Mætingin á niðurleið í Pepsi-deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2016 06:00 Stuðningsmenn FH mættu best í sumar. vísir/ernir Fréttablaðið er búið að reikna út áhorfendafjöldann í Pepsídeild karla í sumar út frá opinberum tölum á leikskýrslum á vef Knattspyrnusambands Íslands en í heildina mættu 127.740 áhorfendur á leikina 132. Þetta er fækkun um 18.758 frá því á síðasta sumri en að meðaltali mættu 968 áhorfendur á hvern leik í Pepsídeild karla í sumar. Þetta er í annað sinn á síðustu fjórtán árum og í annað sinn í tólf liða deild sem áhorfendur eru færri en 1.000 að meðaltali á leik. Mætingin á leiki í Pepsídeild karla hefur farið jafnt og þétt minnkandi undanfarin ár eins og sést. Frá stofnun tólf liða deildar árið 2008 hefur mætingin minnkað næstum því ár frá ári fyrir utan til dæmis á síðustu leiktíð þegar aukningin var gífurleg. Sumarið 2014 mættu aðeins 923 að meðaltali á hvern leik sem er versta mæting í tólf liða deild og versta mæting í heildina frá árinu 2000 þegar 899 mættu að meðaltali á hvern leik í tíu liða deild. Mætingin var mjög góð í fyrra en alls mættu 1.107 að meðtali á hvern leik. Hrunið var mikið í sumar eins og fram hefur komið. Bæði árið 2014 og aftur í ár var stórmót að trufla deildina en truflunin hefur aldrei verið jafnmikil og núna þegar hlé þurfti að gera á Pepsídeildinni vegna þátttöku Íslands.Versló-þynnka, ekki EM-þynnka Mikið var rætt og ritað í sumar um að Evrópumótið hafði slæm áhrif á deildina en Íslandsmótið dofnaði allsvakalega þegar strákarnir okkar voru að heilla heiminn í Frakklandi. Talað var um EM-þynnku en mætingin var samt ekkert svo slæm strax eftir Evrópumótið ef litið er á mætingu á leikina eftir verslunarmannahelgina. Hún var langverst á meðan Ísland var að spila. Fréttablaðið skipti mætingunni í sumar upp í fjóra flokka; Fyrir EM, á meðan á EM stóð, eftir EM og fram að verslunarmannahelgi og eftir verslunarmannahelgina. Sé þetta sett upp svona sést að áhuginn var mikill á deildinni og fór hún af stað með látum. Alls mættu 1.235 á leikina 42 sem voru spilaðir fyrir EM.Svona leit mætingin út í sumar. Sjá má grafíkina stærri með því að smella á myndina.Fallið var gríðarlegt ef litið er á leikina tólf sem spilaðir voru á meðan á EM stóð en aðeins mættu 516 að meðaltali á þá leiki. EM-þynnkan var svo ekkert sérstaklega mikil en deildin náði sér ágætlega í gang því 919 mættu að meðaltali á leikina 18 sem voru spilaðir eftir EM og fram að verslunarmannahelgi. Það var eftir verslunarmannahelgina sem mótið dofnaði hvað mest. Fótboltaáhugamenn virtust ekki ná sér eftir hana og mættu aðeins 886 að meðaltali á leikina 60 sem voru spilaðir það sem eftir var af mótinu þrátt fyrir að gríðarleg spenna væri bæði um Evrópusæti og í fallbaráttunni en allt þetta réðst í lokaumferðinni.Árbæingar traustir Íslandsmeistarar FH voru með bestu mætinguna í sumar en alls mætti 1.541 að meðaltali á hvern leik hjá Hafnarfjarðarliðinu sem varð meistari annað árið í röð og í áttunda sinn á síðustu þrettán árum. KR var í öðru sæti með 1.163 áhorfendur að meðaltali á leik en næst komu Stjarnan og Breiðablik. Þrátt fyrir að vera í fallbaráttu frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu og falla á endanum í fyrsta sinn eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild voru stuðningsmenn Fylkis traustir sínum mönnum og var Fylkir eitt af fimm liðum með yfir 1.000 áhorfendur að meðaltali í leik. Eyjamenn (651) og Ólafsvíkingar (501) draga meðaltalið mikið niður en neðsta Reykjavíkurliðið var Þróttur þar sem 740 manns mættu að meðaltali á leikina ellefu á Þróttarvelli. Skaginn var efstur landsbyggðarliðanna með 820 áhorfendur að meðaltali á leik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
Fréttablaðið er búið að reikna út áhorfendafjöldann í Pepsídeild karla í sumar út frá opinberum tölum á leikskýrslum á vef Knattspyrnusambands Íslands en í heildina mættu 127.740 áhorfendur á leikina 132. Þetta er fækkun um 18.758 frá því á síðasta sumri en að meðaltali mættu 968 áhorfendur á hvern leik í Pepsídeild karla í sumar. Þetta er í annað sinn á síðustu fjórtán árum og í annað sinn í tólf liða deild sem áhorfendur eru færri en 1.000 að meðaltali á leik. Mætingin á leiki í Pepsídeild karla hefur farið jafnt og þétt minnkandi undanfarin ár eins og sést. Frá stofnun tólf liða deildar árið 2008 hefur mætingin minnkað næstum því ár frá ári fyrir utan til dæmis á síðustu leiktíð þegar aukningin var gífurleg. Sumarið 2014 mættu aðeins 923 að meðaltali á hvern leik sem er versta mæting í tólf liða deild og versta mæting í heildina frá árinu 2000 þegar 899 mættu að meðaltali á hvern leik í tíu liða deild. Mætingin var mjög góð í fyrra en alls mættu 1.107 að meðtali á hvern leik. Hrunið var mikið í sumar eins og fram hefur komið. Bæði árið 2014 og aftur í ár var stórmót að trufla deildina en truflunin hefur aldrei verið jafnmikil og núna þegar hlé þurfti að gera á Pepsídeildinni vegna þátttöku Íslands.Versló-þynnka, ekki EM-þynnka Mikið var rætt og ritað í sumar um að Evrópumótið hafði slæm áhrif á deildina en Íslandsmótið dofnaði allsvakalega þegar strákarnir okkar voru að heilla heiminn í Frakklandi. Talað var um EM-þynnku en mætingin var samt ekkert svo slæm strax eftir Evrópumótið ef litið er á mætingu á leikina eftir verslunarmannahelgina. Hún var langverst á meðan Ísland var að spila. Fréttablaðið skipti mætingunni í sumar upp í fjóra flokka; Fyrir EM, á meðan á EM stóð, eftir EM og fram að verslunarmannahelgi og eftir verslunarmannahelgina. Sé þetta sett upp svona sést að áhuginn var mikill á deildinni og fór hún af stað með látum. Alls mættu 1.235 á leikina 42 sem voru spilaðir fyrir EM.Svona leit mætingin út í sumar. Sjá má grafíkina stærri með því að smella á myndina.Fallið var gríðarlegt ef litið er á leikina tólf sem spilaðir voru á meðan á EM stóð en aðeins mættu 516 að meðaltali á þá leiki. EM-þynnkan var svo ekkert sérstaklega mikil en deildin náði sér ágætlega í gang því 919 mættu að meðaltali á leikina 18 sem voru spilaðir eftir EM og fram að verslunarmannahelgi. Það var eftir verslunarmannahelgina sem mótið dofnaði hvað mest. Fótboltaáhugamenn virtust ekki ná sér eftir hana og mættu aðeins 886 að meðaltali á leikina 60 sem voru spilaðir það sem eftir var af mótinu þrátt fyrir að gríðarleg spenna væri bæði um Evrópusæti og í fallbaráttunni en allt þetta réðst í lokaumferðinni.Árbæingar traustir Íslandsmeistarar FH voru með bestu mætinguna í sumar en alls mætti 1.541 að meðaltali á hvern leik hjá Hafnarfjarðarliðinu sem varð meistari annað árið í röð og í áttunda sinn á síðustu þrettán árum. KR var í öðru sæti með 1.163 áhorfendur að meðaltali á leik en næst komu Stjarnan og Breiðablik. Þrátt fyrir að vera í fallbaráttu frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu og falla á endanum í fyrsta sinn eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild voru stuðningsmenn Fylkis traustir sínum mönnum og var Fylkir eitt af fimm liðum með yfir 1.000 áhorfendur að meðaltali í leik. Eyjamenn (651) og Ólafsvíkingar (501) draga meðaltalið mikið niður en neðsta Reykjavíkurliðið var Þróttur þar sem 740 manns mættu að meðaltali á leikina ellefu á Þróttarvelli. Skaginn var efstur landsbyggðarliðanna með 820 áhorfendur að meðaltali á leik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira