Jón Baldvin segir EES samninginn hafa breytt pólitísku landslagi á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2017 20:30 Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að EES samningurinn hafi á sínum tíma verið hugsaður sem brú til fullrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu en hann muni sennilega endast lengur en menn grunuðu. Þá hafi aðild Íslands að samningnum haft afgerandi áhrif á þróun íslenskra stjórnmála og þeirra áhrifa gæti enn. Í dag eru 25 ár frá því Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra skrifaði undir samning EFTA um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið við Evrópusambandið. Þá voru sjö ríki í EFTA, en Finnland, Svíþjóð og Austurríki gengu síðan að fullu í Evrópusambandið og Sviss hefur gert fjölmarga tvíhliða samninga við sambandið. Jón Baldvin segir að miklu hafi skipt að kalda stríðinu var ekki lokið á þessum tíma og viðskipti EFTA ríkjanna sjö hafi verið Evrópusambandinu mikilvæg. „Þau voru stærri viðskiptaaðili við Evrópubandalagið en Bandaríkin og Japan til samans,“ rifjar Jón Baldvin upp. Það hafi verið gagnkvæmir hagsmunir að EFTA ríkin fengju aðgang að innri markaðnum sem þá hafi verið í smíðum og tekið gildi 1993. Samningurinn var undirbúinn í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks. Alþýðuflokks og Alþýðubandalags sem hélt meirihlutanum eftir kosningar 1991. En í kosningabaráttunni lögðust Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið gegn samningum sem Jón Baldvin segir að hafi dregið gríðarlega langan slóða á eftir sér í íslenskum stjórnmálum. Stjórnarsamstarfið hefði haldið áfram ef þessir tveir flokkar hefðu ekki kúvent í málinu. „En þeir fóru, forystumenn þeirra, hamförum gegn samningnum með bulli og blaðri. Ég man eftir klisjum eins og þeim að spænski flotinn myndi leggja undir sig íslandsmið, portúgalskir verkamenn myndu flæða inn í landið og keyra niður laun. Þýskir auðkýfingar myndu kaupa laxveiðiár og óðul feðranna. Þeir sem bulluðu mest töluðu um að þetta væru endalok á íslensku sjálfstæði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi með öðrum orðum verið landráðabrigsl og því hafi hann myndað ríkisstjórn með Davíð Oddssyni en Sjálfstæðisflokkurinn hafi skipt um skoðun á EES samningnum í skiptum fyrir forsætisráðuneytið. „Við sem stóðum að honum töldum að hann væri tímabundin brúarsmíð. Fyrsta skref og að lokum myndum við stíga skrefið til fulls,“ segir Jón Baldvin. Enda hafi Svíþjóð, Finnland og Austurríki gert það en Ísland sé ekki á leið í sambandið. Nú gæti svo farið að Færeyingar og jafnvel Skotar verði aðilar að samningnum í náinni framtíð. „Þannig að ég spái því nú, þvert á það sem ég hugsaði árið 1992 þegar ég undirritaði samninginn fyrir EFTA hönd, að hann eigi eftir að reynast langlífari en ég spáði,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að EES samningurinn hafi á sínum tíma verið hugsaður sem brú til fullrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu en hann muni sennilega endast lengur en menn grunuðu. Þá hafi aðild Íslands að samningnum haft afgerandi áhrif á þróun íslenskra stjórnmála og þeirra áhrifa gæti enn. Í dag eru 25 ár frá því Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra skrifaði undir samning EFTA um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið við Evrópusambandið. Þá voru sjö ríki í EFTA, en Finnland, Svíþjóð og Austurríki gengu síðan að fullu í Evrópusambandið og Sviss hefur gert fjölmarga tvíhliða samninga við sambandið. Jón Baldvin segir að miklu hafi skipt að kalda stríðinu var ekki lokið á þessum tíma og viðskipti EFTA ríkjanna sjö hafi verið Evrópusambandinu mikilvæg. „Þau voru stærri viðskiptaaðili við Evrópubandalagið en Bandaríkin og Japan til samans,“ rifjar Jón Baldvin upp. Það hafi verið gagnkvæmir hagsmunir að EFTA ríkin fengju aðgang að innri markaðnum sem þá hafi verið í smíðum og tekið gildi 1993. Samningurinn var undirbúinn í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks. Alþýðuflokks og Alþýðubandalags sem hélt meirihlutanum eftir kosningar 1991. En í kosningabaráttunni lögðust Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið gegn samningum sem Jón Baldvin segir að hafi dregið gríðarlega langan slóða á eftir sér í íslenskum stjórnmálum. Stjórnarsamstarfið hefði haldið áfram ef þessir tveir flokkar hefðu ekki kúvent í málinu. „En þeir fóru, forystumenn þeirra, hamförum gegn samningnum með bulli og blaðri. Ég man eftir klisjum eins og þeim að spænski flotinn myndi leggja undir sig íslandsmið, portúgalskir verkamenn myndu flæða inn í landið og keyra niður laun. Þýskir auðkýfingar myndu kaupa laxveiðiár og óðul feðranna. Þeir sem bulluðu mest töluðu um að þetta væru endalok á íslensku sjálfstæði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi með öðrum orðum verið landráðabrigsl og því hafi hann myndað ríkisstjórn með Davíð Oddssyni en Sjálfstæðisflokkurinn hafi skipt um skoðun á EES samningnum í skiptum fyrir forsætisráðuneytið. „Við sem stóðum að honum töldum að hann væri tímabundin brúarsmíð. Fyrsta skref og að lokum myndum við stíga skrefið til fulls,“ segir Jón Baldvin. Enda hafi Svíþjóð, Finnland og Austurríki gert það en Ísland sé ekki á leið í sambandið. Nú gæti svo farið að Færeyingar og jafnvel Skotar verði aðilar að samningnum í náinni framtíð. „Þannig að ég spái því nú, þvert á það sem ég hugsaði árið 1992 þegar ég undirritaði samninginn fyrir EFTA hönd, að hann eigi eftir að reynast langlífari en ég spáði,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira