Hjólamaðurinn átti að passa sig á kanínunni segja dýravinir Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2016 16:00 Hallgerður Hauksdóttir segir hjólamanninn Hlöðver Bernharð bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. Hans er ábyrgðin, ekki kanínunnar. Vísir greindi frá hörðum árekstri í morgun en Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari er stórslasaður eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og rifbein eru brotin, einhver tvíbrotin auk þess sem herðablaðið er sprungið þvert yfir. Hörður Bernharður er sárþjáður og segir þetta stórhættulegt svæði að fara um vegna kanínuplágu og kallar eftir aðgerðum af hálfu Reykjavíkurborgar.Lifandi verur eiga alltaf réttinn Hallgerður segist hafa samúð með Herð Bernharði en ef við myndum setja kött eða hund inní jöfnuna, í staðinn fyrir kanínuna, þá væri ekki verið að kalla eftir sérstökum aðgerðum. Við séum hins vegar fljót að stökkva á kanínurnar af því að þær liggja vel við höggi. „Lifandi verur eiga alltaf réttinn. Bíllinn, hjól, farartæki telst hlutur og þeim sem honum stjórnar – honum ber að gæta sín. Ég myndi aldrei kaupa það að kanínan hafi verið fyrir honum. Hjólreiðamanninum ber að gæta sín, sérstaklega þar sem vitað er að svona dýr eru fyrir hendi. Alveg eins og á þjóðvegum landsins þar sem við verðum að gæta okkur á kindum. Þetta er hliðstætt,“ segir Hallgerður. Hún segir hins vegar annað mál með kanínuvandann, því þær eru í vandræðum. Þær eru ekki gerðar til að lifa af íslenskan vetur. „Þær einu sem lifa af eru við hitaveitustokkana eða þá að þeim sé hjálpað. Geysileg afföll og þetta eru hroðalegir dauðdagar, svelti og kuldi. Þetta er langdreginn dauðdagi.“Þetta snýst um velferð dýranna Hallgerður segir að það geti hreinlega talist hjálparskylda okkar að aflífa kanínurnar á mannúðlegan hátt. „Eru þessi dýr þess umkomin að lifa í náttúrunni og þrífast? Ef þau eru það ekki, hvað eigum við þá að gera? Getur vel verið að okkar hjálparskylda felist í því að fækka þeim. Þetta snýst um dýravelferð, við verðum að hugsa um þeirra velferð og ef þetta er þrautalíf er spurning hvort við þurfum ekki að skoða þetta betur.“ Fari Reykjavíkurborg út í aðgerðir til að fækka kanínurnar er mikilvægt að menn vandi til verksins. „Þær mega ekki líða fyrir aðgerðirnar eins og minkarnir þegar við erum að drekkja þeim í gildrum.“Ef fækka á kanínum verður að vanda til verksins Hallgerður segist ekki sérfróð um aflífun dýra, þetta sé vandasamt því þetta er innan borgarmarka og því megi ekki skjóta dýrin. „En í tilfelli minkanna er þetta sparnaðarmál, ódýrara er að drekkja þeim en aflífa á mannúðlegan hátt. Þess vegna gerum við það og þess vegna var þetta lögleitt. Í því samhengi; ef Reykjavíkurborg fer að gera eitthvað verður hún að vanda sig.“ Þetta er mikið tilfinningamál, að sögn Hallgerðar. Um er að ræða voðalega sæt dýr sem margir sinna og gefa. Rétt sé að láta þær í friði að því gefnu að þær geti lifað veturinn af. „En, í öllu falli eiga hjólreiðamenn að gæta sín og það erum við mennirnir sem berum ábyrgðina.“ Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. Hans er ábyrgðin, ekki kanínunnar. Vísir greindi frá hörðum árekstri í morgun en Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari er stórslasaður eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og rifbein eru brotin, einhver tvíbrotin auk þess sem herðablaðið er sprungið þvert yfir. Hörður Bernharður er sárþjáður og segir þetta stórhættulegt svæði að fara um vegna kanínuplágu og kallar eftir aðgerðum af hálfu Reykjavíkurborgar.Lifandi verur eiga alltaf réttinn Hallgerður segist hafa samúð með Herð Bernharði en ef við myndum setja kött eða hund inní jöfnuna, í staðinn fyrir kanínuna, þá væri ekki verið að kalla eftir sérstökum aðgerðum. Við séum hins vegar fljót að stökkva á kanínurnar af því að þær liggja vel við höggi. „Lifandi verur eiga alltaf réttinn. Bíllinn, hjól, farartæki telst hlutur og þeim sem honum stjórnar – honum ber að gæta sín. Ég myndi aldrei kaupa það að kanínan hafi verið fyrir honum. Hjólreiðamanninum ber að gæta sín, sérstaklega þar sem vitað er að svona dýr eru fyrir hendi. Alveg eins og á þjóðvegum landsins þar sem við verðum að gæta okkur á kindum. Þetta er hliðstætt,“ segir Hallgerður. Hún segir hins vegar annað mál með kanínuvandann, því þær eru í vandræðum. Þær eru ekki gerðar til að lifa af íslenskan vetur. „Þær einu sem lifa af eru við hitaveitustokkana eða þá að þeim sé hjálpað. Geysileg afföll og þetta eru hroðalegir dauðdagar, svelti og kuldi. Þetta er langdreginn dauðdagi.“Þetta snýst um velferð dýranna Hallgerður segir að það geti hreinlega talist hjálparskylda okkar að aflífa kanínurnar á mannúðlegan hátt. „Eru þessi dýr þess umkomin að lifa í náttúrunni og þrífast? Ef þau eru það ekki, hvað eigum við þá að gera? Getur vel verið að okkar hjálparskylda felist í því að fækka þeim. Þetta snýst um dýravelferð, við verðum að hugsa um þeirra velferð og ef þetta er þrautalíf er spurning hvort við þurfum ekki að skoða þetta betur.“ Fari Reykjavíkurborg út í aðgerðir til að fækka kanínurnar er mikilvægt að menn vandi til verksins. „Þær mega ekki líða fyrir aðgerðirnar eins og minkarnir þegar við erum að drekkja þeim í gildrum.“Ef fækka á kanínum verður að vanda til verksins Hallgerður segist ekki sérfróð um aflífun dýra, þetta sé vandasamt því þetta er innan borgarmarka og því megi ekki skjóta dýrin. „En í tilfelli minkanna er þetta sparnaðarmál, ódýrara er að drekkja þeim en aflífa á mannúðlegan hátt. Þess vegna gerum við það og þess vegna var þetta lögleitt. Í því samhengi; ef Reykjavíkurborg fer að gera eitthvað verður hún að vanda sig.“ Þetta er mikið tilfinningamál, að sögn Hallgerðar. Um er að ræða voðalega sæt dýr sem margir sinna og gefa. Rétt sé að láta þær í friði að því gefnu að þær geti lifað veturinn af. „En, í öllu falli eiga hjólreiðamenn að gæta sín og það erum við mennirnir sem berum ábyrgðina.“
Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00