Erlent

Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Marseille

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Frá vettvangi árásarinnar. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af hermönnum.
Frá vettvangi árásarinnar. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af hermönnum. Vísir/AFP
Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst yfir ábyrgð á hnífaárásinni í Marseille fyrr í dag. Samtökin greindu frá þessu á fréttasíðu sinni, Amaq news

Tvær konur létust eftir að maður réðst á þær með hnífi á lestarstöð í Marseille. Önnur konan var stungin til bana en hin var skorin á háls af manninum.

Árásarmaðurinn öskraði „allahu akhbar“ á meðan á árásinni stóð en var svo skotinn til bana af hermönnum. Lögreglan bað íbúa um að forðast svæðið í kjölfarið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×