Framsókn, Sjálfstæðismenn og Viðreisn fengu umfjöllun með auglýsingakaupum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. maí 2017 07:00 Úr einum kosningaþátta Framsóknarflokksins. MYND/HRINGBRAUT Fjölmiðlanefnd er með til athugunar hvort Hringbraut hafi brotið gegn reglum um hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni með umfjöllun sinni um stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. Verði niðurstaðan sú að Hringbraut hafi farið á svig við reglur liggja sektir við brotunum. Fyrir kosningar hafði Hringbraut samband við þá stjórnmálaflokka sem samkvæmt skoðanakönnunum þóttu líklegir til að ná manni inn á þing. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins stóð hverjum flokki til boða að framleiða fjóra þætti sem hver um sig yrði endursýndur tólf sinnum. Með þáttunum fylgdi auglýsingapakki, með 50% afslætti frá verðskrá Hringbrautar, á 450 þúsund krónur.Guðmundur Örn Jóhannsson, sjónvarpsstjóri HringbrautarFjölmiðlanefnd barst ábending vegna bréfs sem Hringbraut sendi til stjórnmálaafls sem bauð fram í þingkosningunum. Af því bréfi mátti ráða að Hringbraut myndi framleiða kynningarþætti fyrir þá flokka sem buðu fram í kosningunum ef keyptur yrði auglýsingapakki frá miðlum Hringbrautar. Þrír flokkar nýttu sér boðið. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn. Aðrir flokkar sem eiga fulltrúa á þingi höfnuðu því að taka þátt og minni framboðum var ekki gefinn kostur á því að taka þátt. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkuð hart hafi verið gengið á eftir þeim flokkum sem höfðu ekki áhuga og þeim meðal annars tjáð að þeir yrðu einu flokkarnir sem yrðu ekki með. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, staðfestir að verið sé að kanna hugsanlegt brot Hringbrautar. Þeim flokkum sem nýttu sér boðið ekki var gefinn kostur á að gefa upp hvort þeim hefði staðið slík þátttaka til boða. Að öðru leyti geti nefndin ekki tjáð sig um málið eða mögulega niðurstöðu þess. „Við höfum sent nefndinni rökstuðning okkar og teljum okkur ekki hafa brotið neinar reglur,“ segir Guðmundur Örn Jóhannsson, sjónvarpsstjóri Hringbrautar. „Við seldum flokkunum ekki þættina heldur seldum við þeim auglýsingar. Síðan stóð þeim til boða að vera með sjónvarpsþátt líkt og tíðkast á ÍNN og N4.“ Aðspurður um hvort stöðin hafi boðið öllum framboðunum tólf þátttöku segir Guðmundur: „Við höfðum þetta ekki lýðræðislegt heldur byggðum við þetta á tölum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Fjölmiðlanefnd er með til athugunar hvort Hringbraut hafi brotið gegn reglum um hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni með umfjöllun sinni um stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. Verði niðurstaðan sú að Hringbraut hafi farið á svig við reglur liggja sektir við brotunum. Fyrir kosningar hafði Hringbraut samband við þá stjórnmálaflokka sem samkvæmt skoðanakönnunum þóttu líklegir til að ná manni inn á þing. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins stóð hverjum flokki til boða að framleiða fjóra þætti sem hver um sig yrði endursýndur tólf sinnum. Með þáttunum fylgdi auglýsingapakki, með 50% afslætti frá verðskrá Hringbrautar, á 450 þúsund krónur.Guðmundur Örn Jóhannsson, sjónvarpsstjóri HringbrautarFjölmiðlanefnd barst ábending vegna bréfs sem Hringbraut sendi til stjórnmálaafls sem bauð fram í þingkosningunum. Af því bréfi mátti ráða að Hringbraut myndi framleiða kynningarþætti fyrir þá flokka sem buðu fram í kosningunum ef keyptur yrði auglýsingapakki frá miðlum Hringbrautar. Þrír flokkar nýttu sér boðið. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn. Aðrir flokkar sem eiga fulltrúa á þingi höfnuðu því að taka þátt og minni framboðum var ekki gefinn kostur á því að taka þátt. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkuð hart hafi verið gengið á eftir þeim flokkum sem höfðu ekki áhuga og þeim meðal annars tjáð að þeir yrðu einu flokkarnir sem yrðu ekki með. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, staðfestir að verið sé að kanna hugsanlegt brot Hringbrautar. Þeim flokkum sem nýttu sér boðið ekki var gefinn kostur á að gefa upp hvort þeim hefði staðið slík þátttaka til boða. Að öðru leyti geti nefndin ekki tjáð sig um málið eða mögulega niðurstöðu þess. „Við höfum sent nefndinni rökstuðning okkar og teljum okkur ekki hafa brotið neinar reglur,“ segir Guðmundur Örn Jóhannsson, sjónvarpsstjóri Hringbrautar. „Við seldum flokkunum ekki þættina heldur seldum við þeim auglýsingar. Síðan stóð þeim til boða að vera með sjónvarpsþátt líkt og tíðkast á ÍNN og N4.“ Aðspurður um hvort stöðin hafi boðið öllum framboðunum tólf þátttöku segir Guðmundur: „Við höfðum þetta ekki lýðræðislegt heldur byggðum við þetta á tölum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira