Hjólamaðurinn átti að passa sig á kanínunni segja dýravinir Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2016 16:00 Hallgerður Hauksdóttir segir hjólamanninn Hlöðver Bernharð bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. Hans er ábyrgðin, ekki kanínunnar. Vísir greindi frá hörðum árekstri í morgun en Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari er stórslasaður eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og rifbein eru brotin, einhver tvíbrotin auk þess sem herðablaðið er sprungið þvert yfir. Hörður Bernharður er sárþjáður og segir þetta stórhættulegt svæði að fara um vegna kanínuplágu og kallar eftir aðgerðum af hálfu Reykjavíkurborgar.Lifandi verur eiga alltaf réttinn Hallgerður segist hafa samúð með Herð Bernharði en ef við myndum setja kött eða hund inní jöfnuna, í staðinn fyrir kanínuna, þá væri ekki verið að kalla eftir sérstökum aðgerðum. Við séum hins vegar fljót að stökkva á kanínurnar af því að þær liggja vel við höggi. „Lifandi verur eiga alltaf réttinn. Bíllinn, hjól, farartæki telst hlutur og þeim sem honum stjórnar – honum ber að gæta sín. Ég myndi aldrei kaupa það að kanínan hafi verið fyrir honum. Hjólreiðamanninum ber að gæta sín, sérstaklega þar sem vitað er að svona dýr eru fyrir hendi. Alveg eins og á þjóðvegum landsins þar sem við verðum að gæta okkur á kindum. Þetta er hliðstætt,“ segir Hallgerður. Hún segir hins vegar annað mál með kanínuvandann, því þær eru í vandræðum. Þær eru ekki gerðar til að lifa af íslenskan vetur. „Þær einu sem lifa af eru við hitaveitustokkana eða þá að þeim sé hjálpað. Geysileg afföll og þetta eru hroðalegir dauðdagar, svelti og kuldi. Þetta er langdreginn dauðdagi.“Þetta snýst um velferð dýranna Hallgerður segir að það geti hreinlega talist hjálparskylda okkar að aflífa kanínurnar á mannúðlegan hátt. „Eru þessi dýr þess umkomin að lifa í náttúrunni og þrífast? Ef þau eru það ekki, hvað eigum við þá að gera? Getur vel verið að okkar hjálparskylda felist í því að fækka þeim. Þetta snýst um dýravelferð, við verðum að hugsa um þeirra velferð og ef þetta er þrautalíf er spurning hvort við þurfum ekki að skoða þetta betur.“ Fari Reykjavíkurborg út í aðgerðir til að fækka kanínurnar er mikilvægt að menn vandi til verksins. „Þær mega ekki líða fyrir aðgerðirnar eins og minkarnir þegar við erum að drekkja þeim í gildrum.“Ef fækka á kanínum verður að vanda til verksins Hallgerður segist ekki sérfróð um aflífun dýra, þetta sé vandasamt því þetta er innan borgarmarka og því megi ekki skjóta dýrin. „En í tilfelli minkanna er þetta sparnaðarmál, ódýrara er að drekkja þeim en aflífa á mannúðlegan hátt. Þess vegna gerum við það og þess vegna var þetta lögleitt. Í því samhengi; ef Reykjavíkurborg fer að gera eitthvað verður hún að vanda sig.“ Þetta er mikið tilfinningamál, að sögn Hallgerðar. Um er að ræða voðalega sæt dýr sem margir sinna og gefa. Rétt sé að láta þær í friði að því gefnu að þær geti lifað veturinn af. „En, í öllu falli eiga hjólreiðamenn að gæta sín og það erum við mennirnir sem berum ábyrgðina.“ Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. Hans er ábyrgðin, ekki kanínunnar. Vísir greindi frá hörðum árekstri í morgun en Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari er stórslasaður eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og rifbein eru brotin, einhver tvíbrotin auk þess sem herðablaðið er sprungið þvert yfir. Hörður Bernharður er sárþjáður og segir þetta stórhættulegt svæði að fara um vegna kanínuplágu og kallar eftir aðgerðum af hálfu Reykjavíkurborgar.Lifandi verur eiga alltaf réttinn Hallgerður segist hafa samúð með Herð Bernharði en ef við myndum setja kött eða hund inní jöfnuna, í staðinn fyrir kanínuna, þá væri ekki verið að kalla eftir sérstökum aðgerðum. Við séum hins vegar fljót að stökkva á kanínurnar af því að þær liggja vel við höggi. „Lifandi verur eiga alltaf réttinn. Bíllinn, hjól, farartæki telst hlutur og þeim sem honum stjórnar – honum ber að gæta sín. Ég myndi aldrei kaupa það að kanínan hafi verið fyrir honum. Hjólreiðamanninum ber að gæta sín, sérstaklega þar sem vitað er að svona dýr eru fyrir hendi. Alveg eins og á þjóðvegum landsins þar sem við verðum að gæta okkur á kindum. Þetta er hliðstætt,“ segir Hallgerður. Hún segir hins vegar annað mál með kanínuvandann, því þær eru í vandræðum. Þær eru ekki gerðar til að lifa af íslenskan vetur. „Þær einu sem lifa af eru við hitaveitustokkana eða þá að þeim sé hjálpað. Geysileg afföll og þetta eru hroðalegir dauðdagar, svelti og kuldi. Þetta er langdreginn dauðdagi.“Þetta snýst um velferð dýranna Hallgerður segir að það geti hreinlega talist hjálparskylda okkar að aflífa kanínurnar á mannúðlegan hátt. „Eru þessi dýr þess umkomin að lifa í náttúrunni og þrífast? Ef þau eru það ekki, hvað eigum við þá að gera? Getur vel verið að okkar hjálparskylda felist í því að fækka þeim. Þetta snýst um dýravelferð, við verðum að hugsa um þeirra velferð og ef þetta er þrautalíf er spurning hvort við þurfum ekki að skoða þetta betur.“ Fari Reykjavíkurborg út í aðgerðir til að fækka kanínurnar er mikilvægt að menn vandi til verksins. „Þær mega ekki líða fyrir aðgerðirnar eins og minkarnir þegar við erum að drekkja þeim í gildrum.“Ef fækka á kanínum verður að vanda til verksins Hallgerður segist ekki sérfróð um aflífun dýra, þetta sé vandasamt því þetta er innan borgarmarka og því megi ekki skjóta dýrin. „En í tilfelli minkanna er þetta sparnaðarmál, ódýrara er að drekkja þeim en aflífa á mannúðlegan hátt. Þess vegna gerum við það og þess vegna var þetta lögleitt. Í því samhengi; ef Reykjavíkurborg fer að gera eitthvað verður hún að vanda sig.“ Þetta er mikið tilfinningamál, að sögn Hallgerðar. Um er að ræða voðalega sæt dýr sem margir sinna og gefa. Rétt sé að láta þær í friði að því gefnu að þær geti lifað veturinn af. „En, í öllu falli eiga hjólreiðamenn að gæta sín og það erum við mennirnir sem berum ábyrgðina.“
Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00