Þjóðarsjóður í undirbúningi í fullri sátt Svavar Hávarðsson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Það varð ekki misskilið í ræðu Bjarna Benediktssonar að hann kallar eftir því að stjórnmálamenn láti verkefnastjórn Rammaáætlunar í friði við vinnu sína. Vísir/Anton Brink Unnið hefur verið að stofnun auðlindasjóðs, eða þjóðarsjóðs, á undanförnum mánuðum, sem er ætlað að taka við arðgreiðslum frá Landsvirkjun og öðrum orkufyrirtækjum í ríkiseigu. Sjóðurinn er hugsaður sem stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu. Ársgömul hugmynd Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar í gær, en með því ítrekaði hann þessa hugmynd sína sem var fyrst kynnt fyrir tæpu ári á sama vettvangi. Bjarni sagði að eftir að hugmyndin var kynnt í fyrra hafi hópur úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu og forsætisráðuneytinu aflað gagna um markmið og uppbyggingu þjóðarsjóða og fundað með Landsvirkjun og fleiri aðilum. Hann sjálfur hefur fundað með norska fjármálaráðuneytinu og norska olíusjóðnum til að afla betri upplýsinga um starfsemi hans, hlutverk, fjármögnun og ráðstöfun – en skýrt kom fram í máli ráðherra að fyrirmyndin að þjóðarsjóði Íslendinga verður sótt þangað og litið til hvernig hann er rekinn. „Mér þykir einsýnt að meginviðfangsefni sjóðsins yrði að byggja upp viðnám til að mæta fjárhagslegum áföllum án þess að það leiði til skuldasöfnunar eða ójafnvægis í hagkerfinu. Markmiðin lúta því einkum, […] að sveiflujöfnun, varúðarsjónarmiðum og sjálfbærni opinberra fjármála. Önnur markmið, eins konar yfirmarkmið, kynnu að tengjast trausti, lánshæfi, aga og kynslóðajöfnuði,“ sagði Bjarni en upplýsingar um getu Landsvirkjunar til að greiða háan arð á næstu árum var kveikjan að hugmyndinni á sínum tíma.Auknar arðgreiðslur Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, kynnti á fundinum að grunnrekstur Landsvirkjunar er stöðugt að batna, og með sama áframhaldi verður hægt að auka arðgreiðslur eftir tvö til þrjú ár – stefnt er að því að hækka þær úr 1,5 milljarði í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. Á fundinum tók Hörður vel í hugmynd ráðherra, og hefur fyrr sagt að vel megi stofna slíkan sjóð strax þó hann fái ekki arðgreiðslur frá Landsvirkjun strax. Það var tilfellið með orkusjóð Norðmanna, til dæmis. Fleira kemur þó til greina til fjármögnunar sjóðsins, að sögn Bjarna, eins og að verðbréf í eigu ríkissjóðs sem tengjast orkufyrirtækjum og mögulega aðrar fjárhagslegar eignir rynnu til sjóðsins, svo sem fjármunir í eigu ríkissjóðs sem varðveittir eru í gjaldeyrisvaraforða Seðlabanka Íslands, samkvæmt sérstöku samkomulagi við bankann. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að sjóður sem þessi komist á fót; Bjarni lagði áherslu á að hann ætti að byggja á sýn til áratuga og pólitík dagsins í dag ætti ekki að koma honum við. Samráð hefur verið haft við stjórnarandstöðuflokkana sem allir hafa tekið hugmyndinni vel. Reyndar kom sá velvilji fram allt frá fyrsta degi, eins og Fréttablaðið fjallaði um á sínum tíma. Bjarni hefur þegar lagt til í ríkisstjórn að skipaðir verði tveir hópar, annars vegar þriggja manna starfshópur sem fái það hlutverk að gera frumvarp til laga um sjóðinn og hins vegar hópur með fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi sem veiti álit sitt á vinnu frumvarpshópsins.Breyttir tímar í rekstri LandsvirkjunarSkuldir Landsvirkjunar hafa lækkað um 110 milljarða frá 2010.Fjárfest hefur verið fyrir aðra 80 milljarða á sama tíma, þar af 60 milljarða í nýframkvæmdum.Sala á raforku hefur aldrei verið meiri og jókst á milli ára um 100 megavött.Getur ekki annað eftirspurn iðnaðar í dag.Krefjast hækkunar orkuverðs í nýjum samningum. Tenging við álverð ekki í boði lengur.Tvær virkjanir í byggingu í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins – stækkun Búrfellsvirkjunar og Þeistareykjavirkjun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Tengdar fréttir Bjarni Ben: Viðrar hugmyndir um þjóðarsjóð Segir nýja lokaskýrslu verkefnastjórnun rammaáætlunar innihalda tillögur að 25 nýjum virkjunarkostum og svæðum á Íslandi. 14. apríl 2016 16:07 Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Bjarni Benediktsson er á meðal ræðumanna á fundinum. 14. apríl 2016 13:58 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Unnið hefur verið að stofnun auðlindasjóðs, eða þjóðarsjóðs, á undanförnum mánuðum, sem er ætlað að taka við arðgreiðslum frá Landsvirkjun og öðrum orkufyrirtækjum í ríkiseigu. Sjóðurinn er hugsaður sem stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu. Ársgömul hugmynd Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar í gær, en með því ítrekaði hann þessa hugmynd sína sem var fyrst kynnt fyrir tæpu ári á sama vettvangi. Bjarni sagði að eftir að hugmyndin var kynnt í fyrra hafi hópur úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu og forsætisráðuneytinu aflað gagna um markmið og uppbyggingu þjóðarsjóða og fundað með Landsvirkjun og fleiri aðilum. Hann sjálfur hefur fundað með norska fjármálaráðuneytinu og norska olíusjóðnum til að afla betri upplýsinga um starfsemi hans, hlutverk, fjármögnun og ráðstöfun – en skýrt kom fram í máli ráðherra að fyrirmyndin að þjóðarsjóði Íslendinga verður sótt þangað og litið til hvernig hann er rekinn. „Mér þykir einsýnt að meginviðfangsefni sjóðsins yrði að byggja upp viðnám til að mæta fjárhagslegum áföllum án þess að það leiði til skuldasöfnunar eða ójafnvægis í hagkerfinu. Markmiðin lúta því einkum, […] að sveiflujöfnun, varúðarsjónarmiðum og sjálfbærni opinberra fjármála. Önnur markmið, eins konar yfirmarkmið, kynnu að tengjast trausti, lánshæfi, aga og kynslóðajöfnuði,“ sagði Bjarni en upplýsingar um getu Landsvirkjunar til að greiða háan arð á næstu árum var kveikjan að hugmyndinni á sínum tíma.Auknar arðgreiðslur Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, kynnti á fundinum að grunnrekstur Landsvirkjunar er stöðugt að batna, og með sama áframhaldi verður hægt að auka arðgreiðslur eftir tvö til þrjú ár – stefnt er að því að hækka þær úr 1,5 milljarði í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. Á fundinum tók Hörður vel í hugmynd ráðherra, og hefur fyrr sagt að vel megi stofna slíkan sjóð strax þó hann fái ekki arðgreiðslur frá Landsvirkjun strax. Það var tilfellið með orkusjóð Norðmanna, til dæmis. Fleira kemur þó til greina til fjármögnunar sjóðsins, að sögn Bjarna, eins og að verðbréf í eigu ríkissjóðs sem tengjast orkufyrirtækjum og mögulega aðrar fjárhagslegar eignir rynnu til sjóðsins, svo sem fjármunir í eigu ríkissjóðs sem varðveittir eru í gjaldeyrisvaraforða Seðlabanka Íslands, samkvæmt sérstöku samkomulagi við bankann. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að sjóður sem þessi komist á fót; Bjarni lagði áherslu á að hann ætti að byggja á sýn til áratuga og pólitík dagsins í dag ætti ekki að koma honum við. Samráð hefur verið haft við stjórnarandstöðuflokkana sem allir hafa tekið hugmyndinni vel. Reyndar kom sá velvilji fram allt frá fyrsta degi, eins og Fréttablaðið fjallaði um á sínum tíma. Bjarni hefur þegar lagt til í ríkisstjórn að skipaðir verði tveir hópar, annars vegar þriggja manna starfshópur sem fái það hlutverk að gera frumvarp til laga um sjóðinn og hins vegar hópur með fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi sem veiti álit sitt á vinnu frumvarpshópsins.Breyttir tímar í rekstri LandsvirkjunarSkuldir Landsvirkjunar hafa lækkað um 110 milljarða frá 2010.Fjárfest hefur verið fyrir aðra 80 milljarða á sama tíma, þar af 60 milljarða í nýframkvæmdum.Sala á raforku hefur aldrei verið meiri og jókst á milli ára um 100 megavött.Getur ekki annað eftirspurn iðnaðar í dag.Krefjast hækkunar orkuverðs í nýjum samningum. Tenging við álverð ekki í boði lengur.Tvær virkjanir í byggingu í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins – stækkun Búrfellsvirkjunar og Þeistareykjavirkjun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Tengdar fréttir Bjarni Ben: Viðrar hugmyndir um þjóðarsjóð Segir nýja lokaskýrslu verkefnastjórnun rammaáætlunar innihalda tillögur að 25 nýjum virkjunarkostum og svæðum á Íslandi. 14. apríl 2016 16:07 Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Bjarni Benediktsson er á meðal ræðumanna á fundinum. 14. apríl 2016 13:58 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Bjarni Ben: Viðrar hugmyndir um þjóðarsjóð Segir nýja lokaskýrslu verkefnastjórnun rammaáætlunar innihalda tillögur að 25 nýjum virkjunarkostum og svæðum á Íslandi. 14. apríl 2016 16:07
Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Bjarni Benediktsson er á meðal ræðumanna á fundinum. 14. apríl 2016 13:58