Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. október 2016 20:30 Börn allt niður í tólf ára geta ferðast ein með íslensku flugfélögunum án þess að flugfélögin hafi afskipti af þeim en mikil fjölgun hefur orðið á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri sem koma hingað til lands. Grunur leikur á mansali í einu tilvikanna. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, hefur áhyggjur af stöðunni. Átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í því samhengi er vert að nefna að hjá íslensku flugfélögunum geta börn allt niður í tólf ára ferðast án fylgdarmanns. Börnin sem eru í umsjá Barnaverndar Reykjavíkur eru frá Sýrlandi, Kúrdistan, Marokkó, Albaníu og Afganistan. Þau eru á bilinu 14 til 17 ára. „Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum því við vorum að fá kannski tvö eða einstaka sinnum þrjú eða fjögur og sum árin engin,“ segir Halldóra Dröfn. Barnaverndarnefnd í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram fær barnið í sína umsjá. Halldóra segir að það hafi verið á reiki hvar börnunum sé best fyrir komið. „Útlendingastofnun hefur átt í erfiðleikum við að koma þessum börnum fyrir og hefur þurft að vista þau með fullorðnum. Barnaverndarnefndirnar eiga ekki í mörg hús að vernda fyrir þessa krakka og okkur er ráðlagt að setja þau ekki til að byrja með með öðrum börnum sem við berum ábyrgð á. Þetta er vegna þess að bakrunnur þeirra er ekki þekktur og það getur verið mikil áhætta að taka,“ segir Halldóra. Börnin átta sem eru í umsjá hjá Barnavernd Reykjavíkur dvelja ýmist hjá fósturforeldrum, á vistheimili fyrir unglinga, hjá ættingjum eða á gistiheimilum. Halldóra hefur áhyggjur af því hvernig málum er háttað. „Ég hefði viljað sjá hér litla móttökustöð fyrir þennan hóp barna á landsvísu og það væri þá ekki hver nefnd að burðast með það. Mitt fólk situr við símann heilu dagana að leita að gistiheimili til að leysa þennan tímabundna húsnæðisvanda þessara ungmenna. Ég vildi að það væri tekið á móti þeim á sómasamlegum stað til að sinna fyrstu aðhlynningu,“ segir Halldóra. Hún segir að líðan barnanna átta sé nokkuð misjöfn en mörg þeirra hafi upplifað ofbeldi eða stríð. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á því að í tilfelli eins barnsins hafi verið um mansal að ræða en það var í tilfelli 15 ára drengs frá Afganistan. Halldóra segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en segir að lögreglan rannsaki málið. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Börn allt niður í tólf ára geta ferðast ein með íslensku flugfélögunum án þess að flugfélögin hafi afskipti af þeim en mikil fjölgun hefur orðið á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri sem koma hingað til lands. Grunur leikur á mansali í einu tilvikanna. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, hefur áhyggjur af stöðunni. Átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í því samhengi er vert að nefna að hjá íslensku flugfélögunum geta börn allt niður í tólf ára ferðast án fylgdarmanns. Börnin sem eru í umsjá Barnaverndar Reykjavíkur eru frá Sýrlandi, Kúrdistan, Marokkó, Albaníu og Afganistan. Þau eru á bilinu 14 til 17 ára. „Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum því við vorum að fá kannski tvö eða einstaka sinnum þrjú eða fjögur og sum árin engin,“ segir Halldóra Dröfn. Barnaverndarnefnd í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram fær barnið í sína umsjá. Halldóra segir að það hafi verið á reiki hvar börnunum sé best fyrir komið. „Útlendingastofnun hefur átt í erfiðleikum við að koma þessum börnum fyrir og hefur þurft að vista þau með fullorðnum. Barnaverndarnefndirnar eiga ekki í mörg hús að vernda fyrir þessa krakka og okkur er ráðlagt að setja þau ekki til að byrja með með öðrum börnum sem við berum ábyrgð á. Þetta er vegna þess að bakrunnur þeirra er ekki þekktur og það getur verið mikil áhætta að taka,“ segir Halldóra. Börnin átta sem eru í umsjá hjá Barnavernd Reykjavíkur dvelja ýmist hjá fósturforeldrum, á vistheimili fyrir unglinga, hjá ættingjum eða á gistiheimilum. Halldóra hefur áhyggjur af því hvernig málum er háttað. „Ég hefði viljað sjá hér litla móttökustöð fyrir þennan hóp barna á landsvísu og það væri þá ekki hver nefnd að burðast með það. Mitt fólk situr við símann heilu dagana að leita að gistiheimili til að leysa þennan tímabundna húsnæðisvanda þessara ungmenna. Ég vildi að það væri tekið á móti þeim á sómasamlegum stað til að sinna fyrstu aðhlynningu,“ segir Halldóra. Hún segir að líðan barnanna átta sé nokkuð misjöfn en mörg þeirra hafi upplifað ofbeldi eða stríð. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á því að í tilfelli eins barnsins hafi verið um mansal að ræða en það var í tilfelli 15 ára drengs frá Afganistan. Halldóra segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en segir að lögreglan rannsaki málið.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira