Utanríkisráðherra segir 25 ára EES samning enn standa fyrir sínu Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2017 13:06 Utanríkisráðherra segir samninginn um evrópska efnahagssvæðið, EES, enn standa fyrir sínu og gagnast Íslendingum vel. En í dag eru 25 ár frá því þrjú af fjórum aðildarríkjum EFTA skrifuðu undir samninginn við Evrópusambandið. Hinn 2. maí árið 1992 skrifuðu EFTA ríkin Ísland, Noregur og Liectenstein undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í Óportó í Portúgal, en fjórða EFTA ríkið, Sviss, ákvað að vera ekki með og gerði tvíhliða samning við Evrópusambandið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir samninginn enn halda gildi sínu tuttugu og fimm árum síðar. „Hann hefur reynst Íslendingum mjög vel. Við erum í kjöraðstöðu. Bæði með því að hafa aðgang að markaði Evrópu og sömuleiðis getum við tekið eigin ákvarðanir um hvernig við viljum móta samskipti við þau ríki sem standa utan Evrópusambandsins,“ segir Guðlaugur Þór. Samningurinn tryggir óheftan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, tryggir frjálsa för fólks og fjármagns milli ríkjanna og tryggir Íslendingum aðgang að menntastofnunum og ýmsum styrkjum innan Evrópusambandsins. Sömuleiðis hafa íbúar Evrópusambandsins rétt á að leita sér vinnu hér á landi og geta ferðast hingað og búið hér hindrunarlaust.Var það mikil framsýni á sínum tíma hjá þeim sem þá voru við völd að gera Íslendinga aðila að þessum samningi? „Já, ég held að við getum óhrædd sagt að við eigum þeim sem keyrðu þetta í gegn á sínum tíma sem var ekki átakalaust, mikið að þakka,“ segir utanríkisráðherra. Eins og utanríkisráðherra minntist á var samningurinn ekki samþykktur átakalaust. Íslendingar hófu þátttöku í aðildarviðræðum undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra, í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar 1991 lýsti forysta Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins hins vegar yfir andstöðu við EES samninginn. Það varð til þess að Alþýðuflokkurinn fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þótt ríkisstjórn flokkanna þriggja hafi haldið velli í kosningunum. Í dag eru miklar hræringar í Evrópu og breytingar hafa átt sér stað á þeim 25 árum sem liðin eru frá því EES samningurinn var gerður.Er samningurinn enn jafn góður og þegar hann var undirritaður eða þarf að huga að einhverjum aðlögunum eða breytingum á honum? „Hann stendur algerlega fyrir sínu og framkvæmd hans hefur gengið mjög vel. Flest af því sem fólk er óánægt með núna innan Evrópusambandsins er eitthvað sem tengist okkur ekki. Vegna þess að við erum eingöngu aðilar að þeim samningum sem snúa að EES en ekki þeim samningum sem er hvað mest deilt á innan Evrópusambandsins.“Þannig að það þarf ekki að gera neinar breytingar á samningum? „Nei, það er ekkert aðkallandi í því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Sjá meira
Utanríkisráðherra segir samninginn um evrópska efnahagssvæðið, EES, enn standa fyrir sínu og gagnast Íslendingum vel. En í dag eru 25 ár frá því þrjú af fjórum aðildarríkjum EFTA skrifuðu undir samninginn við Evrópusambandið. Hinn 2. maí árið 1992 skrifuðu EFTA ríkin Ísland, Noregur og Liectenstein undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í Óportó í Portúgal, en fjórða EFTA ríkið, Sviss, ákvað að vera ekki með og gerði tvíhliða samning við Evrópusambandið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir samninginn enn halda gildi sínu tuttugu og fimm árum síðar. „Hann hefur reynst Íslendingum mjög vel. Við erum í kjöraðstöðu. Bæði með því að hafa aðgang að markaði Evrópu og sömuleiðis getum við tekið eigin ákvarðanir um hvernig við viljum móta samskipti við þau ríki sem standa utan Evrópusambandsins,“ segir Guðlaugur Þór. Samningurinn tryggir óheftan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, tryggir frjálsa för fólks og fjármagns milli ríkjanna og tryggir Íslendingum aðgang að menntastofnunum og ýmsum styrkjum innan Evrópusambandsins. Sömuleiðis hafa íbúar Evrópusambandsins rétt á að leita sér vinnu hér á landi og geta ferðast hingað og búið hér hindrunarlaust.Var það mikil framsýni á sínum tíma hjá þeim sem þá voru við völd að gera Íslendinga aðila að þessum samningi? „Já, ég held að við getum óhrædd sagt að við eigum þeim sem keyrðu þetta í gegn á sínum tíma sem var ekki átakalaust, mikið að þakka,“ segir utanríkisráðherra. Eins og utanríkisráðherra minntist á var samningurinn ekki samþykktur átakalaust. Íslendingar hófu þátttöku í aðildarviðræðum undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra, í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar 1991 lýsti forysta Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins hins vegar yfir andstöðu við EES samninginn. Það varð til þess að Alþýðuflokkurinn fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þótt ríkisstjórn flokkanna þriggja hafi haldið velli í kosningunum. Í dag eru miklar hræringar í Evrópu og breytingar hafa átt sér stað á þeim 25 árum sem liðin eru frá því EES samningurinn var gerður.Er samningurinn enn jafn góður og þegar hann var undirritaður eða þarf að huga að einhverjum aðlögunum eða breytingum á honum? „Hann stendur algerlega fyrir sínu og framkvæmd hans hefur gengið mjög vel. Flest af því sem fólk er óánægt með núna innan Evrópusambandsins er eitthvað sem tengist okkur ekki. Vegna þess að við erum eingöngu aðilar að þeim samningum sem snúa að EES en ekki þeim samningum sem er hvað mest deilt á innan Evrópusambandsins.“Þannig að það þarf ekki að gera neinar breytingar á samningum? „Nei, það er ekkert aðkallandi í því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Sjá meira