Ástþór brást illa við spurningu um dræmt fylgi: „Hvers vegna ertu að boða mig hingað“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2016 20:50 Ástþór Magnússon vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi brást ókvæða við spurningu Arnars Páls Haukssonar Í speglinum á Rás 1 í dag þegar Ástþór var spurður um dræmt fylgi sitt í skoðanakönnunum vegna forsetakosninga síðustu ára. „Hvers vegna ertu að boða mig hingað? Ég hélt að þetta væri þáttur til þess að kynna mín stefnumál og mitt framboð á hlutlausan hátt,“ spurði Ástþór Arnar Pál eftir að sá síðarnefndi bar saman skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar árið 2004 og þær sem halda á nú í sumar og spurði af hverju Ástþór hefði ekki bætt við sig fylgi síðustu tólf árin. Ástþór sagðist einnig hafa hlustað á viðtal Arnars Páls við Andra Snæ Magnason forsetaframbjóðanda og ofboðið og spurði Ástþór Arnar Pál hvort heppilegra væri fyrir hann að starfa á kassa í verslunum Bónus frekar en að stýra umræðuþætti hjá RÚV. „Ég velti því fyrir mér hvort þú væri kannski betur kominn á kassa í Bónus heldur en að starfa hér eða að þú seljir sál þína auglýsingafyrirtæki til að troða bandarískum vörum inn á þjóðina fram yfir þær íslensku,“ sagði Ástþór sem bætti við að fjölmörg ríki Evrópusambandsins bönnuðu skoðanakannanir í aðdraganda kosninga vegna skoðanamyndandi áhrifa þeirra.Segir RÚV tefla fram sínum eigin frambjóðanda Þá sakaði hann RÚV um að hafa rænt kosningunum með því að tefla fram sínum eigin frambjóðenda. Spurður að því hver væri frambjóðandi RÚV svaraði Ástþór því ekki en ýjaði sterklega að því að sá maður væri Guðni Th. Jóhannesson sem RÚV leitaði til sem álitsgjafa í byrjun apríl í kringum þá atburði sem áttu sér stað þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér. Við skulum bara horfa á þann mann sem var mættur þegar þið tókuð niður forsætisráðherra þjóðarinnar í Kastljósviðtali. Og hver var svo mættur við hliðina á fréttakonunni? Var það ekki viss maður allt í einu uppáklæddur sem forseti,“ sagði Ástþór sem las svo upp grein sem birtist í Kjarnanum frá Hildi Þórðardóttur forsetaframbjóðenda þar sem hún spyr hvort að Guðni Th sé forsetaframbjóðandi valdsins. Eftir þessa orðaskipti ræddu Ástþór og Arnar Páll um stefnumál Ástþórs en Ástþór sagði meðal annars að hann vildi að landið á milli Hafnarfjarðar og Keflavíkurflugvallar yrði boðið undir starfsemi Sameinuðu þjóðanna þar sem hýsa mætti Öryggisráð og Allsherjarþing SÞ. Hlusta má á viðtal Arnars Páls við Ástþór hér. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir „Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon segir að Dorrit Moussaieff hafi logið að þjóðinni. 26. apríl 2016 22:50 Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. 13. apríl 2016 15:30 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi brást ókvæða við spurningu Arnars Páls Haukssonar Í speglinum á Rás 1 í dag þegar Ástþór var spurður um dræmt fylgi sitt í skoðanakönnunum vegna forsetakosninga síðustu ára. „Hvers vegna ertu að boða mig hingað? Ég hélt að þetta væri þáttur til þess að kynna mín stefnumál og mitt framboð á hlutlausan hátt,“ spurði Ástþór Arnar Pál eftir að sá síðarnefndi bar saman skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar árið 2004 og þær sem halda á nú í sumar og spurði af hverju Ástþór hefði ekki bætt við sig fylgi síðustu tólf árin. Ástþór sagðist einnig hafa hlustað á viðtal Arnars Páls við Andra Snæ Magnason forsetaframbjóðanda og ofboðið og spurði Ástþór Arnar Pál hvort heppilegra væri fyrir hann að starfa á kassa í verslunum Bónus frekar en að stýra umræðuþætti hjá RÚV. „Ég velti því fyrir mér hvort þú væri kannski betur kominn á kassa í Bónus heldur en að starfa hér eða að þú seljir sál þína auglýsingafyrirtæki til að troða bandarískum vörum inn á þjóðina fram yfir þær íslensku,“ sagði Ástþór sem bætti við að fjölmörg ríki Evrópusambandsins bönnuðu skoðanakannanir í aðdraganda kosninga vegna skoðanamyndandi áhrifa þeirra.Segir RÚV tefla fram sínum eigin frambjóðanda Þá sakaði hann RÚV um að hafa rænt kosningunum með því að tefla fram sínum eigin frambjóðenda. Spurður að því hver væri frambjóðandi RÚV svaraði Ástþór því ekki en ýjaði sterklega að því að sá maður væri Guðni Th. Jóhannesson sem RÚV leitaði til sem álitsgjafa í byrjun apríl í kringum þá atburði sem áttu sér stað þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér. Við skulum bara horfa á þann mann sem var mættur þegar þið tókuð niður forsætisráðherra þjóðarinnar í Kastljósviðtali. Og hver var svo mættur við hliðina á fréttakonunni? Var það ekki viss maður allt í einu uppáklæddur sem forseti,“ sagði Ástþór sem las svo upp grein sem birtist í Kjarnanum frá Hildi Þórðardóttur forsetaframbjóðenda þar sem hún spyr hvort að Guðni Th sé forsetaframbjóðandi valdsins. Eftir þessa orðaskipti ræddu Ástþór og Arnar Páll um stefnumál Ástþórs en Ástþór sagði meðal annars að hann vildi að landið á milli Hafnarfjarðar og Keflavíkurflugvallar yrði boðið undir starfsemi Sameinuðu þjóðanna þar sem hýsa mætti Öryggisráð og Allsherjarþing SÞ. Hlusta má á viðtal Arnars Páls við Ástþór hér.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir „Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon segir að Dorrit Moussaieff hafi logið að þjóðinni. 26. apríl 2016 22:50 Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. 13. apríl 2016 15:30 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon segir að Dorrit Moussaieff hafi logið að þjóðinni. 26. apríl 2016 22:50
Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. 13. apríl 2016 15:30