Sverrir Ingi Ingason skoraði mark Granada sem tapaði 3-1 fyrir Sporting Gijon í fallslag spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.
Sverrir Ingi skoraði fyrsta mark leiksins á 51. mínútu en afleitur sjö mínútna kafli Granada sem hófst þegar hálftími var til leiksloka tryggði Sporting sigurinn.
Granada féll niður í 19. sæti með tapinu en liðið er með 19 stig, átta stigum frá öruggu sæti þegar tíu umferðir eru eftir af deildinni. Sporting er í sætinu fyrir ofan Granada með 21 stig.
Sverrir Ingi skoraði í tapi Granada
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn





„Við máttum ekki gefast upp“
Körfubolti



„Við elskum að spila hérna“
Fótbolti
