Utanríkisráðherra segir 25 ára EES samning enn standa fyrir sínu Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2017 13:06 Utanríkisráðherra segir samninginn um evrópska efnahagssvæðið, EES, enn standa fyrir sínu og gagnast Íslendingum vel. En í dag eru 25 ár frá því þrjú af fjórum aðildarríkjum EFTA skrifuðu undir samninginn við Evrópusambandið. Hinn 2. maí árið 1992 skrifuðu EFTA ríkin Ísland, Noregur og Liectenstein undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í Óportó í Portúgal, en fjórða EFTA ríkið, Sviss, ákvað að vera ekki með og gerði tvíhliða samning við Evrópusambandið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir samninginn enn halda gildi sínu tuttugu og fimm árum síðar. „Hann hefur reynst Íslendingum mjög vel. Við erum í kjöraðstöðu. Bæði með því að hafa aðgang að markaði Evrópu og sömuleiðis getum við tekið eigin ákvarðanir um hvernig við viljum móta samskipti við þau ríki sem standa utan Evrópusambandsins,“ segir Guðlaugur Þór. Samningurinn tryggir óheftan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, tryggir frjálsa för fólks og fjármagns milli ríkjanna og tryggir Íslendingum aðgang að menntastofnunum og ýmsum styrkjum innan Evrópusambandsins. Sömuleiðis hafa íbúar Evrópusambandsins rétt á að leita sér vinnu hér á landi og geta ferðast hingað og búið hér hindrunarlaust.Var það mikil framsýni á sínum tíma hjá þeim sem þá voru við völd að gera Íslendinga aðila að þessum samningi? „Já, ég held að við getum óhrædd sagt að við eigum þeim sem keyrðu þetta í gegn á sínum tíma sem var ekki átakalaust, mikið að þakka,“ segir utanríkisráðherra. Eins og utanríkisráðherra minntist á var samningurinn ekki samþykktur átakalaust. Íslendingar hófu þátttöku í aðildarviðræðum undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra, í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar 1991 lýsti forysta Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins hins vegar yfir andstöðu við EES samninginn. Það varð til þess að Alþýðuflokkurinn fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þótt ríkisstjórn flokkanna þriggja hafi haldið velli í kosningunum. Í dag eru miklar hræringar í Evrópu og breytingar hafa átt sér stað á þeim 25 árum sem liðin eru frá því EES samningurinn var gerður.Er samningurinn enn jafn góður og þegar hann var undirritaður eða þarf að huga að einhverjum aðlögunum eða breytingum á honum? „Hann stendur algerlega fyrir sínu og framkvæmd hans hefur gengið mjög vel. Flest af því sem fólk er óánægt með núna innan Evrópusambandsins er eitthvað sem tengist okkur ekki. Vegna þess að við erum eingöngu aðilar að þeim samningum sem snúa að EES en ekki þeim samningum sem er hvað mest deilt á innan Evrópusambandsins.“Þannig að það þarf ekki að gera neinar breytingar á samningum? „Nei, það er ekkert aðkallandi í því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Utanríkisráðherra segir samninginn um evrópska efnahagssvæðið, EES, enn standa fyrir sínu og gagnast Íslendingum vel. En í dag eru 25 ár frá því þrjú af fjórum aðildarríkjum EFTA skrifuðu undir samninginn við Evrópusambandið. Hinn 2. maí árið 1992 skrifuðu EFTA ríkin Ísland, Noregur og Liectenstein undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í Óportó í Portúgal, en fjórða EFTA ríkið, Sviss, ákvað að vera ekki með og gerði tvíhliða samning við Evrópusambandið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir samninginn enn halda gildi sínu tuttugu og fimm árum síðar. „Hann hefur reynst Íslendingum mjög vel. Við erum í kjöraðstöðu. Bæði með því að hafa aðgang að markaði Evrópu og sömuleiðis getum við tekið eigin ákvarðanir um hvernig við viljum móta samskipti við þau ríki sem standa utan Evrópusambandsins,“ segir Guðlaugur Þór. Samningurinn tryggir óheftan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, tryggir frjálsa för fólks og fjármagns milli ríkjanna og tryggir Íslendingum aðgang að menntastofnunum og ýmsum styrkjum innan Evrópusambandsins. Sömuleiðis hafa íbúar Evrópusambandsins rétt á að leita sér vinnu hér á landi og geta ferðast hingað og búið hér hindrunarlaust.Var það mikil framsýni á sínum tíma hjá þeim sem þá voru við völd að gera Íslendinga aðila að þessum samningi? „Já, ég held að við getum óhrædd sagt að við eigum þeim sem keyrðu þetta í gegn á sínum tíma sem var ekki átakalaust, mikið að þakka,“ segir utanríkisráðherra. Eins og utanríkisráðherra minntist á var samningurinn ekki samþykktur átakalaust. Íslendingar hófu þátttöku í aðildarviðræðum undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra, í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar 1991 lýsti forysta Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins hins vegar yfir andstöðu við EES samninginn. Það varð til þess að Alþýðuflokkurinn fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þótt ríkisstjórn flokkanna þriggja hafi haldið velli í kosningunum. Í dag eru miklar hræringar í Evrópu og breytingar hafa átt sér stað á þeim 25 árum sem liðin eru frá því EES samningurinn var gerður.Er samningurinn enn jafn góður og þegar hann var undirritaður eða þarf að huga að einhverjum aðlögunum eða breytingum á honum? „Hann stendur algerlega fyrir sínu og framkvæmd hans hefur gengið mjög vel. Flest af því sem fólk er óánægt með núna innan Evrópusambandsins er eitthvað sem tengist okkur ekki. Vegna þess að við erum eingöngu aðilar að þeim samningum sem snúa að EES en ekki þeim samningum sem er hvað mest deilt á innan Evrópusambandsins.“Þannig að það þarf ekki að gera neinar breytingar á samningum? „Nei, það er ekkert aðkallandi í því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira