Fá ekki að vera foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. mars 2016 23:26 Héraðsdómari staðfesti synjanir Þjóðskrár og innanríkisráðuneytisins. vísir/pjetur Tvær konur, sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður, verða ekki skráðar sem foreldrar barnsins í Þjóðskrá. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málsatvik eru þau að konurnar, sem þá voru í hjúskap, leituðu til stofnunar í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum sem hafði milligöngu um að finna staðgöngumóður fyrir þær. Undirrituðu þær samning þess efnis. Staðgöngumóðirin gekkst undir tæknifrjóvgun en til verksins var brúkað sæði og egg úr nafnlausum gjöfum. Í dómsúrskurði yfirréttar Riverside-sýslu í Kaliforníu frá því í janúar 2013 var samkomulag aðila, hjónanna og staðgöngumóðurinnar, þess efnis að þær yrðu foreldrar barnsins. Öll lagaleg réttindi og skyldur staðgöngumóðurinnar féllu niður með úrskurðinum. Drengurinn fæddist í febrúar 2013 og dvaldi í Bandaríkjunum, ásamt mæðrum sínum, í þrjár vikur meðan þess var beðið að hann fengi bandarískt vegabréf. Þegar hann hafði öðlast það flaug fjölskyldan heim til Íslands.Konurnar skráðar sem fósturforeldrar Eftir heimkomu til Íslands sendu foreldrarnir Þjóðskrá beiðni um skráningu barnsins. Í kjölfarið óskaði Þjóðskrá eftir gögnum þess efnis að önnur kvennanna hefði alið barnið en þær lögðu þá fram áðurgreindan dómsúrskurð. Beiðni um skráningu barnsins var hafnað af Þjóðskrá en sú niðurstaða var kærð til innanríkisráðuneytisins. Í úrskurði ráðuneytisins segir meðal annars að óumdeilt sé að drengurinn hafi fæðst í Bandaríkjunum og að bandarísk kona hafi alið hann. Því sé ljóst að samkvæmt íslenskum rétti telst sú kona vera móðir drengsins. Engin gögn hafi verið lögð fram sem benda til þess að kynfaðir þess sé íslenskur ríkisborgari. Á þessum grundvelli var því hafnað að veita barninu ríkisborgararétt. Sökum þeirra atvika sem hér hafa verið rakin þótti mál drengsins óljós. Honum var skipaður lögráðamaður en gerður var fósturforeldrasamningur við konurnar tvær. Þegar þær skildu, í maí á síðasta ári, skiptu þá umgengni við drenginn jafnt. Áður en þær skildu höfðu þær hafið ættleiðingarferli en umsóknin féll niður við skilnaðinn. Í dómnum segir „má ætla að ættleiðingarleyfi hefði fengist ef stefnendur hefðu ekki slitið samvistum.“Viðurkenning á foreldratengslum eykur líkur á fleiri tilvikum Ákvörðun Þjóðskrár, sem kærð var, fól í sér synjun á að skrá drenginn í þjóðskrá sem íslenskan ríkisborgara en honum var veittur ríkisborgararéttur með lögum undir lok síðasta árs. „Því vaknar sú spurning hvaða lögvörðu hagsmuni stefnendur kunni að hafa af því að fá niðurstöðu stefndu [Þjóðskrár og íslenska ríkisins] fellda úr gildi,” segir í niðurstöðu dómsins. Í dómnum segir enn fremur að synjunin hafi verið reist á þeim rökum að hvorug kvennanna gæti talist foreldri barnsins í skilningi íslenskra laga. Í barnalögum er kveðið á um að kona sem elur barn, sem getið er með tæknifrjóvgun, teljist ávallt móðir þess og að kona, sem samþykkt hefur tæknifrjóvgun á eiginkonu sinni, sé foreldri barnsins. Þar sem hvorug kvennanna getur talist líffræðilegt foreldri drengsins var synjunin staðfest að því leyti. Konurnar byggðu málatilbúnað sinn meðal annars á því að á bandarískum skjölum séu þær skráðar foreldrar barnsins. Í dómnum segir að ekki sé í íslenskum lögum vikið með beinum hætti að því hvaða réttaráhrif erlendar úrlausnir í tengslum við staðgöngumæðrun skuli hafa hér á landi. „Hins vegar gildir hér á landi afdráttarlaust bann við staðgöngumæðrun. […] Foreldratengslum sem er komið á erlendis með háttsemi sem er bönnuð hér á landi að viðlagðri refsingu gengur […] í berhögg við grunnreglur íslensks réttar. Með því að viðurkenna slík foreldratengsl, þó að til þeirra sé stofnað á löglegan hátt erlendis, er opnað á möguleika þeirra sem hér eru búsettir til að sniðganga framangreint bann.” Af þeim sökum var áðurgreindri málsástæðu hafnað. Dóm héraðsdóms í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Landlæknir telur staðgöngumæðrun ranga forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. 11. nóvember 2015 10:13 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 Setur staðgöngumæðrun undir sama hatt og kynferðisbrot Innanríkisráðherra Ítalíu er ekki hrifinn af því að fólk geti nýtt sér staðgöngumæðrun. 6. janúar 2016 21:55 Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. 30. apríl 2015 20:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Tvær konur, sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður, verða ekki skráðar sem foreldrar barnsins í Þjóðskrá. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málsatvik eru þau að konurnar, sem þá voru í hjúskap, leituðu til stofnunar í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum sem hafði milligöngu um að finna staðgöngumóður fyrir þær. Undirrituðu þær samning þess efnis. Staðgöngumóðirin gekkst undir tæknifrjóvgun en til verksins var brúkað sæði og egg úr nafnlausum gjöfum. Í dómsúrskurði yfirréttar Riverside-sýslu í Kaliforníu frá því í janúar 2013 var samkomulag aðila, hjónanna og staðgöngumóðurinnar, þess efnis að þær yrðu foreldrar barnsins. Öll lagaleg réttindi og skyldur staðgöngumóðurinnar féllu niður með úrskurðinum. Drengurinn fæddist í febrúar 2013 og dvaldi í Bandaríkjunum, ásamt mæðrum sínum, í þrjár vikur meðan þess var beðið að hann fengi bandarískt vegabréf. Þegar hann hafði öðlast það flaug fjölskyldan heim til Íslands.Konurnar skráðar sem fósturforeldrar Eftir heimkomu til Íslands sendu foreldrarnir Þjóðskrá beiðni um skráningu barnsins. Í kjölfarið óskaði Þjóðskrá eftir gögnum þess efnis að önnur kvennanna hefði alið barnið en þær lögðu þá fram áðurgreindan dómsúrskurð. Beiðni um skráningu barnsins var hafnað af Þjóðskrá en sú niðurstaða var kærð til innanríkisráðuneytisins. Í úrskurði ráðuneytisins segir meðal annars að óumdeilt sé að drengurinn hafi fæðst í Bandaríkjunum og að bandarísk kona hafi alið hann. Því sé ljóst að samkvæmt íslenskum rétti telst sú kona vera móðir drengsins. Engin gögn hafi verið lögð fram sem benda til þess að kynfaðir þess sé íslenskur ríkisborgari. Á þessum grundvelli var því hafnað að veita barninu ríkisborgararétt. Sökum þeirra atvika sem hér hafa verið rakin þótti mál drengsins óljós. Honum var skipaður lögráðamaður en gerður var fósturforeldrasamningur við konurnar tvær. Þegar þær skildu, í maí á síðasta ári, skiptu þá umgengni við drenginn jafnt. Áður en þær skildu höfðu þær hafið ættleiðingarferli en umsóknin féll niður við skilnaðinn. Í dómnum segir „má ætla að ættleiðingarleyfi hefði fengist ef stefnendur hefðu ekki slitið samvistum.“Viðurkenning á foreldratengslum eykur líkur á fleiri tilvikum Ákvörðun Þjóðskrár, sem kærð var, fól í sér synjun á að skrá drenginn í þjóðskrá sem íslenskan ríkisborgara en honum var veittur ríkisborgararéttur með lögum undir lok síðasta árs. „Því vaknar sú spurning hvaða lögvörðu hagsmuni stefnendur kunni að hafa af því að fá niðurstöðu stefndu [Þjóðskrár og íslenska ríkisins] fellda úr gildi,” segir í niðurstöðu dómsins. Í dómnum segir enn fremur að synjunin hafi verið reist á þeim rökum að hvorug kvennanna gæti talist foreldri barnsins í skilningi íslenskra laga. Í barnalögum er kveðið á um að kona sem elur barn, sem getið er með tæknifrjóvgun, teljist ávallt móðir þess og að kona, sem samþykkt hefur tæknifrjóvgun á eiginkonu sinni, sé foreldri barnsins. Þar sem hvorug kvennanna getur talist líffræðilegt foreldri drengsins var synjunin staðfest að því leyti. Konurnar byggðu málatilbúnað sinn meðal annars á því að á bandarískum skjölum séu þær skráðar foreldrar barnsins. Í dómnum segir að ekki sé í íslenskum lögum vikið með beinum hætti að því hvaða réttaráhrif erlendar úrlausnir í tengslum við staðgöngumæðrun skuli hafa hér á landi. „Hins vegar gildir hér á landi afdráttarlaust bann við staðgöngumæðrun. […] Foreldratengslum sem er komið á erlendis með háttsemi sem er bönnuð hér á landi að viðlagðri refsingu gengur […] í berhögg við grunnreglur íslensks réttar. Með því að viðurkenna slík foreldratengsl, þó að til þeirra sé stofnað á löglegan hátt erlendis, er opnað á möguleika þeirra sem hér eru búsettir til að sniðganga framangreint bann.” Af þeim sökum var áðurgreindri málsástæðu hafnað. Dóm héraðsdóms í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Landlæknir telur staðgöngumæðrun ranga forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. 11. nóvember 2015 10:13 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 Setur staðgöngumæðrun undir sama hatt og kynferðisbrot Innanríkisráðherra Ítalíu er ekki hrifinn af því að fólk geti nýtt sér staðgöngumæðrun. 6. janúar 2016 21:55 Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. 30. apríl 2015 20:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00
Landlæknir telur staðgöngumæðrun ranga forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. 11. nóvember 2015 10:13
Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00
Setur staðgöngumæðrun undir sama hatt og kynferðisbrot Innanríkisráðherra Ítalíu er ekki hrifinn af því að fólk geti nýtt sér staðgöngumæðrun. 6. janúar 2016 21:55
Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. 30. apríl 2015 20:00