Leikstjórinn á Liberty-leikvanginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2016 06:00 Gylfi Þór Suigurðsson fagnar um helgina. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Bob Bradley hefur náð því besta út úr Gylfa Þór Sigurðssyni á síðustu vikum og með því tekist að endurræsa Swansea-vélina og landa mikilvægum stigum í fallbaráttunni. Swansea hefur skorað átta mörk og fengið tvö stig út úr síðustu tveimur leikjum sínum á Liberty-leikvanginum og þar á liðið og Bradley sjálfur Gylfa mikið að þakka.Komið að sjö af átta mörkum Gylfi hefur verið bæði með mark og stoðsendingu í báðum þessum sigurleikjum en auk þess átti hann þátt í undirbúningi allra hinn þriggja markanna í 5-4 endurkomusigri á Palace fyrir tveimur vikum. Um helgina skoraði hann fyrsta markið og lagði upp mark númer tvö. Gylfi hefur því komið að sjö af átta mörkum velska liðsins í þessum lífsnauðsynlegum sigrum. Ein af stóru breytingunum eftir komu Bob Bradley var að færa Gylfa framar á miðjuna eða jafnvel láta hann spila sem falska níu. Gylfi spilaði mun aftar á miðjunni eða úti á kanti undir stjórn Ítalans Francesco Guidolin í byrjun tímabilsins. Gylfi skilaði þeim stöðum af dugnaði og elju en hann var ekki að spila þar sem hann er bestur. Francesco Guidolin var rekinn og eftirmaðurinn vissi hvað væri besti fyrir liðið sem var að setja Gylfa í hans bestu stöðu. Tölfræðin talar sínu máli. Gylfi átti beinan þátt í marki (mark eða stoðsending) á 240 mínútna fresti í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar hann var ekki í sinni bestu stöðu en hefur komið að marki á 77 mínútna fresti eftir að hann fékk að spilar framar.Bradley hrósar Gylfa Bob Bradley hrósaði Gylfa eftir leikinn um helgina. „Gylfi er búinn að vera mjög góður allt tímabilið. Hann hefur átt þátt í svo mörgum mörkum í þessum átta leikjum síðan ég tók við. Hann er hreyfanlegur, hefur frábært auga fyrir sendingum og skilar þessum föstu leikatriðum. Hann er mikilvægur hluti af okkar sóknarleik og svo fær hann heldur ekki nógu mikið hrós fyrir varnarvinnu sína,“ sagði Bob Bradley. Sendingar Gylfa hafa líka átt sinn þátt í því að kveikja í spænska framherjanum Fernando Llorente. Swansea-liðinu hefur nefnilega vantað framherja á skotskónum. Það er erfitt að setja það á herðar Gylfa að bæði skora og leggja upp mörkin. Þrjár stoðsendingar Gylfa hafa öðrum fremur kveikt í Spánverjanum.Samvinna Gylfa og Llorente Fernando Llorente hefur nú skorað fimm mörk, þar af tvö þeirra í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins. Gylfi hefur lagt upp fyrsta markið hans Llorente í öllum þremur leikjunum meðan spænski framherjinn hefur fundið netmöskvanna. Gylfi sjálfur var í viðtali á heimasíðu Swansea eftir leik. „Þetta er bara einn sigur en við höfum ekki unnið 3-0 í langan tíma þannig að svona sigur gefur okkur mikið sjálfstraust. Það var líka mjög mikilvægt að ná þessum sigri eftir leikinn á móti Tottenham,“ sagði Gylfi.Var ekkert stressaður „Við getum byggt ofan á svona úrslit. Við höfum spilað vel í þremur af síðustu fjórum leikjum og verðum að taka það með okkur inn í næstu leiki á móti Middlesbrough og West Brom,“ sagði Gylfi. Hann segist ekki hafa verið neitt stressaður þegar hann tók vítið sem kom Swansea í 1-0. „Þetta var frábært tækifæri til að koma okkur yfir og ná mómentinu með okkur. Það var líka mjög gott að fá mark úr föstu leikatriði í öðru markinu og þetta var einnig mikilvægt fyrir Fernando,“ sagði Gylfi.Gylfi Þór Sigurðsson.Vísir/GettyGylfi í framlínunni eða í holunni: 6 leikir, 538 mínúturHefur átt beinan þátt í 7 mörkum 5 mörk, 2 stoðsendingar Þáttur í marki á 77 mínútna frestiGylfi á miðjunni eða út á kanti: 9 leikir, 719 mínúturHefur átt beinan þátt í 3 mörkum 0 mörk, 3 stoðsendingar Þáttur í marki á 240 mínútna fresti Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bob Bradley hefur náð því besta út úr Gylfa Þór Sigurðssyni á síðustu vikum og með því tekist að endurræsa Swansea-vélina og landa mikilvægum stigum í fallbaráttunni. Swansea hefur skorað átta mörk og fengið tvö stig út úr síðustu tveimur leikjum sínum á Liberty-leikvanginum og þar á liðið og Bradley sjálfur Gylfa mikið að þakka.Komið að sjö af átta mörkum Gylfi hefur verið bæði með mark og stoðsendingu í báðum þessum sigurleikjum en auk þess átti hann þátt í undirbúningi allra hinn þriggja markanna í 5-4 endurkomusigri á Palace fyrir tveimur vikum. Um helgina skoraði hann fyrsta markið og lagði upp mark númer tvö. Gylfi hefur því komið að sjö af átta mörkum velska liðsins í þessum lífsnauðsynlegum sigrum. Ein af stóru breytingunum eftir komu Bob Bradley var að færa Gylfa framar á miðjuna eða jafnvel láta hann spila sem falska níu. Gylfi spilaði mun aftar á miðjunni eða úti á kanti undir stjórn Ítalans Francesco Guidolin í byrjun tímabilsins. Gylfi skilaði þeim stöðum af dugnaði og elju en hann var ekki að spila þar sem hann er bestur. Francesco Guidolin var rekinn og eftirmaðurinn vissi hvað væri besti fyrir liðið sem var að setja Gylfa í hans bestu stöðu. Tölfræðin talar sínu máli. Gylfi átti beinan þátt í marki (mark eða stoðsending) á 240 mínútna fresti í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar hann var ekki í sinni bestu stöðu en hefur komið að marki á 77 mínútna fresti eftir að hann fékk að spilar framar.Bradley hrósar Gylfa Bob Bradley hrósaði Gylfa eftir leikinn um helgina. „Gylfi er búinn að vera mjög góður allt tímabilið. Hann hefur átt þátt í svo mörgum mörkum í þessum átta leikjum síðan ég tók við. Hann er hreyfanlegur, hefur frábært auga fyrir sendingum og skilar þessum föstu leikatriðum. Hann er mikilvægur hluti af okkar sóknarleik og svo fær hann heldur ekki nógu mikið hrós fyrir varnarvinnu sína,“ sagði Bob Bradley. Sendingar Gylfa hafa líka átt sinn þátt í því að kveikja í spænska framherjanum Fernando Llorente. Swansea-liðinu hefur nefnilega vantað framherja á skotskónum. Það er erfitt að setja það á herðar Gylfa að bæði skora og leggja upp mörkin. Þrjár stoðsendingar Gylfa hafa öðrum fremur kveikt í Spánverjanum.Samvinna Gylfa og Llorente Fernando Llorente hefur nú skorað fimm mörk, þar af tvö þeirra í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins. Gylfi hefur lagt upp fyrsta markið hans Llorente í öllum þremur leikjunum meðan spænski framherjinn hefur fundið netmöskvanna. Gylfi sjálfur var í viðtali á heimasíðu Swansea eftir leik. „Þetta er bara einn sigur en við höfum ekki unnið 3-0 í langan tíma þannig að svona sigur gefur okkur mikið sjálfstraust. Það var líka mjög mikilvægt að ná þessum sigri eftir leikinn á móti Tottenham,“ sagði Gylfi.Var ekkert stressaður „Við getum byggt ofan á svona úrslit. Við höfum spilað vel í þremur af síðustu fjórum leikjum og verðum að taka það með okkur inn í næstu leiki á móti Middlesbrough og West Brom,“ sagði Gylfi. Hann segist ekki hafa verið neitt stressaður þegar hann tók vítið sem kom Swansea í 1-0. „Þetta var frábært tækifæri til að koma okkur yfir og ná mómentinu með okkur. Það var líka mjög gott að fá mark úr föstu leikatriði í öðru markinu og þetta var einnig mikilvægt fyrir Fernando,“ sagði Gylfi.Gylfi Þór Sigurðsson.Vísir/GettyGylfi í framlínunni eða í holunni: 6 leikir, 538 mínúturHefur átt beinan þátt í 7 mörkum 5 mörk, 2 stoðsendingar Þáttur í marki á 77 mínútna frestiGylfi á miðjunni eða út á kanti: 9 leikir, 719 mínúturHefur átt beinan þátt í 3 mörkum 0 mörk, 3 stoðsendingar Þáttur í marki á 240 mínútna fresti
Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira