Jón Baldvin segir EES samninginn hafa breytt pólitísku landslagi á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2017 20:30 Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að EES samningurinn hafi á sínum tíma verið hugsaður sem brú til fullrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu en hann muni sennilega endast lengur en menn grunuðu. Þá hafi aðild Íslands að samningnum haft afgerandi áhrif á þróun íslenskra stjórnmála og þeirra áhrifa gæti enn. Í dag eru 25 ár frá því Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra skrifaði undir samning EFTA um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið við Evrópusambandið. Þá voru sjö ríki í EFTA, en Finnland, Svíþjóð og Austurríki gengu síðan að fullu í Evrópusambandið og Sviss hefur gert fjölmarga tvíhliða samninga við sambandið. Jón Baldvin segir að miklu hafi skipt að kalda stríðinu var ekki lokið á þessum tíma og viðskipti EFTA ríkjanna sjö hafi verið Evrópusambandinu mikilvæg. „Þau voru stærri viðskiptaaðili við Evrópubandalagið en Bandaríkin og Japan til samans,“ rifjar Jón Baldvin upp. Það hafi verið gagnkvæmir hagsmunir að EFTA ríkin fengju aðgang að innri markaðnum sem þá hafi verið í smíðum og tekið gildi 1993. Samningurinn var undirbúinn í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks. Alþýðuflokks og Alþýðubandalags sem hélt meirihlutanum eftir kosningar 1991. En í kosningabaráttunni lögðust Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið gegn samningum sem Jón Baldvin segir að hafi dregið gríðarlega langan slóða á eftir sér í íslenskum stjórnmálum. Stjórnarsamstarfið hefði haldið áfram ef þessir tveir flokkar hefðu ekki kúvent í málinu. „En þeir fóru, forystumenn þeirra, hamförum gegn samningnum með bulli og blaðri. Ég man eftir klisjum eins og þeim að spænski flotinn myndi leggja undir sig íslandsmið, portúgalskir verkamenn myndu flæða inn í landið og keyra niður laun. Þýskir auðkýfingar myndu kaupa laxveiðiár og óðul feðranna. Þeir sem bulluðu mest töluðu um að þetta væru endalok á íslensku sjálfstæði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi með öðrum orðum verið landráðabrigsl og því hafi hann myndað ríkisstjórn með Davíð Oddssyni en Sjálfstæðisflokkurinn hafi skipt um skoðun á EES samningnum í skiptum fyrir forsætisráðuneytið. „Við sem stóðum að honum töldum að hann væri tímabundin brúarsmíð. Fyrsta skref og að lokum myndum við stíga skrefið til fulls,“ segir Jón Baldvin. Enda hafi Svíþjóð, Finnland og Austurríki gert það en Ísland sé ekki á leið í sambandið. Nú gæti svo farið að Færeyingar og jafnvel Skotar verði aðilar að samningnum í náinni framtíð. „Þannig að ég spái því nú, þvert á það sem ég hugsaði árið 1992 þegar ég undirritaði samninginn fyrir EFTA hönd, að hann eigi eftir að reynast langlífari en ég spáði,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson. Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að EES samningurinn hafi á sínum tíma verið hugsaður sem brú til fullrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu en hann muni sennilega endast lengur en menn grunuðu. Þá hafi aðild Íslands að samningnum haft afgerandi áhrif á þróun íslenskra stjórnmála og þeirra áhrifa gæti enn. Í dag eru 25 ár frá því Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra skrifaði undir samning EFTA um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið við Evrópusambandið. Þá voru sjö ríki í EFTA, en Finnland, Svíþjóð og Austurríki gengu síðan að fullu í Evrópusambandið og Sviss hefur gert fjölmarga tvíhliða samninga við sambandið. Jón Baldvin segir að miklu hafi skipt að kalda stríðinu var ekki lokið á þessum tíma og viðskipti EFTA ríkjanna sjö hafi verið Evrópusambandinu mikilvæg. „Þau voru stærri viðskiptaaðili við Evrópubandalagið en Bandaríkin og Japan til samans,“ rifjar Jón Baldvin upp. Það hafi verið gagnkvæmir hagsmunir að EFTA ríkin fengju aðgang að innri markaðnum sem þá hafi verið í smíðum og tekið gildi 1993. Samningurinn var undirbúinn í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks. Alþýðuflokks og Alþýðubandalags sem hélt meirihlutanum eftir kosningar 1991. En í kosningabaráttunni lögðust Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið gegn samningum sem Jón Baldvin segir að hafi dregið gríðarlega langan slóða á eftir sér í íslenskum stjórnmálum. Stjórnarsamstarfið hefði haldið áfram ef þessir tveir flokkar hefðu ekki kúvent í málinu. „En þeir fóru, forystumenn þeirra, hamförum gegn samningnum með bulli og blaðri. Ég man eftir klisjum eins og þeim að spænski flotinn myndi leggja undir sig íslandsmið, portúgalskir verkamenn myndu flæða inn í landið og keyra niður laun. Þýskir auðkýfingar myndu kaupa laxveiðiár og óðul feðranna. Þeir sem bulluðu mest töluðu um að þetta væru endalok á íslensku sjálfstæði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi með öðrum orðum verið landráðabrigsl og því hafi hann myndað ríkisstjórn með Davíð Oddssyni en Sjálfstæðisflokkurinn hafi skipt um skoðun á EES samningnum í skiptum fyrir forsætisráðuneytið. „Við sem stóðum að honum töldum að hann væri tímabundin brúarsmíð. Fyrsta skref og að lokum myndum við stíga skrefið til fulls,“ segir Jón Baldvin. Enda hafi Svíþjóð, Finnland og Austurríki gert það en Ísland sé ekki á leið í sambandið. Nú gæti svo farið að Færeyingar og jafnvel Skotar verði aðilar að samningnum í náinni framtíð. „Þannig að ég spái því nú, þvert á það sem ég hugsaði árið 1992 þegar ég undirritaði samninginn fyrir EFTA hönd, að hann eigi eftir að reynast langlífari en ég spáði,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson.
Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira