilkynningu frá Íslandsstofu. Íslandsstofa hefur staðið fyrir kynningu á Íslandi sem tökustað undanfarin ár í samstarfi við Sendiráð Íslands. Einar segir að áhugi á Íslandi sem tökustað sé vaxandi á Indlandi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bollywood stiklan komin út: Enn ein landkynningin fyrir Ísland Bollywood stjarnan Shahrukh Khan var hér á landi í sumar við tökur á nýjustu mynd hans Dilwale. 11. nóvember 2015 15:30 Íslenskt Bollywood-myndband vekur stormandi lukku Myndbandið var að öllu leyti tekið upp á Íslandi og skartar einni skærustu stjörnu Bollywood. 19. nóvember 2015 14:47 Ríkasti leikari Indlands fékk lánað mótorhjól Kópavogsbúa "Hann var bara rosa kúl.“ Hjólið var notað í tökur á væntanlegri Bollywood-mynd. 29. ágúst 2015 22:49 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival, sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans. Hátíðin er haldin á Indlandi. Einar Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu tók við verðlaununum. Einar leiðir verkefnið Film in Iceland sem kynnir Ísland sem tökustað erlendis. „Ég held að fólk geri sér kannski ekki grein fyrir því hvað kvikmyndaiðnaðurinn í Indlandi er stór. Þar eru árlega gerðar meira en 1500 kvikmyndir og seldir fleiri miðar en nokkurs staðar í heiminum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu hafa sex kvikmyndir frá Indlandi verið teknar upp hér á landi á undanförnum árum. Sú stærsta er kvikmyndin Dilwale, með indversku stórstjörnunni Shah Rukh Khan sem tekin var hér upp árið 2015. Myndband við lagið Gerua úr kvikmyndinni Dilwale hefur verið skoðað í kringum 200 milljón sinnum á Youtube. Tökurnar fóru fram á Suðurlandinu og er Ísland þar í aðalhlutverki. Framleiðslukostnaður þess var um ein milljón dollara.Vaxandi áhugi Einar segir því eftir miklu að slæðast fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki á Indlandi. „Svona verðlaun eru okkur mikils virði því þau vekja athygli. Það skemmir heldur ekki fyrir að fá hingað stjörnu á borð við Shah Rukh Khan.“ Khan hefur fengið viðurnefnið Konungur Bollywood og er talið að hann sé einn ríkasti leikari í heimi. „Alls eru rúmlega 40 milljónir manns að fylgjast með honum á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter, sem er umtalsvert meira en Íslandsvinir á borð við Tom Cruise og Ben Stiller geta státað, en hvor um sig er með rúmlega sjö milljónir fylgjenda,“ segir í tilkynningu frá Íslandsstofu. Íslandsstofa hefur staðið fyrir kynningu á Íslandi sem tökustað undanfarin ár í samstarfi við Sendiráð Íslands. Einar segir að áhugi á Íslandi sem tökustað sé vaxandi á Indlandi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bollywood stiklan komin út: Enn ein landkynningin fyrir Ísland Bollywood stjarnan Shahrukh Khan var hér á landi í sumar við tökur á nýjustu mynd hans Dilwale. 11. nóvember 2015 15:30 Íslenskt Bollywood-myndband vekur stormandi lukku Myndbandið var að öllu leyti tekið upp á Íslandi og skartar einni skærustu stjörnu Bollywood. 19. nóvember 2015 14:47 Ríkasti leikari Indlands fékk lánað mótorhjól Kópavogsbúa "Hann var bara rosa kúl.“ Hjólið var notað í tökur á væntanlegri Bollywood-mynd. 29. ágúst 2015 22:49 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Bollywood stiklan komin út: Enn ein landkynningin fyrir Ísland Bollywood stjarnan Shahrukh Khan var hér á landi í sumar við tökur á nýjustu mynd hans Dilwale. 11. nóvember 2015 15:30
Íslenskt Bollywood-myndband vekur stormandi lukku Myndbandið var að öllu leyti tekið upp á Íslandi og skartar einni skærustu stjörnu Bollywood. 19. nóvember 2015 14:47
Ríkasti leikari Indlands fékk lánað mótorhjól Kópavogsbúa "Hann var bara rosa kúl.“ Hjólið var notað í tökur á væntanlegri Bollywood-mynd. 29. ágúst 2015 22:49