Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2016 10:25 Benedikt segir Sjálfstæðisflokkinn vera Framsóknarflokk. visir/gva Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, útilokar þann möguleika að Viðreisn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að loknum kosningum. Benedikt var í viðtali í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Benedikt hefur mátt svara fyrir það allt frá því að flokkurinn lét að sér kveða í kosningabaráttu hvort Viðreisn væri ekki hækja Sjálfstæðisflokksins eða einhvers konar útgáfa af honum? Enda má segja að tilurð flokksins megi rekja til kosningasvika Sjálfstæðisflokksins í ESB-aðildarviðræðumálinu og margir stofnfélaga koma úr Sjálfstæðisflokknum. Útspil Pírata um síðustu helgi, þess efnis að fram fari viðræður milli þeirra, Viðreisnar, Samfylkingar og VG um einskonar kosningabandalag fyrir kosningar vakti mikla athygli. Viðreisn hefur hins vegar tekið fremur dræmt í slíkt boð sem hefur vakið þær raddir að Viðreisn hafi það eitt í hyggju að vera þriðja hjól í ríkisstjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka. Benedikt tók af öll tvímæli í morgun í samtali við þá Frosta Logason og Mána Pétursson; sagði áherslur Viðreisnar í veigamiklum atriðum frábrugðnar þeim sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt uppúr með á yfirstandandi kjörtímabili. Reyndar í öllum veigamestu málum. „Það verður ekki slík ríkisstjórn,“ sagði Benedikt þegar gengið var á hann með það að atkvæði greitt Viðreisn væri ekki atkvæði greitt núverandi stjórn. Þá vakti athygli að Benedikt kallaði Sjálfstæðisflokkinn Framsóknarflokk í þættinum Forystusætið á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Hann vandaði þeim reyndar ekki kveðjurnar og sagði að Viðreisn væri ekki stofnað með það fyrir augum að næla sér í ráðherrastóla. Kosningar 2016 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, útilokar þann möguleika að Viðreisn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að loknum kosningum. Benedikt var í viðtali í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Benedikt hefur mátt svara fyrir það allt frá því að flokkurinn lét að sér kveða í kosningabaráttu hvort Viðreisn væri ekki hækja Sjálfstæðisflokksins eða einhvers konar útgáfa af honum? Enda má segja að tilurð flokksins megi rekja til kosningasvika Sjálfstæðisflokksins í ESB-aðildarviðræðumálinu og margir stofnfélaga koma úr Sjálfstæðisflokknum. Útspil Pírata um síðustu helgi, þess efnis að fram fari viðræður milli þeirra, Viðreisnar, Samfylkingar og VG um einskonar kosningabandalag fyrir kosningar vakti mikla athygli. Viðreisn hefur hins vegar tekið fremur dræmt í slíkt boð sem hefur vakið þær raddir að Viðreisn hafi það eitt í hyggju að vera þriðja hjól í ríkisstjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka. Benedikt tók af öll tvímæli í morgun í samtali við þá Frosta Logason og Mána Pétursson; sagði áherslur Viðreisnar í veigamiklum atriðum frábrugðnar þeim sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt uppúr með á yfirstandandi kjörtímabili. Reyndar í öllum veigamestu málum. „Það verður ekki slík ríkisstjórn,“ sagði Benedikt þegar gengið var á hann með það að atkvæði greitt Viðreisn væri ekki atkvæði greitt núverandi stjórn. Þá vakti athygli að Benedikt kallaði Sjálfstæðisflokkinn Framsóknarflokk í þættinum Forystusætið á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Hann vandaði þeim reyndar ekki kveðjurnar og sagði að Viðreisn væri ekki stofnað með það fyrir augum að næla sér í ráðherrastóla.
Kosningar 2016 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira