Real Madrid vann öruggan sigur á Atletico Madrid 3-0 á útivelli og það í leiknum um Madridarborg.
Cristiano Ronaldo fór hreinlega á kostum í leiknum og skoraði hann þrennu, eða öll mörk gestanna.
Þetta er 39. þrenna Ronaldi á ferlinum sem er með hreinum ólíkindum. Atletico Madrid hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum liðsins í deildinni.
Real Madrid í efsta sæti deildarinnar með 30 stig, níu stigum á undan grönnum sínum.
