Framsókn, Sjálfstæðismenn og Viðreisn fengu umfjöllun með auglýsingakaupum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. maí 2017 07:00 Úr einum kosningaþátta Framsóknarflokksins. MYND/HRINGBRAUT Fjölmiðlanefnd er með til athugunar hvort Hringbraut hafi brotið gegn reglum um hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni með umfjöllun sinni um stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. Verði niðurstaðan sú að Hringbraut hafi farið á svig við reglur liggja sektir við brotunum. Fyrir kosningar hafði Hringbraut samband við þá stjórnmálaflokka sem samkvæmt skoðanakönnunum þóttu líklegir til að ná manni inn á þing. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins stóð hverjum flokki til boða að framleiða fjóra þætti sem hver um sig yrði endursýndur tólf sinnum. Með þáttunum fylgdi auglýsingapakki, með 50% afslætti frá verðskrá Hringbrautar, á 450 þúsund krónur.Guðmundur Örn Jóhannsson, sjónvarpsstjóri HringbrautarFjölmiðlanefnd barst ábending vegna bréfs sem Hringbraut sendi til stjórnmálaafls sem bauð fram í þingkosningunum. Af því bréfi mátti ráða að Hringbraut myndi framleiða kynningarþætti fyrir þá flokka sem buðu fram í kosningunum ef keyptur yrði auglýsingapakki frá miðlum Hringbrautar. Þrír flokkar nýttu sér boðið. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn. Aðrir flokkar sem eiga fulltrúa á þingi höfnuðu því að taka þátt og minni framboðum var ekki gefinn kostur á því að taka þátt. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkuð hart hafi verið gengið á eftir þeim flokkum sem höfðu ekki áhuga og þeim meðal annars tjáð að þeir yrðu einu flokkarnir sem yrðu ekki með. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, staðfestir að verið sé að kanna hugsanlegt brot Hringbrautar. Þeim flokkum sem nýttu sér boðið ekki var gefinn kostur á að gefa upp hvort þeim hefði staðið slík þátttaka til boða. Að öðru leyti geti nefndin ekki tjáð sig um málið eða mögulega niðurstöðu þess. „Við höfum sent nefndinni rökstuðning okkar og teljum okkur ekki hafa brotið neinar reglur,“ segir Guðmundur Örn Jóhannsson, sjónvarpsstjóri Hringbrautar. „Við seldum flokkunum ekki þættina heldur seldum við þeim auglýsingar. Síðan stóð þeim til boða að vera með sjónvarpsþátt líkt og tíðkast á ÍNN og N4.“ Aðspurður um hvort stöðin hafi boðið öllum framboðunum tólf þátttöku segir Guðmundur: „Við höfðum þetta ekki lýðræðislegt heldur byggðum við þetta á tölum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Fjölmiðlanefnd er með til athugunar hvort Hringbraut hafi brotið gegn reglum um hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni með umfjöllun sinni um stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. Verði niðurstaðan sú að Hringbraut hafi farið á svig við reglur liggja sektir við brotunum. Fyrir kosningar hafði Hringbraut samband við þá stjórnmálaflokka sem samkvæmt skoðanakönnunum þóttu líklegir til að ná manni inn á þing. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins stóð hverjum flokki til boða að framleiða fjóra þætti sem hver um sig yrði endursýndur tólf sinnum. Með þáttunum fylgdi auglýsingapakki, með 50% afslætti frá verðskrá Hringbrautar, á 450 þúsund krónur.Guðmundur Örn Jóhannsson, sjónvarpsstjóri HringbrautarFjölmiðlanefnd barst ábending vegna bréfs sem Hringbraut sendi til stjórnmálaafls sem bauð fram í þingkosningunum. Af því bréfi mátti ráða að Hringbraut myndi framleiða kynningarþætti fyrir þá flokka sem buðu fram í kosningunum ef keyptur yrði auglýsingapakki frá miðlum Hringbrautar. Þrír flokkar nýttu sér boðið. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn. Aðrir flokkar sem eiga fulltrúa á þingi höfnuðu því að taka þátt og minni framboðum var ekki gefinn kostur á því að taka þátt. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkuð hart hafi verið gengið á eftir þeim flokkum sem höfðu ekki áhuga og þeim meðal annars tjáð að þeir yrðu einu flokkarnir sem yrðu ekki með. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, staðfestir að verið sé að kanna hugsanlegt brot Hringbrautar. Þeim flokkum sem nýttu sér boðið ekki var gefinn kostur á að gefa upp hvort þeim hefði staðið slík þátttaka til boða. Að öðru leyti geti nefndin ekki tjáð sig um málið eða mögulega niðurstöðu þess. „Við höfum sent nefndinni rökstuðning okkar og teljum okkur ekki hafa brotið neinar reglur,“ segir Guðmundur Örn Jóhannsson, sjónvarpsstjóri Hringbrautar. „Við seldum flokkunum ekki þættina heldur seldum við þeim auglýsingar. Síðan stóð þeim til boða að vera með sjónvarpsþátt líkt og tíðkast á ÍNN og N4.“ Aðspurður um hvort stöðin hafi boðið öllum framboðunum tólf þátttöku segir Guðmundur: „Við höfðum þetta ekki lýðræðislegt heldur byggðum við þetta á tölum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira