Dómarinn telur drengnum engin hætta búin í Noregi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. október 2016 13:30 Í dómi þar sem Elvu Christinu er gert að senda son sinn fimm ára til Noregs er ekki litið til vilja drengsins. vísir/anton brink Héraðsdómur Reykjavíkur tók ekki til greina skýrslu sálfræðings sem lögð var fram í máli Elvu Christinu, móður fimm ára drengs sem senda á til Noregs samkvæmt nýföllnum dómi. Dómari í málinu leitaði sjálfur aðstoðar sérfræðings sem kannaði viðhorf barnsins til þess hvar það vildi sjálft vera. Samkvæmt dómi sem féll í Noregi vegna málsins ber Elvu að afhenda norskum yfirvöldum son sinn og fær hún ekki að hitta hann í fjórtán ár, nema tvisvar á ári undir eftirliti. Í niðurstöðu dómsins segir að skýrsla sálfræðingsins, sem Elva Christina lagði fram, hafi verið einhliða lögð fram af henni sjálfri og án allrar aðkomu barnaverndaryfirvalda í Noregi. Sálfræðingurinn mat það sem svo að drengurinn vildi búa hjá fjölskyldu sinni á Íslandi.Drengurinn sagðist vilja vera hjá fjölskyldu sinni Sérfræðingur í klínískri barnasálfræði, sem dómurinn leitaði til, mat það sem svo að drengurinn hefði ekki náð þeim þroska að hann hefði yfirsýn yfir né skildi stöðu sína að því marki að geta tekið afstöðu til þess hvort hann vildi vera á Íslandi eða vandalausum í Noregi. Í skýrslu sérfræðingsins kemur hins vegar fram að drengurinn vilji vera hjá ömmu sinni og mömmu, auk tveggja annarra ættingja.Sjá einnig:„Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ „Að mati dómsins hefur ekkert komið fram í málinu sem hnekkir þessu mati sálfræðingsins á vægi skoðana drengsins, sem eru í samræmi við það sem almennt má vænta af fimm ára barni í þessari stöðu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Forsaga málsins er sú, líkt og Vísir hefur greint frá, að Elva Christina var búsett í Noregi með syni sínum frá árinu 2013. Félagsmálayfirvöld í Noregi höfðu afskipti af Elvu í lok árs 2013 og var hún svipt rétti til umönnunar barnsins í maí síðastliðnum. Elva Christina hefur glímt við áfengisvanda, sem hún segist nú hafa tekist á við. Eftir uppkvaðningu úrskurðarins flúði amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, með hann til Íslands sem að mati héraðsdóms var gert á ólögmætan hátt.Sjá einnig:Ömmunni neitað um sálfræðimatÓljós og ruglingslegur úrskurður Við meðferð málsins bar lögmaður Elvu Christinu því við að úrskurður norskra yfirvalda sé óljós og ruglingslegur og að ekki verði ráðið af lestri hans hvert raunverulegt inntak hans sé. Honum hafi verið snarað yfir á íslensku í miklum flýti og að þýðingin hafi líklega ekki verið gerð af löggiltum skjalaþýðanda. Hann geti því vart talist réttmætur í máli sem varði svo mikilvæga hagsmuni. Þessu var dómurinn þó ekki sammála. Hann sagði jafnframt að drengnum líði vel á Íslandi, sé náinn fjölskyldu sinni og alinn upp meðal Íslendinga við íslenskt móðurmál og menningu. Veruleg hætta sé á því að afhending muni skaða drenginn andlega.Ekkert bendi til að afhendingin muni skaða barnið Dómurinn taldi hins vegar ekkert renna stoðum undir það að alvarleg hætta sé á að afhending muni skaða barnið andlega eða líkamlega eða koma því á annan hátt í óbærilega stöðu, líkt og það er orðað í niðurstöðu dómsins. Jafnframt taldi dómurinn ekki efni til að fallast á kröfu lögmanns Elvu Christinu þess efnis að ef til áfrýjunar komi sé ástæða til að fresta því að drengurinn verði fluttur til Noregs. Tveir þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af málinu, þau Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, en þau eru sammála um það að mannréttindamál sé að ræða. Ragnheiður hefur skorað á flokksystur sína, Ólöfu Nordal innanríkisráðherra, að grípa inn í atburðarásina. Þá segir Kristján að þetta sé nútíma barnarán af norskum yfirvöldum. „Þetta má aldrei gerast. Virðulegi forseti, ég hef oft komið í þennan ræðustól á sautján ára þingferli mínum. Ég hef hins vegar aldrei áður fengið sting í hjartað við það að ræða mál og ég fer sorgmæddur úr þessum ræðustól,“ sagði Kristján Möller á Alþingi. Norska barnaverndin hefur verið gagnrýnd harðlega, en í þætti Dateline var skyggnst bak við tjöldin þar sem fylgst var með aðferðum hennar með notkun falinna myndavéla, líkt og sjá má hér. Tengdar fréttir Útilokar ekki að íslensk barnaverndaryfirvöld hlutist til um mál sonar Elvu Christinu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. 5. október 2016 19:29 Þingmaður segir það mannvonsku og martröð að senda fimm ára dreng til Noregs Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Kristján Möller mótmæla því að fimm ára drengur sé sendur til barnaverndaryfirvalda í Noregi. 6. október 2016 12:54 Ragnheiður vill að Ólöf hlutist til um málefni drengsins sem senda á til Noregs "Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ segir Ragnheiður Ríhkharðsdóttir. 5. október 2016 14:03 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur tók ekki til greina skýrslu sálfræðings sem lögð var fram í máli Elvu Christinu, móður fimm ára drengs sem senda á til Noregs samkvæmt nýföllnum dómi. Dómari í málinu leitaði sjálfur aðstoðar sérfræðings sem kannaði viðhorf barnsins til þess hvar það vildi sjálft vera. Samkvæmt dómi sem féll í Noregi vegna málsins ber Elvu að afhenda norskum yfirvöldum son sinn og fær hún ekki að hitta hann í fjórtán ár, nema tvisvar á ári undir eftirliti. Í niðurstöðu dómsins segir að skýrsla sálfræðingsins, sem Elva Christina lagði fram, hafi verið einhliða lögð fram af henni sjálfri og án allrar aðkomu barnaverndaryfirvalda í Noregi. Sálfræðingurinn mat það sem svo að drengurinn vildi búa hjá fjölskyldu sinni á Íslandi.Drengurinn sagðist vilja vera hjá fjölskyldu sinni Sérfræðingur í klínískri barnasálfræði, sem dómurinn leitaði til, mat það sem svo að drengurinn hefði ekki náð þeim þroska að hann hefði yfirsýn yfir né skildi stöðu sína að því marki að geta tekið afstöðu til þess hvort hann vildi vera á Íslandi eða vandalausum í Noregi. Í skýrslu sérfræðingsins kemur hins vegar fram að drengurinn vilji vera hjá ömmu sinni og mömmu, auk tveggja annarra ættingja.Sjá einnig:„Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ „Að mati dómsins hefur ekkert komið fram í málinu sem hnekkir þessu mati sálfræðingsins á vægi skoðana drengsins, sem eru í samræmi við það sem almennt má vænta af fimm ára barni í þessari stöðu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Forsaga málsins er sú, líkt og Vísir hefur greint frá, að Elva Christina var búsett í Noregi með syni sínum frá árinu 2013. Félagsmálayfirvöld í Noregi höfðu afskipti af Elvu í lok árs 2013 og var hún svipt rétti til umönnunar barnsins í maí síðastliðnum. Elva Christina hefur glímt við áfengisvanda, sem hún segist nú hafa tekist á við. Eftir uppkvaðningu úrskurðarins flúði amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, með hann til Íslands sem að mati héraðsdóms var gert á ólögmætan hátt.Sjá einnig:Ömmunni neitað um sálfræðimatÓljós og ruglingslegur úrskurður Við meðferð málsins bar lögmaður Elvu Christinu því við að úrskurður norskra yfirvalda sé óljós og ruglingslegur og að ekki verði ráðið af lestri hans hvert raunverulegt inntak hans sé. Honum hafi verið snarað yfir á íslensku í miklum flýti og að þýðingin hafi líklega ekki verið gerð af löggiltum skjalaþýðanda. Hann geti því vart talist réttmætur í máli sem varði svo mikilvæga hagsmuni. Þessu var dómurinn þó ekki sammála. Hann sagði jafnframt að drengnum líði vel á Íslandi, sé náinn fjölskyldu sinni og alinn upp meðal Íslendinga við íslenskt móðurmál og menningu. Veruleg hætta sé á því að afhending muni skaða drenginn andlega.Ekkert bendi til að afhendingin muni skaða barnið Dómurinn taldi hins vegar ekkert renna stoðum undir það að alvarleg hætta sé á að afhending muni skaða barnið andlega eða líkamlega eða koma því á annan hátt í óbærilega stöðu, líkt og það er orðað í niðurstöðu dómsins. Jafnframt taldi dómurinn ekki efni til að fallast á kröfu lögmanns Elvu Christinu þess efnis að ef til áfrýjunar komi sé ástæða til að fresta því að drengurinn verði fluttur til Noregs. Tveir þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af málinu, þau Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, en þau eru sammála um það að mannréttindamál sé að ræða. Ragnheiður hefur skorað á flokksystur sína, Ólöfu Nordal innanríkisráðherra, að grípa inn í atburðarásina. Þá segir Kristján að þetta sé nútíma barnarán af norskum yfirvöldum. „Þetta má aldrei gerast. Virðulegi forseti, ég hef oft komið í þennan ræðustól á sautján ára þingferli mínum. Ég hef hins vegar aldrei áður fengið sting í hjartað við það að ræða mál og ég fer sorgmæddur úr þessum ræðustól,“ sagði Kristján Möller á Alþingi. Norska barnaverndin hefur verið gagnrýnd harðlega, en í þætti Dateline var skyggnst bak við tjöldin þar sem fylgst var með aðferðum hennar með notkun falinna myndavéla, líkt og sjá má hér.
Tengdar fréttir Útilokar ekki að íslensk barnaverndaryfirvöld hlutist til um mál sonar Elvu Christinu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. 5. október 2016 19:29 Þingmaður segir það mannvonsku og martröð að senda fimm ára dreng til Noregs Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Kristján Möller mótmæla því að fimm ára drengur sé sendur til barnaverndaryfirvalda í Noregi. 6. október 2016 12:54 Ragnheiður vill að Ólöf hlutist til um málefni drengsins sem senda á til Noregs "Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ segir Ragnheiður Ríhkharðsdóttir. 5. október 2016 14:03 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Útilokar ekki að íslensk barnaverndaryfirvöld hlutist til um mál sonar Elvu Christinu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. 5. október 2016 19:29
Þingmaður segir það mannvonsku og martröð að senda fimm ára dreng til Noregs Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Kristján Möller mótmæla því að fimm ára drengur sé sendur til barnaverndaryfirvalda í Noregi. 6. október 2016 12:54
Ragnheiður vill að Ólöf hlutist til um málefni drengsins sem senda á til Noregs "Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ segir Ragnheiður Ríhkharðsdóttir. 5. október 2016 14:03