Íslandsarmur nýnasistahreyfingar ætlar í aðgerðir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. mars 2017 07:00 Frá kröfugöngu sænska arms Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar í Stokkhólmi árið 2007. Mynd/Peter Isotalo Forstöðumenn Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, Íslandsarms hreyfingar á Norðurlöndum sem kennd hefur verið við nýnasisma, segja í nafnlausu skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að þeir séu ánægðir með vöxt hreyfingarinnar undanfarið ár. Þó vildu þeir ekki svara því hversu margir væru í hreyfingunni eða hversu mikið meðlimum hefur fjölgað. Fréttablaðið fjallaði um hreyfinguna í ágúst á síðasta ári. Var þá send fyrirspurn á netfang hreyfingarinnar sem finna má á heimasíðu hennar og barst sams konar nafnlaust svar. Þá fengust þau svör að hreyfingin væri vaxandi og myndi vaxa enn meira. Ekki fékkst heldur svar við spurningum um fjölda meðlima. „Íslendingar eru orðnir vanir því að kjósa týpíska smáborgaraflokka sem að styðjast við tölur. Við erum ekki að leita að tölum, við erum að leita að baráttumönnum. Við erum ekki að leita að fólki sem segist kjósa okkur í næstu kosningum. Við viljum fólk sem er tilbúið í götuaðgerðir,“ segir í svarinu. Þar er vísað til þess að setja upp veggspjöld og dreifa dreifibréfum með upplýsingum um hreyfinguna. Enn fremur segir að margir hafi hitt meðlimi hreyfingarinnar en fáir séu tilbúnir til að „berjast í þessu ósýnilega stríði sem kerfið býður okkur upp í“. Þeir aðilar mæti þó kurteisi og sé ekki bolað í burtu heldur komið í skilning um að þeir eigi ekki heima í hreyfingunni. „Ef einhver vill vera virkur á fjögurra ára fresti þegar kosningar eru þá eru nægir flokkar í landinu. Það jákvæða við hreyfinguna okkar, síðan við urðum opinberlega virkir á landinu, er að þar er ungt fólk sem hefur fengið nóg og er reitt ástandinu í landinu okkar,“ segir í svarinu. Það sé hreyfingunni mikil hvatning að ungt fólk með hátt menntunarstig sé áhugasamt. Þá sé fólk innan hreyfingarinnar sem vill ekki koma fram undir nafni eða sýna sig í störfum fyrir hana, til dæmis vegna atvinnu eða stöðu innan ríkisins. Það styðji hreyfinguna með öðrum hætti. „Í heild þá erum við ánægðir með vöxt okkar vegna þess að fólkið sem við skráum nær yfir okkar staðla.“ Líkt og í ágúst í fyrra hyggur hreyfingin ekki á framboð. Markmiðið sé ekki að sitja á þingi heldur að breyta hugarfari fólks. Í svarinu segir að kerfið hafi brugðist og á meðan fólk geri sér ekki grein fyrir því sé ekki hægt að biðja fólk um að kjósa hreyfinguna. „[Fólk verður] að gera sér grein fyrir því að það sé að hverfa hægt og við erum nær því að verða eins og Norður og Mið-Evrópulönd með glæpatíðnina, nauðganir, morð og svo framvegis,“ segir í svarinu. Enn fremur segir að ef hreyfingin hefði fjármagn til að reka kosningabaráttu yrði það frekar notað í dreifingu dreifibréfa, veggspjalda og þess háttar til þess að „fá fólk til að átta sig á fjölmenningargildrunni“. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í ágúst kennir Norræna mótstöðuhreyfingin sig við þjóðernisfélagshyggju. Vilji hreyfingarinnar sé meðal annars að stöðva innflutning á fólki til landsins og stuðla að brottflutningi meirihluta fólks sem ekki er af norðurevrópskum uppruna. Skapa eigi norrænt samfélag með sameiginlegum her og herskyldu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ísland verði bara fyrir fólk úr Norður-Evrópu Norræna mótstöðuhreyfingin reynir að festa rætur á Íslandi. Vill flytja fólk sem ekki er af norður-evrópskum uppruna úr landi. Hyggur ekki á þingframboð en auglýsir eftir þátttakendum fyrir störf utan þings. 27. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Forstöðumenn Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, Íslandsarms hreyfingar á Norðurlöndum sem kennd hefur verið við nýnasisma, segja í nafnlausu skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að þeir séu ánægðir með vöxt hreyfingarinnar undanfarið ár. Þó vildu þeir ekki svara því hversu margir væru í hreyfingunni eða hversu mikið meðlimum hefur fjölgað. Fréttablaðið fjallaði um hreyfinguna í ágúst á síðasta ári. Var þá send fyrirspurn á netfang hreyfingarinnar sem finna má á heimasíðu hennar og barst sams konar nafnlaust svar. Þá fengust þau svör að hreyfingin væri vaxandi og myndi vaxa enn meira. Ekki fékkst heldur svar við spurningum um fjölda meðlima. „Íslendingar eru orðnir vanir því að kjósa týpíska smáborgaraflokka sem að styðjast við tölur. Við erum ekki að leita að tölum, við erum að leita að baráttumönnum. Við erum ekki að leita að fólki sem segist kjósa okkur í næstu kosningum. Við viljum fólk sem er tilbúið í götuaðgerðir,“ segir í svarinu. Þar er vísað til þess að setja upp veggspjöld og dreifa dreifibréfum með upplýsingum um hreyfinguna. Enn fremur segir að margir hafi hitt meðlimi hreyfingarinnar en fáir séu tilbúnir til að „berjast í þessu ósýnilega stríði sem kerfið býður okkur upp í“. Þeir aðilar mæti þó kurteisi og sé ekki bolað í burtu heldur komið í skilning um að þeir eigi ekki heima í hreyfingunni. „Ef einhver vill vera virkur á fjögurra ára fresti þegar kosningar eru þá eru nægir flokkar í landinu. Það jákvæða við hreyfinguna okkar, síðan við urðum opinberlega virkir á landinu, er að þar er ungt fólk sem hefur fengið nóg og er reitt ástandinu í landinu okkar,“ segir í svarinu. Það sé hreyfingunni mikil hvatning að ungt fólk með hátt menntunarstig sé áhugasamt. Þá sé fólk innan hreyfingarinnar sem vill ekki koma fram undir nafni eða sýna sig í störfum fyrir hana, til dæmis vegna atvinnu eða stöðu innan ríkisins. Það styðji hreyfinguna með öðrum hætti. „Í heild þá erum við ánægðir með vöxt okkar vegna þess að fólkið sem við skráum nær yfir okkar staðla.“ Líkt og í ágúst í fyrra hyggur hreyfingin ekki á framboð. Markmiðið sé ekki að sitja á þingi heldur að breyta hugarfari fólks. Í svarinu segir að kerfið hafi brugðist og á meðan fólk geri sér ekki grein fyrir því sé ekki hægt að biðja fólk um að kjósa hreyfinguna. „[Fólk verður] að gera sér grein fyrir því að það sé að hverfa hægt og við erum nær því að verða eins og Norður og Mið-Evrópulönd með glæpatíðnina, nauðganir, morð og svo framvegis,“ segir í svarinu. Enn fremur segir að ef hreyfingin hefði fjármagn til að reka kosningabaráttu yrði það frekar notað í dreifingu dreifibréfa, veggspjalda og þess háttar til þess að „fá fólk til að átta sig á fjölmenningargildrunni“. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í ágúst kennir Norræna mótstöðuhreyfingin sig við þjóðernisfélagshyggju. Vilji hreyfingarinnar sé meðal annars að stöðva innflutning á fólki til landsins og stuðla að brottflutningi meirihluta fólks sem ekki er af norðurevrópskum uppruna. Skapa eigi norrænt samfélag með sameiginlegum her og herskyldu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ísland verði bara fyrir fólk úr Norður-Evrópu Norræna mótstöðuhreyfingin reynir að festa rætur á Íslandi. Vill flytja fólk sem ekki er af norður-evrópskum uppruna úr landi. Hyggur ekki á þingframboð en auglýsir eftir þátttakendum fyrir störf utan þings. 27. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Ísland verði bara fyrir fólk úr Norður-Evrópu Norræna mótstöðuhreyfingin reynir að festa rætur á Íslandi. Vill flytja fólk sem ekki er af norður-evrópskum uppruna úr landi. Hyggur ekki á þingframboð en auglýsir eftir þátttakendum fyrir störf utan þings. 27. ágúst 2016 07:00