Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. október 2016 20:30 Börn allt niður í tólf ára geta ferðast ein með íslensku flugfélögunum án þess að flugfélögin hafi afskipti af þeim en mikil fjölgun hefur orðið á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri sem koma hingað til lands. Grunur leikur á mansali í einu tilvikanna. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, hefur áhyggjur af stöðunni. Átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í því samhengi er vert að nefna að hjá íslensku flugfélögunum geta börn allt niður í tólf ára ferðast án fylgdarmanns. Börnin sem eru í umsjá Barnaverndar Reykjavíkur eru frá Sýrlandi, Kúrdistan, Marokkó, Albaníu og Afganistan. Þau eru á bilinu 14 til 17 ára. „Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum því við vorum að fá kannski tvö eða einstaka sinnum þrjú eða fjögur og sum árin engin,“ segir Halldóra Dröfn. Barnaverndarnefnd í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram fær barnið í sína umsjá. Halldóra segir að það hafi verið á reiki hvar börnunum sé best fyrir komið. „Útlendingastofnun hefur átt í erfiðleikum við að koma þessum börnum fyrir og hefur þurft að vista þau með fullorðnum. Barnaverndarnefndirnar eiga ekki í mörg hús að vernda fyrir þessa krakka og okkur er ráðlagt að setja þau ekki til að byrja með með öðrum börnum sem við berum ábyrgð á. Þetta er vegna þess að bakrunnur þeirra er ekki þekktur og það getur verið mikil áhætta að taka,“ segir Halldóra. Börnin átta sem eru í umsjá hjá Barnavernd Reykjavíkur dvelja ýmist hjá fósturforeldrum, á vistheimili fyrir unglinga, hjá ættingjum eða á gistiheimilum. Halldóra hefur áhyggjur af því hvernig málum er háttað. „Ég hefði viljað sjá hér litla móttökustöð fyrir þennan hóp barna á landsvísu og það væri þá ekki hver nefnd að burðast með það. Mitt fólk situr við símann heilu dagana að leita að gistiheimili til að leysa þennan tímabundna húsnæðisvanda þessara ungmenna. Ég vildi að það væri tekið á móti þeim á sómasamlegum stað til að sinna fyrstu aðhlynningu,“ segir Halldóra. Hún segir að líðan barnanna átta sé nokkuð misjöfn en mörg þeirra hafi upplifað ofbeldi eða stríð. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á því að í tilfelli eins barnsins hafi verið um mansal að ræða en það var í tilfelli 15 ára drengs frá Afganistan. Halldóra segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en segir að lögreglan rannsaki málið. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Börn allt niður í tólf ára geta ferðast ein með íslensku flugfélögunum án þess að flugfélögin hafi afskipti af þeim en mikil fjölgun hefur orðið á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri sem koma hingað til lands. Grunur leikur á mansali í einu tilvikanna. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, hefur áhyggjur af stöðunni. Átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í því samhengi er vert að nefna að hjá íslensku flugfélögunum geta börn allt niður í tólf ára ferðast án fylgdarmanns. Börnin sem eru í umsjá Barnaverndar Reykjavíkur eru frá Sýrlandi, Kúrdistan, Marokkó, Albaníu og Afganistan. Þau eru á bilinu 14 til 17 ára. „Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum því við vorum að fá kannski tvö eða einstaka sinnum þrjú eða fjögur og sum árin engin,“ segir Halldóra Dröfn. Barnaverndarnefnd í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram fær barnið í sína umsjá. Halldóra segir að það hafi verið á reiki hvar börnunum sé best fyrir komið. „Útlendingastofnun hefur átt í erfiðleikum við að koma þessum börnum fyrir og hefur þurft að vista þau með fullorðnum. Barnaverndarnefndirnar eiga ekki í mörg hús að vernda fyrir þessa krakka og okkur er ráðlagt að setja þau ekki til að byrja með með öðrum börnum sem við berum ábyrgð á. Þetta er vegna þess að bakrunnur þeirra er ekki þekktur og það getur verið mikil áhætta að taka,“ segir Halldóra. Börnin átta sem eru í umsjá hjá Barnavernd Reykjavíkur dvelja ýmist hjá fósturforeldrum, á vistheimili fyrir unglinga, hjá ættingjum eða á gistiheimilum. Halldóra hefur áhyggjur af því hvernig málum er háttað. „Ég hefði viljað sjá hér litla móttökustöð fyrir þennan hóp barna á landsvísu og það væri þá ekki hver nefnd að burðast með það. Mitt fólk situr við símann heilu dagana að leita að gistiheimili til að leysa þennan tímabundna húsnæðisvanda þessara ungmenna. Ég vildi að það væri tekið á móti þeim á sómasamlegum stað til að sinna fyrstu aðhlynningu,“ segir Halldóra. Hún segir að líðan barnanna átta sé nokkuð misjöfn en mörg þeirra hafi upplifað ofbeldi eða stríð. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á því að í tilfelli eins barnsins hafi verið um mansal að ræða en það var í tilfelli 15 ára drengs frá Afganistan. Halldóra segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en segir að lögreglan rannsaki málið.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira