Leikstjórinn á Liberty-leikvanginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2016 06:00 Gylfi Þór Suigurðsson fagnar um helgina. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Bob Bradley hefur náð því besta út úr Gylfa Þór Sigurðssyni á síðustu vikum og með því tekist að endurræsa Swansea-vélina og landa mikilvægum stigum í fallbaráttunni. Swansea hefur skorað átta mörk og fengið tvö stig út úr síðustu tveimur leikjum sínum á Liberty-leikvanginum og þar á liðið og Bradley sjálfur Gylfa mikið að þakka.Komið að sjö af átta mörkum Gylfi hefur verið bæði með mark og stoðsendingu í báðum þessum sigurleikjum en auk þess átti hann þátt í undirbúningi allra hinn þriggja markanna í 5-4 endurkomusigri á Palace fyrir tveimur vikum. Um helgina skoraði hann fyrsta markið og lagði upp mark númer tvö. Gylfi hefur því komið að sjö af átta mörkum velska liðsins í þessum lífsnauðsynlegum sigrum. Ein af stóru breytingunum eftir komu Bob Bradley var að færa Gylfa framar á miðjuna eða jafnvel láta hann spila sem falska níu. Gylfi spilaði mun aftar á miðjunni eða úti á kanti undir stjórn Ítalans Francesco Guidolin í byrjun tímabilsins. Gylfi skilaði þeim stöðum af dugnaði og elju en hann var ekki að spila þar sem hann er bestur. Francesco Guidolin var rekinn og eftirmaðurinn vissi hvað væri besti fyrir liðið sem var að setja Gylfa í hans bestu stöðu. Tölfræðin talar sínu máli. Gylfi átti beinan þátt í marki (mark eða stoðsending) á 240 mínútna fresti í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar hann var ekki í sinni bestu stöðu en hefur komið að marki á 77 mínútna fresti eftir að hann fékk að spilar framar.Bradley hrósar Gylfa Bob Bradley hrósaði Gylfa eftir leikinn um helgina. „Gylfi er búinn að vera mjög góður allt tímabilið. Hann hefur átt þátt í svo mörgum mörkum í þessum átta leikjum síðan ég tók við. Hann er hreyfanlegur, hefur frábært auga fyrir sendingum og skilar þessum föstu leikatriðum. Hann er mikilvægur hluti af okkar sóknarleik og svo fær hann heldur ekki nógu mikið hrós fyrir varnarvinnu sína,“ sagði Bob Bradley. Sendingar Gylfa hafa líka átt sinn þátt í því að kveikja í spænska framherjanum Fernando Llorente. Swansea-liðinu hefur nefnilega vantað framherja á skotskónum. Það er erfitt að setja það á herðar Gylfa að bæði skora og leggja upp mörkin. Þrjár stoðsendingar Gylfa hafa öðrum fremur kveikt í Spánverjanum.Samvinna Gylfa og Llorente Fernando Llorente hefur nú skorað fimm mörk, þar af tvö þeirra í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins. Gylfi hefur lagt upp fyrsta markið hans Llorente í öllum þremur leikjunum meðan spænski framherjinn hefur fundið netmöskvanna. Gylfi sjálfur var í viðtali á heimasíðu Swansea eftir leik. „Þetta er bara einn sigur en við höfum ekki unnið 3-0 í langan tíma þannig að svona sigur gefur okkur mikið sjálfstraust. Það var líka mjög mikilvægt að ná þessum sigri eftir leikinn á móti Tottenham,“ sagði Gylfi.Var ekkert stressaður „Við getum byggt ofan á svona úrslit. Við höfum spilað vel í þremur af síðustu fjórum leikjum og verðum að taka það með okkur inn í næstu leiki á móti Middlesbrough og West Brom,“ sagði Gylfi. Hann segist ekki hafa verið neitt stressaður þegar hann tók vítið sem kom Swansea í 1-0. „Þetta var frábært tækifæri til að koma okkur yfir og ná mómentinu með okkur. Það var líka mjög gott að fá mark úr föstu leikatriði í öðru markinu og þetta var einnig mikilvægt fyrir Fernando,“ sagði Gylfi.Gylfi Þór Sigurðsson.Vísir/GettyGylfi í framlínunni eða í holunni: 6 leikir, 538 mínúturHefur átt beinan þátt í 7 mörkum 5 mörk, 2 stoðsendingar Þáttur í marki á 77 mínútna frestiGylfi á miðjunni eða út á kanti: 9 leikir, 719 mínúturHefur átt beinan þátt í 3 mörkum 0 mörk, 3 stoðsendingar Þáttur í marki á 240 mínútna fresti Enski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bob Bradley hefur náð því besta út úr Gylfa Þór Sigurðssyni á síðustu vikum og með því tekist að endurræsa Swansea-vélina og landa mikilvægum stigum í fallbaráttunni. Swansea hefur skorað átta mörk og fengið tvö stig út úr síðustu tveimur leikjum sínum á Liberty-leikvanginum og þar á liðið og Bradley sjálfur Gylfa mikið að þakka.Komið að sjö af átta mörkum Gylfi hefur verið bæði með mark og stoðsendingu í báðum þessum sigurleikjum en auk þess átti hann þátt í undirbúningi allra hinn þriggja markanna í 5-4 endurkomusigri á Palace fyrir tveimur vikum. Um helgina skoraði hann fyrsta markið og lagði upp mark númer tvö. Gylfi hefur því komið að sjö af átta mörkum velska liðsins í þessum lífsnauðsynlegum sigrum. Ein af stóru breytingunum eftir komu Bob Bradley var að færa Gylfa framar á miðjuna eða jafnvel láta hann spila sem falska níu. Gylfi spilaði mun aftar á miðjunni eða úti á kanti undir stjórn Ítalans Francesco Guidolin í byrjun tímabilsins. Gylfi skilaði þeim stöðum af dugnaði og elju en hann var ekki að spila þar sem hann er bestur. Francesco Guidolin var rekinn og eftirmaðurinn vissi hvað væri besti fyrir liðið sem var að setja Gylfa í hans bestu stöðu. Tölfræðin talar sínu máli. Gylfi átti beinan þátt í marki (mark eða stoðsending) á 240 mínútna fresti í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar hann var ekki í sinni bestu stöðu en hefur komið að marki á 77 mínútna fresti eftir að hann fékk að spilar framar.Bradley hrósar Gylfa Bob Bradley hrósaði Gylfa eftir leikinn um helgina. „Gylfi er búinn að vera mjög góður allt tímabilið. Hann hefur átt þátt í svo mörgum mörkum í þessum átta leikjum síðan ég tók við. Hann er hreyfanlegur, hefur frábært auga fyrir sendingum og skilar þessum föstu leikatriðum. Hann er mikilvægur hluti af okkar sóknarleik og svo fær hann heldur ekki nógu mikið hrós fyrir varnarvinnu sína,“ sagði Bob Bradley. Sendingar Gylfa hafa líka átt sinn þátt í því að kveikja í spænska framherjanum Fernando Llorente. Swansea-liðinu hefur nefnilega vantað framherja á skotskónum. Það er erfitt að setja það á herðar Gylfa að bæði skora og leggja upp mörkin. Þrjár stoðsendingar Gylfa hafa öðrum fremur kveikt í Spánverjanum.Samvinna Gylfa og Llorente Fernando Llorente hefur nú skorað fimm mörk, þar af tvö þeirra í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins. Gylfi hefur lagt upp fyrsta markið hans Llorente í öllum þremur leikjunum meðan spænski framherjinn hefur fundið netmöskvanna. Gylfi sjálfur var í viðtali á heimasíðu Swansea eftir leik. „Þetta er bara einn sigur en við höfum ekki unnið 3-0 í langan tíma þannig að svona sigur gefur okkur mikið sjálfstraust. Það var líka mjög mikilvægt að ná þessum sigri eftir leikinn á móti Tottenham,“ sagði Gylfi.Var ekkert stressaður „Við getum byggt ofan á svona úrslit. Við höfum spilað vel í þremur af síðustu fjórum leikjum og verðum að taka það með okkur inn í næstu leiki á móti Middlesbrough og West Brom,“ sagði Gylfi. Hann segist ekki hafa verið neitt stressaður þegar hann tók vítið sem kom Swansea í 1-0. „Þetta var frábært tækifæri til að koma okkur yfir og ná mómentinu með okkur. Það var líka mjög gott að fá mark úr föstu leikatriði í öðru markinu og þetta var einnig mikilvægt fyrir Fernando,“ sagði Gylfi.Gylfi Þór Sigurðsson.Vísir/GettyGylfi í framlínunni eða í holunni: 6 leikir, 538 mínúturHefur átt beinan þátt í 7 mörkum 5 mörk, 2 stoðsendingar Þáttur í marki á 77 mínútna frestiGylfi á miðjunni eða út á kanti: 9 leikir, 719 mínúturHefur átt beinan þátt í 3 mörkum 0 mörk, 3 stoðsendingar Þáttur í marki á 240 mínútna fresti
Enski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira