Lífið

Bollywood stiklan komin út: Enn ein landkynningin fyrir Ísland

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ísland er í stóru hlutverki í þessari mynd.
Ísland er í stóru hlutverki í þessari mynd. vísir

Bollywood stjarnan Shahrukh Khan var hér á landi í sumar við tökur á nýjustu mynd hans Dilwale. Tökurnar fóru fram á Suðurlandinu og má sjá Ísland í aðalhlutverki í nýrri stiklu úr myndinni en hún verður frumsýnd í næsta mánuði.

Umrædd stikla er sú fyrsta úr myndinni og þegar þessi frétt er skrifuð hafa um sjö milljónir manna séð hana.

Shah Rukh Khan en samkvæmt The Richest næstríkasti leikari heims. Hann er með um 15 milljónir fylgjenda á Twitter síðu sinni og nýtur gríðarlegrar vinsælda í Indlandi. Vísir fjallaði mikið um dvöl Khan á landinu og fékk hann meðal annars lánað mótorhjól frá Kópavogsbúanum Krystian Sikora.

Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Justin Bieber tók upp tónlistarmyndbandið við lagið I'll Show You hér á landi og hafa nú yfir 27 milljónir horft á það myndband. Landkynning okkar Íslendinga ætlar því engan endi að taka. 

Hér að neðan má sjá stikluna. 


Tengdar fréttir

Bakvið tjöldin í Íslandsmyndbandi Justin Bieber - Myndband

„Fyrir þá sem hafa verið að velta því fyrir sér þá tók ég upp myndbandið hans Justin Bieber,“ segir Rory Kramer, góðvinur Bieber, sem var með honum hér á landi á dögunum. Hann birtir einskonar bakvið tjöldin myndband á Instagram-síðu sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.