Bjarni segir gamaldags að fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu greiði ekki arð Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2017 19:45 Forsætisráðherra sér enga ástæðu til að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Það sé gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið að greiða út arð. Skoðanir forsætisráðherra á arðgreiðslum í heilbrigðiskerfinu hafa valdið nokkrum pólitískum titringi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherrann út í þessi mál á Alþingi í dag og var langt í frá ánægð með svörin. Katrín sagði stórt skref til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu hafa verið stigið á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að fela einkaaðilum að reka nýjar heilsugæslustöðvar. Það hafi verið gert án lýðræðislegrar umræðu á Alþingi og þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji að hið opinbera sjái um heilbrigðisþjónustuna. „Þáverandi heilbrigðisráðherra áttaði sig hins vegar á því að það væri ekki vilji til þess í samfélaginu að veikindi væru höfð að féþúfu. Þess vegna lýsti hann því yfir að þessar nýju einkareknu heilsugæslustöðvar hefðu ekki heimild til að greiða arð til eigenda sinna,“ sagði Katrín. Hins vegar hafi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýst því yfir á Sprengisandi um helgina að fullkomlega eðlilegt væri að greiða út arð í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. „Sem er auðvitað hans svar við risastórri siðferðilegri og pólitískri spurningu um hvort það sé eðlilegt að einkaaðilar hagnist á sjúkdómum fólks. Mitt svar við því er algerlega skýrt. Það er hvorki rétt né skynsamleg nýting á almannafé að skattféi eða sjúklingagjöldum sé varið til að greiða fólki arð,“ sagði Katrín. Spurði formaður Vinstri grænna hvort þetta væri í samræmi við stefnu núverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra sagði fjölmörg dæmi um samninga ríkisins við sérfræðilækna , eins og samning þar síðustu ríkisstjórnar vegna tannlækninga barna. „Sem var ágætis samningur. En tannlækningar á Íslandi eru almennt reknar af einkaaðilum. Við erum jú ekki að reka tannlæknastofu ríkisins svo mér sé kunnugt um. En í þeim samningi gerði þáverandi ríkisstjórn engan áskilnað um að menn greiddu sér ekki út neinn arð,“ sagði Bjarni. Þetta ætti við á mörgum sviðum þar sem ríkið hefði ákveðið að standa undir fjármögnun einkaaðila á opinberri þjónustu og skilyrði sköpuðust til afgangs í rekstri. „Ég sé ekki ástæðu til að gera athugasemd við það að ef menn skila afgangi í sínum rekstri, sama með hvaða hætti það er gert, sem reka einkafyrirtæki á heilbrigðissviðinu að þeir greiði sér út arð,“ sagði forsætisráðherra. Þetta kynni að vera hausverkur fyrir suma á tilteknum sviðum sem vildu þá koma í veg fyrir að einkaaðilar störfuðu á sumum sviðum eða meina þeim að greiða arð. „Og ég held að það sé bara gamaldags aðferð sem horfist ekki í augu við eðlilegt rekstrarumhverfi. Og það sé sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt. Að ef menn skila einhverjum afgangi þá geti þeir greitt sér út arð,“ sagði Bjarni Benediktsson. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Forsætisráðherra sér enga ástæðu til að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Það sé gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið að greiða út arð. Skoðanir forsætisráðherra á arðgreiðslum í heilbrigðiskerfinu hafa valdið nokkrum pólitískum titringi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherrann út í þessi mál á Alþingi í dag og var langt í frá ánægð með svörin. Katrín sagði stórt skref til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu hafa verið stigið á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að fela einkaaðilum að reka nýjar heilsugæslustöðvar. Það hafi verið gert án lýðræðislegrar umræðu á Alþingi og þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji að hið opinbera sjái um heilbrigðisþjónustuna. „Þáverandi heilbrigðisráðherra áttaði sig hins vegar á því að það væri ekki vilji til þess í samfélaginu að veikindi væru höfð að féþúfu. Þess vegna lýsti hann því yfir að þessar nýju einkareknu heilsugæslustöðvar hefðu ekki heimild til að greiða arð til eigenda sinna,“ sagði Katrín. Hins vegar hafi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýst því yfir á Sprengisandi um helgina að fullkomlega eðlilegt væri að greiða út arð í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. „Sem er auðvitað hans svar við risastórri siðferðilegri og pólitískri spurningu um hvort það sé eðlilegt að einkaaðilar hagnist á sjúkdómum fólks. Mitt svar við því er algerlega skýrt. Það er hvorki rétt né skynsamleg nýting á almannafé að skattféi eða sjúklingagjöldum sé varið til að greiða fólki arð,“ sagði Katrín. Spurði formaður Vinstri grænna hvort þetta væri í samræmi við stefnu núverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra sagði fjölmörg dæmi um samninga ríkisins við sérfræðilækna , eins og samning þar síðustu ríkisstjórnar vegna tannlækninga barna. „Sem var ágætis samningur. En tannlækningar á Íslandi eru almennt reknar af einkaaðilum. Við erum jú ekki að reka tannlæknastofu ríkisins svo mér sé kunnugt um. En í þeim samningi gerði þáverandi ríkisstjórn engan áskilnað um að menn greiddu sér ekki út neinn arð,“ sagði Bjarni. Þetta ætti við á mörgum sviðum þar sem ríkið hefði ákveðið að standa undir fjármögnun einkaaðila á opinberri þjónustu og skilyrði sköpuðust til afgangs í rekstri. „Ég sé ekki ástæðu til að gera athugasemd við það að ef menn skila afgangi í sínum rekstri, sama með hvaða hætti það er gert, sem reka einkafyrirtæki á heilbrigðissviðinu að þeir greiði sér út arð,“ sagði forsætisráðherra. Þetta kynni að vera hausverkur fyrir suma á tilteknum sviðum sem vildu þá koma í veg fyrir að einkaaðilar störfuðu á sumum sviðum eða meina þeim að greiða arð. „Og ég held að það sé bara gamaldags aðferð sem horfist ekki í augu við eðlilegt rekstrarumhverfi. Og það sé sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt. Að ef menn skila einhverjum afgangi þá geti þeir greitt sér út arð,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira