Íslandsarmur nýnasistahreyfingar ætlar í aðgerðir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. mars 2017 07:00 Frá kröfugöngu sænska arms Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar í Stokkhólmi árið 2007. Mynd/Peter Isotalo Forstöðumenn Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, Íslandsarms hreyfingar á Norðurlöndum sem kennd hefur verið við nýnasisma, segja í nafnlausu skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að þeir séu ánægðir með vöxt hreyfingarinnar undanfarið ár. Þó vildu þeir ekki svara því hversu margir væru í hreyfingunni eða hversu mikið meðlimum hefur fjölgað. Fréttablaðið fjallaði um hreyfinguna í ágúst á síðasta ári. Var þá send fyrirspurn á netfang hreyfingarinnar sem finna má á heimasíðu hennar og barst sams konar nafnlaust svar. Þá fengust þau svör að hreyfingin væri vaxandi og myndi vaxa enn meira. Ekki fékkst heldur svar við spurningum um fjölda meðlima. „Íslendingar eru orðnir vanir því að kjósa týpíska smáborgaraflokka sem að styðjast við tölur. Við erum ekki að leita að tölum, við erum að leita að baráttumönnum. Við erum ekki að leita að fólki sem segist kjósa okkur í næstu kosningum. Við viljum fólk sem er tilbúið í götuaðgerðir,“ segir í svarinu. Þar er vísað til þess að setja upp veggspjöld og dreifa dreifibréfum með upplýsingum um hreyfinguna. Enn fremur segir að margir hafi hitt meðlimi hreyfingarinnar en fáir séu tilbúnir til að „berjast í þessu ósýnilega stríði sem kerfið býður okkur upp í“. Þeir aðilar mæti þó kurteisi og sé ekki bolað í burtu heldur komið í skilning um að þeir eigi ekki heima í hreyfingunni. „Ef einhver vill vera virkur á fjögurra ára fresti þegar kosningar eru þá eru nægir flokkar í landinu. Það jákvæða við hreyfinguna okkar, síðan við urðum opinberlega virkir á landinu, er að þar er ungt fólk sem hefur fengið nóg og er reitt ástandinu í landinu okkar,“ segir í svarinu. Það sé hreyfingunni mikil hvatning að ungt fólk með hátt menntunarstig sé áhugasamt. Þá sé fólk innan hreyfingarinnar sem vill ekki koma fram undir nafni eða sýna sig í störfum fyrir hana, til dæmis vegna atvinnu eða stöðu innan ríkisins. Það styðji hreyfinguna með öðrum hætti. „Í heild þá erum við ánægðir með vöxt okkar vegna þess að fólkið sem við skráum nær yfir okkar staðla.“ Líkt og í ágúst í fyrra hyggur hreyfingin ekki á framboð. Markmiðið sé ekki að sitja á þingi heldur að breyta hugarfari fólks. Í svarinu segir að kerfið hafi brugðist og á meðan fólk geri sér ekki grein fyrir því sé ekki hægt að biðja fólk um að kjósa hreyfinguna. „[Fólk verður] að gera sér grein fyrir því að það sé að hverfa hægt og við erum nær því að verða eins og Norður og Mið-Evrópulönd með glæpatíðnina, nauðganir, morð og svo framvegis,“ segir í svarinu. Enn fremur segir að ef hreyfingin hefði fjármagn til að reka kosningabaráttu yrði það frekar notað í dreifingu dreifibréfa, veggspjalda og þess háttar til þess að „fá fólk til að átta sig á fjölmenningargildrunni“. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í ágúst kennir Norræna mótstöðuhreyfingin sig við þjóðernisfélagshyggju. Vilji hreyfingarinnar sé meðal annars að stöðva innflutning á fólki til landsins og stuðla að brottflutningi meirihluta fólks sem ekki er af norðurevrópskum uppruna. Skapa eigi norrænt samfélag með sameiginlegum her og herskyldu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ísland verði bara fyrir fólk úr Norður-Evrópu Norræna mótstöðuhreyfingin reynir að festa rætur á Íslandi. Vill flytja fólk sem ekki er af norður-evrópskum uppruna úr landi. Hyggur ekki á þingframboð en auglýsir eftir þátttakendum fyrir störf utan þings. 27. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Forstöðumenn Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, Íslandsarms hreyfingar á Norðurlöndum sem kennd hefur verið við nýnasisma, segja í nafnlausu skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að þeir séu ánægðir með vöxt hreyfingarinnar undanfarið ár. Þó vildu þeir ekki svara því hversu margir væru í hreyfingunni eða hversu mikið meðlimum hefur fjölgað. Fréttablaðið fjallaði um hreyfinguna í ágúst á síðasta ári. Var þá send fyrirspurn á netfang hreyfingarinnar sem finna má á heimasíðu hennar og barst sams konar nafnlaust svar. Þá fengust þau svör að hreyfingin væri vaxandi og myndi vaxa enn meira. Ekki fékkst heldur svar við spurningum um fjölda meðlima. „Íslendingar eru orðnir vanir því að kjósa týpíska smáborgaraflokka sem að styðjast við tölur. Við erum ekki að leita að tölum, við erum að leita að baráttumönnum. Við erum ekki að leita að fólki sem segist kjósa okkur í næstu kosningum. Við viljum fólk sem er tilbúið í götuaðgerðir,“ segir í svarinu. Þar er vísað til þess að setja upp veggspjöld og dreifa dreifibréfum með upplýsingum um hreyfinguna. Enn fremur segir að margir hafi hitt meðlimi hreyfingarinnar en fáir séu tilbúnir til að „berjast í þessu ósýnilega stríði sem kerfið býður okkur upp í“. Þeir aðilar mæti þó kurteisi og sé ekki bolað í burtu heldur komið í skilning um að þeir eigi ekki heima í hreyfingunni. „Ef einhver vill vera virkur á fjögurra ára fresti þegar kosningar eru þá eru nægir flokkar í landinu. Það jákvæða við hreyfinguna okkar, síðan við urðum opinberlega virkir á landinu, er að þar er ungt fólk sem hefur fengið nóg og er reitt ástandinu í landinu okkar,“ segir í svarinu. Það sé hreyfingunni mikil hvatning að ungt fólk með hátt menntunarstig sé áhugasamt. Þá sé fólk innan hreyfingarinnar sem vill ekki koma fram undir nafni eða sýna sig í störfum fyrir hana, til dæmis vegna atvinnu eða stöðu innan ríkisins. Það styðji hreyfinguna með öðrum hætti. „Í heild þá erum við ánægðir með vöxt okkar vegna þess að fólkið sem við skráum nær yfir okkar staðla.“ Líkt og í ágúst í fyrra hyggur hreyfingin ekki á framboð. Markmiðið sé ekki að sitja á þingi heldur að breyta hugarfari fólks. Í svarinu segir að kerfið hafi brugðist og á meðan fólk geri sér ekki grein fyrir því sé ekki hægt að biðja fólk um að kjósa hreyfinguna. „[Fólk verður] að gera sér grein fyrir því að það sé að hverfa hægt og við erum nær því að verða eins og Norður og Mið-Evrópulönd með glæpatíðnina, nauðganir, morð og svo framvegis,“ segir í svarinu. Enn fremur segir að ef hreyfingin hefði fjármagn til að reka kosningabaráttu yrði það frekar notað í dreifingu dreifibréfa, veggspjalda og þess háttar til þess að „fá fólk til að átta sig á fjölmenningargildrunni“. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í ágúst kennir Norræna mótstöðuhreyfingin sig við þjóðernisfélagshyggju. Vilji hreyfingarinnar sé meðal annars að stöðva innflutning á fólki til landsins og stuðla að brottflutningi meirihluta fólks sem ekki er af norðurevrópskum uppruna. Skapa eigi norrænt samfélag með sameiginlegum her og herskyldu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ísland verði bara fyrir fólk úr Norður-Evrópu Norræna mótstöðuhreyfingin reynir að festa rætur á Íslandi. Vill flytja fólk sem ekki er af norður-evrópskum uppruna úr landi. Hyggur ekki á þingframboð en auglýsir eftir þátttakendum fyrir störf utan þings. 27. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Ísland verði bara fyrir fólk úr Norður-Evrópu Norræna mótstöðuhreyfingin reynir að festa rætur á Íslandi. Vill flytja fólk sem ekki er af norður-evrópskum uppruna úr landi. Hyggur ekki á þingframboð en auglýsir eftir þátttakendum fyrir störf utan þings. 27. ágúst 2016 07:00