Clinton gengst við ábyrgð á tapinu gegn Trump: Utanaðkomandi öfl samt áhrifamikil Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2017 21:46 Hillary Clinton. Vísir/EPA Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrata, segir að hún taki „persónulega ábyrgð“ á tapi sínu í forsetakosningunum, í nóvember síðastliðnum, gegn Donald Trump. Guardian greinir frá. Hún segir sínar ákvarðanir þó ekki það eina sem hafi orðið til þess að hún tapaði, en hún segir að bréf James Comey, yfirmanns alríkislögreglunnar, til Bandaríkjaþings, í lok október 2016 og rétt fyrir kosningar, um rannsókn á tölvupóstum Clinton, hafi verið einn þeirra þátta sem hafi spilað lykilhlutverk í því að hún tapaði. Clinton, sem hefur lítið sem ekkert tjáð sig um tap sitt til þessa, tjáði sig um það á nýlegum viðburði í New York, sem helgaður var konum í stjórnmálum. Hún segir að hún sem frambjóðandi, hafi verið sá sem beri ábyrgð á tapinu. Hún segir að kosningabarátta sín hafi ekki verið fullkomin, það hafi enda aldrei verið möguleiki að gera allt rétt.Ég var á leiðinni að vinna, þangað til að samspil þátta líkt og bréf Comey, þann 28. október og rússnesk skjöl í Wikileaks, fengu almenning sem hefði líklega kosið mig, til að efast og hætta við. Clinton bendir á að umrædd Wikileaks gögn hafi verið birt, minna en klukkutíma eftir að myndband af Donald Trump, þar sem hann talaði um hegðun sína í garð kvenna birtist og reyndist mikið hneyksli fyrir frambjóðandann. Hún segir það ekki hafa verið neina tilviljun. Bandaríska alríkislögreglan hefur áður gefið út, að hún telji það fullvíst að Rússar hafi staðið á bak við tölvuárásir, og útgáfu umrædda gagna, í viðleitni til þess að auka líkurnar á því að Trump myndi fara með sigur af hólmi í kosningunum. Samskipti starfsteymis Trump við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð eru enn til rannsóknar. Þannig þurfti Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi hans, til að mynda að segja af sér, vegna samskipta við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð og þá hefur komið í ljós að dómsmálaráðherrann Jeff Sessions átti einnig í samskiptum við Rússa á umræddu tímabili. Clinton hefur heitið því að hún muni tjá sig með reglulegu millibili um stöðu mála í stjórnmálunum þar vestanhafs, en hún sé þrátt fyrir það, ekki á leið í framboð aftur. Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrata, segir að hún taki „persónulega ábyrgð“ á tapi sínu í forsetakosningunum, í nóvember síðastliðnum, gegn Donald Trump. Guardian greinir frá. Hún segir sínar ákvarðanir þó ekki það eina sem hafi orðið til þess að hún tapaði, en hún segir að bréf James Comey, yfirmanns alríkislögreglunnar, til Bandaríkjaþings, í lok október 2016 og rétt fyrir kosningar, um rannsókn á tölvupóstum Clinton, hafi verið einn þeirra þátta sem hafi spilað lykilhlutverk í því að hún tapaði. Clinton, sem hefur lítið sem ekkert tjáð sig um tap sitt til þessa, tjáði sig um það á nýlegum viðburði í New York, sem helgaður var konum í stjórnmálum. Hún segir að hún sem frambjóðandi, hafi verið sá sem beri ábyrgð á tapinu. Hún segir að kosningabarátta sín hafi ekki verið fullkomin, það hafi enda aldrei verið möguleiki að gera allt rétt.Ég var á leiðinni að vinna, þangað til að samspil þátta líkt og bréf Comey, þann 28. október og rússnesk skjöl í Wikileaks, fengu almenning sem hefði líklega kosið mig, til að efast og hætta við. Clinton bendir á að umrædd Wikileaks gögn hafi verið birt, minna en klukkutíma eftir að myndband af Donald Trump, þar sem hann talaði um hegðun sína í garð kvenna birtist og reyndist mikið hneyksli fyrir frambjóðandann. Hún segir það ekki hafa verið neina tilviljun. Bandaríska alríkislögreglan hefur áður gefið út, að hún telji það fullvíst að Rússar hafi staðið á bak við tölvuárásir, og útgáfu umrædda gagna, í viðleitni til þess að auka líkurnar á því að Trump myndi fara með sigur af hólmi í kosningunum. Samskipti starfsteymis Trump við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð eru enn til rannsóknar. Þannig þurfti Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi hans, til að mynda að segja af sér, vegna samskipta við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð og þá hefur komið í ljós að dómsmálaráðherrann Jeff Sessions átti einnig í samskiptum við Rússa á umræddu tímabili. Clinton hefur heitið því að hún muni tjá sig með reglulegu millibili um stöðu mála í stjórnmálunum þar vestanhafs, en hún sé þrátt fyrir það, ekki á leið í framboð aftur.
Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira