Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. október 2016 06:00 Hlöðver slasaðist illa og er með mörg brotin rifbein. Hann brýnir borgaryfirvöld til verka. vísir/gva „Hvað þarf að gerast til þess að borgin fari að taka á sig rögg og gera eitthvað í þessu,“ segir Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari. Hann er slasaður og bersýnilega sárþjáður eftir að hafa hjólað á kanínu í Elliðaárdalnum á leið í vinnuna á föstudagsmorgun. Hann féll af hjólinu og á tré með þeim afleiðingum að lungað féll saman og rifbein 3 til 7 eru brotin. Þar af eru einhver þeirra tvíbrotin. Þá er annað herðablaðið sprungið þvert yfir. „Þetta gerist allt svo snöggt og ég man bara að ég skell á trénu og hendist aftur á bak og svo bara dofna ljósin hægt og rólega af því að ég næ ekki andanum,“ segir Hlöðver. Hann telur að liðið hafi á bilinu fimmtán til tuttugu mínútur þangað til að kona í nágrenninu verður hans vör og hún hringir á 112. „Þá er ég bara að berjast við að ná andanum. Lungað er fallið saman og ég ligg á bakinu og finn við hvern andardrátt hvernig brestur og smellur í öllu og er jafnframt að hósta blóði og reyna að hreinsa öndunarfærin,“ segir Hlöðver. Hann segir að fleira fólk hafi síðan drifið að en honum fannst heil eilífð þangað til sjúkrabíllinn kom. Hann var síðan fluttur á slysadeildina. Þar voru bara öll föt klippt utan af mér því að þeir gátu ekkert skoðað mig nógu vel. Hann var svo settur í CT-skanna þar sem kom í ljós að lungað var fallið saman. Hann fór svo á gjörgæslu þar sem hann var í sólarhring áður en hann fór á almenna deild. Hlöðver leggur áherslu á það að hann sé enginn keppnishjólamaður heldur eigi hann bara venjulegt hjól. Hraða eða glannaskap verði ekki kennt um. Hann ítrekar ákall sitt um að Reykjavíkurborg grípi til aðgerða vegna þessara kanína. „Ég er alveg viss um að ég er ekki sá eini sem hefur lent í því að detta út af þessum kanínum. Það hafa örugglega líka einhverjar aftanákeyrslur orðið út af kanínum,“ segir Hlöðver. „Mér finnst vera kominn tími til að gera eitthvað í málinu,“ bætir hann við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Hvað þarf að gerast til þess að borgin fari að taka á sig rögg og gera eitthvað í þessu,“ segir Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari. Hann er slasaður og bersýnilega sárþjáður eftir að hafa hjólað á kanínu í Elliðaárdalnum á leið í vinnuna á föstudagsmorgun. Hann féll af hjólinu og á tré með þeim afleiðingum að lungað féll saman og rifbein 3 til 7 eru brotin. Þar af eru einhver þeirra tvíbrotin. Þá er annað herðablaðið sprungið þvert yfir. „Þetta gerist allt svo snöggt og ég man bara að ég skell á trénu og hendist aftur á bak og svo bara dofna ljósin hægt og rólega af því að ég næ ekki andanum,“ segir Hlöðver. Hann telur að liðið hafi á bilinu fimmtán til tuttugu mínútur þangað til að kona í nágrenninu verður hans vör og hún hringir á 112. „Þá er ég bara að berjast við að ná andanum. Lungað er fallið saman og ég ligg á bakinu og finn við hvern andardrátt hvernig brestur og smellur í öllu og er jafnframt að hósta blóði og reyna að hreinsa öndunarfærin,“ segir Hlöðver. Hann segir að fleira fólk hafi síðan drifið að en honum fannst heil eilífð þangað til sjúkrabíllinn kom. Hann var síðan fluttur á slysadeildina. Þar voru bara öll föt klippt utan af mér því að þeir gátu ekkert skoðað mig nógu vel. Hann var svo settur í CT-skanna þar sem kom í ljós að lungað var fallið saman. Hann fór svo á gjörgæslu þar sem hann var í sólarhring áður en hann fór á almenna deild. Hlöðver leggur áherslu á það að hann sé enginn keppnishjólamaður heldur eigi hann bara venjulegt hjól. Hraða eða glannaskap verði ekki kennt um. Hann ítrekar ákall sitt um að Reykjavíkurborg grípi til aðgerða vegna þessara kanína. „Ég er alveg viss um að ég er ekki sá eini sem hefur lent í því að detta út af þessum kanínum. Það hafa örugglega líka einhverjar aftanákeyrslur orðið út af kanínum,“ segir Hlöðver. „Mér finnst vera kominn tími til að gera eitthvað í málinu,“ bætir hann við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira