„Feluleikurinn hefur farið mjög illa með mann“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. mars 2017 19:30 „Það eru fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig.“ Þetta segir lesbía á níræðisaldri. Hún segir þöggun um málefni hinsegin fólks á efri árum vera óbærilega, og vill hreinskilnari og opnari umræðu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Samtökin 78 hefðu á dögunum stofnað sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, þar sem stórlega vanti upp á fagþekkingu á þeirra málefnum. Fjörutíu ára samband í leynumNanna Úlfsdóttir er áttatíu og eins árs lesbía. Hún kom út úr skápnum fyrir tuttugu árum. Þá hafði hún búið með konu í fjörutíu ár. „Þó að ég geti ekki kvartað yfir mínu lífi, í sjálfu sér, þá hefur feluleikurinn farið mjög illa með mann. Mjög illa. Og þetta kannski tekur á mann eftir því sem árin líða,“ segir hún. Ljóst sé að hinsegin fólk sé að finna á dvalar- og öldrunarheimilum þó að starfsfólk sé ekki meðvitað um það. „Ég get alveg trúað þessu að það sé rétt, því að svigrúmið er ekkert gefið. Við eigum alltaf að vera eins. Og þegar fólk er farið að verða fullorðið og haldi nú að það eigi rétt á frelsi, þá eru bara allar dyr lokaðar. Þá er komið fram við alla eins og þeir séu eins,“ segir Nanna.Fólk kemur út úr skápnum eftir að makinn fellur fráHún starfaði sjálf fyrir Samtökin 78 og segir dæmi um að fólk komi út úr skápnum á efri árum, jafnvel eftir að maki þeirra fellur frá. Samkynhneigð sé að vissu leyti enn feimnismál hjá hennar kynslóð. „Þögnin er ansi mikil ennþá. Og ég get bara sagt mína eigin reynslu. Ég held að það séu mjög fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig. Þannig að þöggunin hún er, kannski getum við bara sagt, hún er óbærileg í reynd. Það mætti gjarnan vera heiðarlegri og hreinskilnari umræða.“ Nanna segir mikilvægt að fólk fái svigrúm til að fá að blómstra á eigin forsendum. „Lífið er ekki búið fyrr en maður kveður, sofnar bara að eilífu. Þetta er eins og annað. Opin, heiðarleg, hreinskiptin umræða, hún gerir ótrúlega mikið fyrir líðan fólks á heildina litið.“ Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
„Það eru fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig.“ Þetta segir lesbía á níræðisaldri. Hún segir þöggun um málefni hinsegin fólks á efri árum vera óbærilega, og vill hreinskilnari og opnari umræðu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Samtökin 78 hefðu á dögunum stofnað sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, þar sem stórlega vanti upp á fagþekkingu á þeirra málefnum. Fjörutíu ára samband í leynumNanna Úlfsdóttir er áttatíu og eins árs lesbía. Hún kom út úr skápnum fyrir tuttugu árum. Þá hafði hún búið með konu í fjörutíu ár. „Þó að ég geti ekki kvartað yfir mínu lífi, í sjálfu sér, þá hefur feluleikurinn farið mjög illa með mann. Mjög illa. Og þetta kannski tekur á mann eftir því sem árin líða,“ segir hún. Ljóst sé að hinsegin fólk sé að finna á dvalar- og öldrunarheimilum þó að starfsfólk sé ekki meðvitað um það. „Ég get alveg trúað þessu að það sé rétt, því að svigrúmið er ekkert gefið. Við eigum alltaf að vera eins. Og þegar fólk er farið að verða fullorðið og haldi nú að það eigi rétt á frelsi, þá eru bara allar dyr lokaðar. Þá er komið fram við alla eins og þeir séu eins,“ segir Nanna.Fólk kemur út úr skápnum eftir að makinn fellur fráHún starfaði sjálf fyrir Samtökin 78 og segir dæmi um að fólk komi út úr skápnum á efri árum, jafnvel eftir að maki þeirra fellur frá. Samkynhneigð sé að vissu leyti enn feimnismál hjá hennar kynslóð. „Þögnin er ansi mikil ennþá. Og ég get bara sagt mína eigin reynslu. Ég held að það séu mjög fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig. Þannig að þöggunin hún er, kannski getum við bara sagt, hún er óbærileg í reynd. Það mætti gjarnan vera heiðarlegri og hreinskilnari umræða.“ Nanna segir mikilvægt að fólk fái svigrúm til að fá að blómstra á eigin forsendum. „Lífið er ekki búið fyrr en maður kveður, sofnar bara að eilífu. Þetta er eins og annað. Opin, heiðarleg, hreinskiptin umræða, hún gerir ótrúlega mikið fyrir líðan fólks á heildina litið.“
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira