Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. október 2016 06:00 Hlöðver slasaðist illa og er með mörg brotin rifbein. Hann brýnir borgaryfirvöld til verka. vísir/gva „Hvað þarf að gerast til þess að borgin fari að taka á sig rögg og gera eitthvað í þessu,“ segir Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari. Hann er slasaður og bersýnilega sárþjáður eftir að hafa hjólað á kanínu í Elliðaárdalnum á leið í vinnuna á föstudagsmorgun. Hann féll af hjólinu og á tré með þeim afleiðingum að lungað féll saman og rifbein 3 til 7 eru brotin. Þar af eru einhver þeirra tvíbrotin. Þá er annað herðablaðið sprungið þvert yfir. „Þetta gerist allt svo snöggt og ég man bara að ég skell á trénu og hendist aftur á bak og svo bara dofna ljósin hægt og rólega af því að ég næ ekki andanum,“ segir Hlöðver. Hann telur að liðið hafi á bilinu fimmtán til tuttugu mínútur þangað til að kona í nágrenninu verður hans vör og hún hringir á 112. „Þá er ég bara að berjast við að ná andanum. Lungað er fallið saman og ég ligg á bakinu og finn við hvern andardrátt hvernig brestur og smellur í öllu og er jafnframt að hósta blóði og reyna að hreinsa öndunarfærin,“ segir Hlöðver. Hann segir að fleira fólk hafi síðan drifið að en honum fannst heil eilífð þangað til sjúkrabíllinn kom. Hann var síðan fluttur á slysadeildina. Þar voru bara öll föt klippt utan af mér því að þeir gátu ekkert skoðað mig nógu vel. Hann var svo settur í CT-skanna þar sem kom í ljós að lungað var fallið saman. Hann fór svo á gjörgæslu þar sem hann var í sólarhring áður en hann fór á almenna deild. Hlöðver leggur áherslu á það að hann sé enginn keppnishjólamaður heldur eigi hann bara venjulegt hjól. Hraða eða glannaskap verði ekki kennt um. Hann ítrekar ákall sitt um að Reykjavíkurborg grípi til aðgerða vegna þessara kanína. „Ég er alveg viss um að ég er ekki sá eini sem hefur lent í því að detta út af þessum kanínum. Það hafa örugglega líka einhverjar aftanákeyrslur orðið út af kanínum,“ segir Hlöðver. „Mér finnst vera kominn tími til að gera eitthvað í málinu,“ bætir hann við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Hvað þarf að gerast til þess að borgin fari að taka á sig rögg og gera eitthvað í þessu,“ segir Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari. Hann er slasaður og bersýnilega sárþjáður eftir að hafa hjólað á kanínu í Elliðaárdalnum á leið í vinnuna á föstudagsmorgun. Hann féll af hjólinu og á tré með þeim afleiðingum að lungað féll saman og rifbein 3 til 7 eru brotin. Þar af eru einhver þeirra tvíbrotin. Þá er annað herðablaðið sprungið þvert yfir. „Þetta gerist allt svo snöggt og ég man bara að ég skell á trénu og hendist aftur á bak og svo bara dofna ljósin hægt og rólega af því að ég næ ekki andanum,“ segir Hlöðver. Hann telur að liðið hafi á bilinu fimmtán til tuttugu mínútur þangað til að kona í nágrenninu verður hans vör og hún hringir á 112. „Þá er ég bara að berjast við að ná andanum. Lungað er fallið saman og ég ligg á bakinu og finn við hvern andardrátt hvernig brestur og smellur í öllu og er jafnframt að hósta blóði og reyna að hreinsa öndunarfærin,“ segir Hlöðver. Hann segir að fleira fólk hafi síðan drifið að en honum fannst heil eilífð þangað til sjúkrabíllinn kom. Hann var síðan fluttur á slysadeildina. Þar voru bara öll föt klippt utan af mér því að þeir gátu ekkert skoðað mig nógu vel. Hann var svo settur í CT-skanna þar sem kom í ljós að lungað var fallið saman. Hann fór svo á gjörgæslu þar sem hann var í sólarhring áður en hann fór á almenna deild. Hlöðver leggur áherslu á það að hann sé enginn keppnishjólamaður heldur eigi hann bara venjulegt hjól. Hraða eða glannaskap verði ekki kennt um. Hann ítrekar ákall sitt um að Reykjavíkurborg grípi til aðgerða vegna þessara kanína. „Ég er alveg viss um að ég er ekki sá eini sem hefur lent í því að detta út af þessum kanínum. Það hafa örugglega líka einhverjar aftanákeyrslur orðið út af kanínum,“ segir Hlöðver. „Mér finnst vera kominn tími til að gera eitthvað í málinu,“ bætir hann við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira