Þingmaður segir það mannvonsku og martröð að senda fimm ára dreng til Noregs Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2016 12:54 Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Kristján Möller mótmæla því að fimm ára drengur sé sendur til barnaverndaryfirvalda í Noregi. Vísir Þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum af velferð fimm ára íslensks drengs sem senda á úr landi til barnaverndaryfirvalda í Noregi eftir að íslensk móðir hans var svift forræði yfir honum þar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum sínum af þessu máli á þingfundi í gær og sagði að þarna væri um að ræða mannréttindamál sem Alþingi og stjórnvöld ættu að láta sig varða. Skoraði hún á flokkssystur sína, Ólöfu Nordal innanríkisráðherra, að grípa inn í atburðarásina. En norsk barnaverndaryfirvöld sviftu foreldra drengsins forræði yfir honum áður en móðir hans fór til Íslands með hann, en faðir drengsins býr í Danmörku. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest að drengurinn verði tekinn úr umsjón ættingja sinnar hér á landi og fluttur í fóstur í Noregi þar sem hann á enga ættingja. Kristján Möller þingmaður Samfylkingarinnar tók undir með Ragnheiði áþingfundi í dag. „Þar sem taka á fimm ára gamlan dreng með valdi af íslenskri ömmu sinni, móður og fjölskyldu og færa hann til Noregs í vistun næstu þrettán árin. Þar sem barnið fær að hitta móður sína tvisvar á ári í tvær klukkustundir eða fjórar klukkustundir á ári og amman sem annast hefur barniðí langan tíma fær ekkert að hitta barnið,“ sagði Kristján. Honum sýndust norsk barnaverndarlög vera harðneskjuleg. „Og þvílík mannvonska og þvílík refsing. Ég ætla ekki að fara yfir forsögu málsins. Móðirin lenti af lífsins leið en hefur fundið hana aftur. Ég spyr, hver er réttur barnsins,“ sagði Kristján og spurði hvort drengurinn fengi ekki að segja neitt um framtíð sína. „Mér sýnist að í uppsiglingu sé nútíma barnarán framkvæmt af norskum barnaverndaryfirvöldum. Ég get ekki sem ríkisborgari í þessu landi og samlandi þessa fólks látið þetta óátalið og tek þess vegna þetta til umræðu á hinu háa Alþingi. Það má aldrei gerast virðulegur forseti að drengurinn verði sendur norskum barnaverndaryfirvöldum,“ sagði Kristján. Hann undraðist að málið fluttist ekki til Íslands eftir að móðirin fór aftur heim með dregninn frá Noregi. Málið væri að snúast upp í algera martröð. „Þetta má aldrei gerast. Virðulegi forseti, ég hef oft komið í þennan ræðustól á sautján ára þingferli mínum. Ég hef hins vegar aldrei áður fengið sting í hjartað við það að ræða mál og ég fer sorgmæddur úr þessum ræðustól,“ sagði Kristján Möller á Alþingi í dag. Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Útilokar ekki að íslensk barnaverndaryfirvöld hlutist til um mál sonar Elvu Christinu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. 5. október 2016 19:29 Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59 Ragnheiður vill að Ólöf hlutist til um málefni drengsins sem senda á til Noregs "Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ segir Ragnheiður Ríhkharðsdóttir. 5. október 2016 14:03 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum af velferð fimm ára íslensks drengs sem senda á úr landi til barnaverndaryfirvalda í Noregi eftir að íslensk móðir hans var svift forræði yfir honum þar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum sínum af þessu máli á þingfundi í gær og sagði að þarna væri um að ræða mannréttindamál sem Alþingi og stjórnvöld ættu að láta sig varða. Skoraði hún á flokkssystur sína, Ólöfu Nordal innanríkisráðherra, að grípa inn í atburðarásina. En norsk barnaverndaryfirvöld sviftu foreldra drengsins forræði yfir honum áður en móðir hans fór til Íslands með hann, en faðir drengsins býr í Danmörku. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest að drengurinn verði tekinn úr umsjón ættingja sinnar hér á landi og fluttur í fóstur í Noregi þar sem hann á enga ættingja. Kristján Möller þingmaður Samfylkingarinnar tók undir með Ragnheiði áþingfundi í dag. „Þar sem taka á fimm ára gamlan dreng með valdi af íslenskri ömmu sinni, móður og fjölskyldu og færa hann til Noregs í vistun næstu þrettán árin. Þar sem barnið fær að hitta móður sína tvisvar á ári í tvær klukkustundir eða fjórar klukkustundir á ári og amman sem annast hefur barniðí langan tíma fær ekkert að hitta barnið,“ sagði Kristján. Honum sýndust norsk barnaverndarlög vera harðneskjuleg. „Og þvílík mannvonska og þvílík refsing. Ég ætla ekki að fara yfir forsögu málsins. Móðirin lenti af lífsins leið en hefur fundið hana aftur. Ég spyr, hver er réttur barnsins,“ sagði Kristján og spurði hvort drengurinn fengi ekki að segja neitt um framtíð sína. „Mér sýnist að í uppsiglingu sé nútíma barnarán framkvæmt af norskum barnaverndaryfirvöldum. Ég get ekki sem ríkisborgari í þessu landi og samlandi þessa fólks látið þetta óátalið og tek þess vegna þetta til umræðu á hinu háa Alþingi. Það má aldrei gerast virðulegur forseti að drengurinn verði sendur norskum barnaverndaryfirvöldum,“ sagði Kristján. Hann undraðist að málið fluttist ekki til Íslands eftir að móðirin fór aftur heim með dregninn frá Noregi. Málið væri að snúast upp í algera martröð. „Þetta má aldrei gerast. Virðulegi forseti, ég hef oft komið í þennan ræðustól á sautján ára þingferli mínum. Ég hef hins vegar aldrei áður fengið sting í hjartað við það að ræða mál og ég fer sorgmæddur úr þessum ræðustól,“ sagði Kristján Möller á Alþingi í dag.
Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Útilokar ekki að íslensk barnaverndaryfirvöld hlutist til um mál sonar Elvu Christinu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. 5. október 2016 19:29 Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59 Ragnheiður vill að Ólöf hlutist til um málefni drengsins sem senda á til Noregs "Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ segir Ragnheiður Ríhkharðsdóttir. 5. október 2016 14:03 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
„Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30
Útilokar ekki að íslensk barnaverndaryfirvöld hlutist til um mál sonar Elvu Christinu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. 5. október 2016 19:29
Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59
Ragnheiður vill að Ólöf hlutist til um málefni drengsins sem senda á til Noregs "Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ segir Ragnheiður Ríhkharðsdóttir. 5. október 2016 14:03